Morgunblaðið - 22.05.2012, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 22.05.2012, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2012 ✝ Gunnhildurfæddist 30. september 1968 á fæðingarheimilinu á Eiríksgötu. Hún lést í faðmi fjöl- skyldunnar á heimili sínu á Sunnuvegi 11 í Hafnarfirði þriðjudaginn 15. maí sl. Foreldrar henn- ar voru Jónína Sigurgeirs- dóttir, f. 2. ágúst 1937, og Guðmundur Guðjónsson, f. 19. júlí 1933, d. 12. mars 2001. Þau skildu. Seinni maður Jónínu er Gunnar Kr. Gunnarsson, f. 14. júní 1933. Gunnhildur á tvo albræður, Guðjón, f. 1962, og Hjalta, f. 1966. Hún á einnig fjórar syst- ur, samfeðra, Ragnheiði, f. 1969, Ernu, f. 1970, Sólveigu, f. 1977, og Guðrúnu, f. 1980. Hinn 11. maí 2012 giftist Gunn- hildur eftirlifandi eiginmanni sínum, Hermanni Georgi Gunnlaugssyni landslagsarkitekt, f. 3. október 1966. Einnig lætur hún eftir sig tvær dætur af fyrra hjónabandi, en það eru Saga Jóhanna Inger Mellbin, f. 12. september 1989, og Fanny Ósk Mellbin, f. 17. júní 1991, en síð- an 1998 hefur Hermann geng- ið þeim í föðurstað. Útför Gunnhildar fer fram frá Digraneskirkju í dag, 22. maí 2012, og hefst athöfnin kl. 15. Kæra systir. „Þú skildir mig eftir og fórst leiðar þinnar. Ég hélt, að ég myndi sakna þín og geyma mynd þína í hjarta mínu greypta í umgjörð gullinna söngva. En til allrar ógæfu er ævin stutt. Æskan fölnar með árum. Vor- dagar líða skjótt. Viðkvæm blóm deyja, ef andað er á þau. Og spek- ingurinn segir mér að gleyma því ekki, að lífið er aðeins daggar- perla á blaði lótusblómsins. Ætti ég þá að meta þetta allt einskis og stara á eftir þeim, sem hefur snúið við mér bakinu? Það væri einstrengingslegt og kjánalegt, því ævin er stutt. Komið því til mín léttum skref- um, regnhöfgu nætur og gullnu haust. Og kom þú, ósinki Apríl, með gnægð kossa þinna handa hverjum sem er. Þið ættuð að koma, öll þrjú? Elskurnar mínar! Þið vitið, að öll erum við dauðleg. Er það skynsamlegt að syrgja til dauða, þann sem rænir hjarta manns? Því ævin er stutt. Það er að vísu gott að sitja úti í horni og hugsa og yrkja ljóð um, að þú sért mér allt. Það er hetjulegt að gæla við sorg sína, ákveðin í því að láta aldrei huggast. En nýtt andlit gægist inn um dyr mínar og við horfumst í augu. Ég get ekki annað en þurrkað af mér tárin og sungið nýja söngva. Því ævin er stutt.“ (R. Tagore.) Guðjón Páll Guðmundsson. Gunnhildur var þriðja í röðinni af sjö börnum pabba, en elstir eru Guðjón og Hjalti. Gunnhildur var lík pabba okkar, traust, yfirveguð og umfram allt góð manneskja. Þótt við höfum ekki alist upp saman hittum við alltaf stóru, fal- legu systur okkar, bæði í skólan- um og á förnum vegi. Alltaf róleg og yfirveguð, með hlýtt bros. Við elstu systurnar þrjár unnum saman um tíma í gamla Vöru- markaðinum með skóla og áttum oft skemmtilegar stundir. Fastur punktur á uppvaxtarárum okkar voru jólaboðin heima á jóladag þar sem var borðað og spilað jóla- spil hvers árs. Það er óraunverulegt að sitja og skrifa minningarorð um Gunn- hildi systur okkar. Það er svo stutt síðan við sátum allar í stof- unni hjá henni á Sunnuveginum, drukkum te, hlógum og skipt- umst á sögum um börnin okkar. Við sjáum hana fyrir okkur glaða og stolta að ræða um Sögu og Fanny. Við ræddum um hvað við værum glaðar að vera búnar að ná aftur saman og ákváðum að hafa reglulegan „systrahitting“. Veikindin hrifu hana hins vegar í burtu frá fjölskyldu sinni á mjög skömmum tíma. Efst í huga okkar systranna er sorg og ósk um að við hefðum haft