Morgunblaðið - 22.05.2012, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2012
Útför Guðrúnar
var gerð frá Hall-
grímskirkju 16. maí
2012.Það er sorg í
hjarta mínu nú þeg-
ar sem ég minnist vinkonu minn-
ar. Vinátta okkar Guðrúnar
jókst með árunum og tel ég þó
að hún hafi verið ærin fyrir.
Nærvera og samtöl við þig í öll
þessi ár gerði veröldina fegurri.
Börnin mín virtu þig og elskuðu,
þannig talaðir þú við þau frá
bernsku til fullorðinsára og
fengu þau að ylja sér í faðmi þín-
um. Þökk fyrir það.
Til Guðrúnar var alltaf hægt
að koma, fá góð ráð í gleði og
sorg. Hún tók alltaf málstað
þeirra er minna máttu sín og
þeirra sem stóðu á jaðri sam-
félagsins. Hún var heiðarleg í af-
stöðu til manna og málefna og
krafðist réttlætis öllum til
handa.
Hvílíkur hafsjór af minning-
um sækja á mig á þessum tíma-
mótum. Svona er lífið, okkur er
ætlaður tími til að leysa ákveðin
verkefni. Sumum tekst það en
öðrum ekki. Guðrún leysti sín
verkefni vel og þau voru mörg
og mikil en ég læt öðrum það
eftir að gera skil á þeim.
Örlög þessarar góðu konu
urðu allt önnur en okkur flest
gat grunað. Smátt og smátt
þvarr lífsgleðin, krafturinn og
hugsun. Sá sjúkdómur sem ræn-
ir okkur huga og hugsun var
sestur að. Sorgin sem því fylgir
að sjá anda hennar leggja af stað
til eilífðarinnar á undan líkaman-
Guðrún J.
Halldórsdóttir
✝ Guðrún JónínaHalldórsdóttir
fæddist í Reykjavík
28. febrúar 1935.
Hún lést á hjúkr-
unarheimilinu
Skjóli 2. maí 2012.
um verður ógleym-
anleg. Takk fyrir að
endi er bundinn á
það líf sem enginn
velur að lifa. Það er
ekki gott að vera
einn af þeim sem
Guð hefur hugsan-
lega gleymt.
Sú staðreynd er
okkur öllum ljós að
eitt sinn skal hver
deyja en samt kem-
ur dauðinn okkur í opna skjöldu.
En lífið heldur áfram og við
reynum að græða sárin og minn-
ingin ein er það sem við eigum.
Kæra vinkona, far þú í friði.
Takk fyrir að hafa fengið að
fylgja þér þennan spotta í lífinu.
Guðlaug Kristófersdóttir.
Það er tæplega hægt að hugsa
sér meira lán í lífinu en að búa
yfir náðargáfu og fá að nýta
hana í störfum sínum nær alla
ævi. Guðrún Halldórsdóttir, eða
Dúna eins og við fjölskyldan
kölluðum hana, var því afar lán-
söm kona. Hún var kennari af lífi
og sál, sem naut þess að fræða
og vinna með fólki. Á farsælum
kennsluferli tókst henni að
hreyfa við og þannig breyta lífi
fjölmargra nemenda, sem skildu
að Dúna kom ekki fram við þá
sem kennari, heldur einnig sem
jafningi. Hún fór aldrei í mann-
greinarálit heldur naut þess að
hjálpa þeim sem þess þurftu.
Ég man sem lítill drengur
hvað mér fannst hún ömmusyst-
ir mín merkileg kona, hún hafði
ferðast til ótal landa, setið á Al-
þingi, gefið út kennslubækur,
skrifað greinar í blöð og tímarit,
stundum var fjallað um hana í
fjölmiðlum og mér fannst eins og
allir á Íslandi þekktu hana.
Seinna komst ég svo að því að
nær allir þekktu hana enda hafði
hún kennt ótrúlegum fjölda fólks
og fengist við hin ýmsu verkefni.