allt lífið framundan til að tengjast betur og styrkja systra- böndin. Veikindi hennar og frá- fall minnir mann á þá köldu stað- reynd að lífið tekur stundum óvænta stefnu og enginn veit hvenær kallið kemur. Það er okk- ur öllum áminning um að njóta hvers dags í samvistum við okkar nánustu og rækta vináttu- og fjöl- skyldubönd. Æðruleysið í veikindum henn- ar þegar hún sá hvert stefndi var einstakt og styrkurinn sem Her- mann og stelpurnar hennar sýndu svo mikill að mann setur hljóðan. Gunnhildur vildi ekki sorgarandlit og rauð nef í kring- um sig. Hún vildi eyða tímanum með sínum nánustu, hlusta á hlát- ur stelpnanna sinna og Ásgeirs tengdasonar síns, hlusta á hund- inn sinn hann Bangsa ganga um, dæsa og leggjast niður við rúmið hennar og, síðast en ekki síst, hlusta á Hemma fjarstýra heim- inum í gegnum síma og tölvu, milli þess sem hann settist niður til að hlæja með hópnum. Athöfn- in hinn 11. maí þar sem Gunn- hildur og Hermann staðfestu ást sína og samband til fjölda ára og veislan sem haldin var 12. maí skilja eftir sig fallegar og ljúfsár- ar minningar. Kæra fjölskylda. Guð styrki ykkur öll á þessum erfiðu tímum. Ragnheiður Guðmundsdóttir, Erna Guðmundsdóttir, Sólveig Guðmundsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir. Elsku Gunnhildur Ég átti eitt systkini, hann pabba þinn, sem mér þótti ægi- lega vænt um og við vorum mjög náin. Því var eðlilegt að ég fylgd- ist vel með börnunum hans og þótti og þykir enn vænt um þau. Eins var með þig ljúfan mín, því það varstu ljúf og góð stúlka og vel af Guði gerð. Þú varst þannig að öllum leið yfirleitt vel nálægt þér, hafðir þægilega nær- veru eins og sagt er; reifst aldrei en varst frekar til að sætta. Ég man alltaf þegar þú komst á Þinghólsbrautina til okkar Guð- mundar og passaðir hana nöfnu mína sem þá var lítil hnáta, svona eins eða tveggja ára. Þú varst komin á táningsaldur, orðin svona myndarstúlka, lagleg og greindarleg. Það var gott að hafa þig hjá okkur. Ég vissi hvað þið mæðgur vor- uð nánar og þú varst mömmu þinni góð dóttir. Jafnvel urðuð þið enn nánari og samrýmdari vegna þess að mamma þín var þá einstæð móðir. Við Guðmundur fylgdumst að- eins með þér þegar þú fórst til Svíþjóðar en óneitanlega var þó fjarlægðin meiri. Eignaðist þú tvær indælar dætur Sögu og Fannýju. Vannst við tölvur og sem ritari og þóttir góður starfs- kraftur og einkar lagin á tölvur. Þú áttir gott líf hér á Íslandi með Hermanni, eftirlifandi eigin- manni þínum. Þið bjugguð í Hafnarfirði á fallegum stað rétt við Tjörnina. Kom þá smekkvísi þín og áreiðanleiki í ljós er þú hélst svo gott heimili og veittir stúlkunum öryggi og hlýju. Ég held líka að þið hafið verið mjög samrýmd, áttuð sameiginleg áhugamál eins og hestamennsku o.fl., hvöttuð hvort annað áfram og bættuð hvort annað upp, eins og góð hjón eiga að gera. Hefur hann Hermann reynst, ásamt þér stúlkunum sem gott foreldri og fyrirmynd í námi og nú síðast há- skólanámi. En þeir deyja ungir sem guð- irnir elska Megi guð styrkja þau öll, Gunnhildur mín; mömmu þína sem hefur misst svo mikið, dætur þínar, Hemma og alla hina ætt- ingja og vini sem sakna þín. Þú varst svo ágæt að þér bara hlýtur að líða vel nú, það er alveg víst, manni launast fyrir það Bestu kveðjur. Sunneva og Guðmundur Snæhólm. Mín kæra vinkona. Þegar kemur að kveðjustund reikar hugurinn langt aftur í æsku okk- ar og alveg fram til þessa dags. Upp í hugann kemur ótrúlegur persónuleiki þinn og persónu- töfrar. Þú réðst fram úr öllum málum með einhverri ótrúlegri leikni. Alltaf með jafnaðargeði, ótrúlegri sáttfýsi og sanngirni að vopni. Þú þoldir aldrei vesen og þér tókst alltaf að hrinda því frá þér. Við eigum stóra og mikla sögu saman og mikið vildi ég að við hefðum getað eytt enn meiri tíma saman. Með æðruleysi tókst þú á við allan gang lífsins og líka veik- indin, sem svo leiddu til andláts þíns. Eftir sitja ástvinir þínir; dætur, eiginmaður, tengdasonur, foreldrar, bræður og svo við hin sem elskuðum þig líka og eigum öll um sárt að binda. Lokasprett- inn tók of fljótt af og söknuðurinn eftir þér er mikill og mun verða um ókomna framtíð. Sjáumst síð- ar Gunnhildur. Hvíldu í friði. Þín vinkona, Guðný. Gunnhildur vinkona mín hefur kvatt þessa jarðvist. Sorgin og söknuður haldast í hendur eftir margra ára vináttu. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. Með ástarþökk ertu kvödd í hinsta sinni hér og hlýhug allra vannstu er fengu að kynnast þér. Þín blessuð minning vakir og býr í vina- hjörtum á brautir okkar stráðir þú, yl og geislum björtum. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Blessuð sé minning einstakrar perlu. Elsku Hermann, Saga, Fanny, Jónína og systkini, ég votta ykk- ur mína dýpstu samúð. Margrét Orradóttir. Fyrsti skóladagurinn fyrir 37 árum var mikilvægur dagur í lífi okkar en þá kynntumst við fjórar vinkonurnar úr vinahópnum. Á unglingsárunum mynduðum við síðan sex manna vinahóp sem hefur fylgst að allar götur síðan. Það er því stórt skarð höggvið í okkar kæra vinahóp með fráfalli elsku Gunnhildar okkar. Við segjum elsku Gunnhildar okkar því hún er okkur svo kær og við söknum hennar nú þegar svo af- skaplega sárt. Missir okkar er mikill en missir hennar ástkæra eiginmanns og dætranna sem eru rétt að byrja sín fullorðinsár er enn meiri og vottum við þeim okkar dýpstu samúð og biðjum Guð að styrkja þau og eftirlifandi móður hennar og systkini í þess- ari miklu sorg sem á þeim dynur. Minning hennar lifir áfram í hjörtum okkar og hún hefur kennt okkur sem eftir sitjum svo mikið. Við vinkonuhópurinn höfum gantast með orðalagið „að taka Gunnhildi á þetta“ en þá erum við að vísa í hversu lagin hún var að sigla ljúfan sjó í öldubyl. Hún var svo dipló og klók og klár og list- ræn og yndisleg vinkona. Þegar hún hélt að hún hefði sigrast á veikindum sínum átti hún sér þann draum að flytjast upp í sveit og rækta jörðina og horfa til fjalla og hafs. Það er gott að vita til þess að jarðneskum leifum hennar hefur verið fundinn stað- ur þar sem hún fær að hvíla í sveitinni. Elsku Gunnhildur, þín verður sárt saknað. Þínar vinkonur, Rósa og Guðrún Rós. Þegar við vinkonurnar Rósa, Magga, Guðný og Guðrún ákváðum að færa Hermanni og Gunnhildi minningabók í brúð- kaupsgjöf, tók það við að leyfa huganum að leita til baka og yfir þau ár sem við Gunnhildur höfum þekkst. Auðvitað var fyrsta minningin gönguferð út á Sel- tjarnarnes – allar, í þetta skipti saman, ásamt Þórdísi frænku Gunnhildar, gengum við syngj- andi frá Marbakkanum og út göt- una. Aðra hvora helgi í 8. og 9. bekk var stefnan nefnilega tekin á Gróttuball með tilheyrandi undirbúningi, keyrð var upp stemningin með krypplingi (eða var það Blue Nun og Lam- brusco?) og tónlist, Wham, Dur- an Duran, Spandau Ballet og fleiri meistaragrúppur óma í eyr- um mínum þegar ég hugsa til baka. Við fórum allar í Verzló, nema Guðrún Rós (skynsöm), og þar var eitthvað lært en þó töluvert djammað. Eftir nokkur ár þar tvístraðist vinkonuhópurinn í fyrsta skipti. Magga fór til Spán- ar, Guðrún Rós í framhaldsnám til Þýskalands og ég til Ghana. Gunnhildur flutti á Nýlendugöt- una og bjó þar ásamt Hjalta bróður sínum. Þangað vöndum við komur okkar þegar við fórum að tínast til baka til landsins. Gunnhildur kynnist Stefáni og varð skyndilega ófrísk! Og áður en við náum að átta okkur fluttist hún til Stokkhólms. Þar eignast hún Sögu og síðan Fannyju. Hún kom heim í heimsóknir með stelpurnar sínar og hittumst við mikið þá enda Una tveimur mán- uðum yngri en Fanny. Skemmti- legast var að fylgjast með Sögu enda stjórnaði hún eða leiðbeindi mömmu sinni ákveðið. Held að ég hafi aldrei kynnst jafn fullorðnu tveggja ára barni. Mér þótti ávallt magnað hvernig Gunnhildur sinnti dætr- um sínum. Fór á fætur með þeim klukkan 5 á morgnana og svæfði þær um 7 á kvöldin. Og það var stundum nokkurra klukkutíma athöfn með lestri og söng. Þegar þau Stefán skilja og Gunnhildur flytur heim með stelpurnar flutti hún aftur á Nýlendugötuna. Líkt og áður sóttum við til hennar enda yndislegt heimili og alltaf eitthvað í gangi. Stóra rennihurð- in var notuð sem sviðstjald, þar fyrir innan fluttu Saga, Una og Fanny leik- eða danssýningu, frumsamið af Sögu. Má ekki gleyma kettlingafárinu sem hellt- ist yfir þegar læðurnar tvær sem Gunnhildur tók að sér hófu að gjóta inni í skápum og skúffum. Svo var auðvitað samkoman þar sem Hermanni var boðið á Ný- lendugötuna. Þau Hemmi byrjuðu saman fljótlega eftir að þau kynntust. Hemmi hefur komið Sögu og Fanny í föðurstað síðan þá og veit ég að þau þrjú eiga eftir að sækja styrk hvert til annars og hlæja og gráta yfir öllum þeim minningum sem þau eiga um yndislega móð- ur og eiginkonu. Sestu hérna hjá mér, systir mín góð. Í kvöld skulum við vera kyrrlát og hljóð. Í kvöld skulum við vera kyrrlát af því, að mamma ætlar að reyna að sofna rökkrinu í. Mamma ætlar að sofna. Mamma er svo þreytt. – Og sumir eiga sorgir, sem svefninn getur eytt. Sumir eiga sorgir, og sumir eiga þrá, sem aðeins í draumheimum uppfyllast má. Í kvöld skulum við vera kyrrlát og hljóð. Mamma ætlar að sofna, systir mín góð. (Davíð Stefánsson.) Hildur Margrétardóttir. Gunnhildur Þóra Guðmundsdóttir Þegar ysinn hljóðnar sest ég niður. Ég heyri sorgina allt um kring og finn söknuðinn. Þetta er óskiljanlegt og óbærilegt, en lífið heldur áfram. Þá er dýrmætt að eiga góðar minningar um sér- Einar Þór Þórhallsson ✝ Einar Þór Þór-hallsson fædd- ist í Reykjavík 25. janúar 1958. Hann lést á sjúkrahúsi í Istanbúl í Tyrk- landi 26. apríl 2012. Útför Einars Þórs var gerð frá Hallgrímskirkju 4. maí 2012. stakan bróður og góðan vin. Sjáumst í sumarlandinu, bróð- ir sæll. Hversvegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði.) Elsku Andrea, Stefán og Sunna, vinir allir og stórfjöl- skyldan. Góðar vættir styrki okkur og verndi. Hörn Harðardóttir. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið. Minningargreinar ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HREFNU ÞÓRARINSDÓTTUR, Hlíðarvegi 62a, Kópavogi. Hugo Rasmus, María Játvarðardóttir, Tómas Rasmus, Hlíf Erlingsdóttir, Steinunn Rasmus, Jón Árni Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför ástkærs eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, EINARS S.M. SVEINSSONAR fv. framkvæmdastjóra, Herjólfsgötu 40, Hafnarfirði. Ingveldur Óskarsdóttir, Ingigerður Einarsdóttir, Óskar Einarsson, Unnur Gunnarsdóttir, Gyða Einarsdóttir, Bjarni Ólafur Bjarnason, Hildur Einarsdóttir, Sveinn Axel Sveinsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.