Þegar ég sem unglingur fór að
fara til Reykjavíkur í heimsókn
fékk ég nær alltaf gistingu hjá
henni og oft vinir mínir með. Það
var svo þægilegt fyrir unga og
forvitna menn, sem vildu skoða
og upplifa borgina, að vera hjá
henni. Hún átti ákaflega auðvelt
með að setja sig í okkar spor og
var lítið fyrir boð og bönn heldur
treysti að við færum vel með það
frjálsræði sem hún gaf okkur,
það traust brutum við aldrei.
Þegar ég svo flutti í borgina til
að nema í Háskóla Íslands, kom
ekkert annað til greina en að ég
byggi hjá Dúnu og við bæði
ákaflega sátt við þann ráðahag.
Ég hef oft sagt að sjálfsagt
lærði ég meira af því að umgang-
ast og búa hjá henni heldur en
það sem ég nam í Háskólanum.
Við sátum oft tímunum saman
inni í stofu á kvöldin og spjöll-
uðum um daginn og veginn, oft-
ast sammála um hlutina en í þau
fáu skipti sem svo var ekki bár-
um við samt alltaf virðingu fyrir
skoðun hvort annars. Stundum
sat ég bara og hlustaði á frænku
mína, kennarann, miðla af
reynslu sinni og þekkingu.
Dúna var forstöðumaður
Námsflokka Reykjavíkur til
fjölda ára, í krefjandi starfi og
vinnudagarnir langir. Fór
snemma út á morgnana og kom
seint heim á kvöldin. Ósjaldan
hafði hún þá utan hefðbundins
vinnutíma verið að hjálpa fólki í
námi, fólki úr öllum stigum þjóð-
félagsins, Íslendingum sem út-
lendingum, en oftar en ekki þeim
sem minna máttu sín eða glímdu
við námsörðugleika og fæstir
höfðu trú á, nema hún. Kaupið
var oft lítið eða ekkert en það
var algjört aukaatriði, því fátt
gladdi hana meira en ef viðkom-
andi náði að standast próf eða
það sem að var stefnt, það voru
hennar laun.
Dúna var ákaflega stolt af
uppruna sínum, sínu fólki og af
því að vera Húnvetningur. Hún
talaði ávallt um að fara heim
þegar hún fór norður. Hún var
ákaflega greind manneskja, með
gott skopskyn og sterka réttlæt-
iskennd.
Nú hefur hún kvatt þennan
heim og er sjálfsagt farin að
nýta krafta sína í góðra þágu á
öðrum vettvangi. Ég er afar
þakklátur fyrir þær stundir sem
við áttum saman og kveð hana
með virðingu og söknuði.
Halldór Sigfússon.
Guðrún Halldórsdóttir var
þjóðfræðari í orðsins fyllstu
merkingu. Hún vildi hjálpa öll-
um til þess að þroskast og ná ár-
angri með því að afla sér alls
konar menntunar. Hún var laus
við allt menntasnobb, og í henn-
ar augum áttu allir jafn mikinn
rétt á skólagöngu og menntun án
tillits til bakgrunns eða efna-
hags. Hún skildi vel hversu mik-
ilvægt það var að kunna eitt-
hvert norrænt tungumál, fyrir
þjóð þar sem flestir sem fara til
útlanda til náms eða vinnu, flytja
til Norðurlanda.
Hún sýndi okkur í FNOS (Fé-
lagi norsku- og sænskukennara
á Íslandi) að hún vildi styðja við
bakið á námi í fögum, sem marg-
ir höfðu ekki mikinn skilning á
hvaða gagn væri að læra.
Kennsla í sænsku og norsku
hafði ekki haft fastan samastað,
þar til hún, sem forstöðumaður
Námsflokka Reykjavíkur, tók
við henni af mikilli velvild árið
1972. Hún stóð þétt með
sænsku- og norskukennslunni æ
síðan og gaf henni fastan punkt í
tilverunni í Miðbæjarskólanum
hjá Námsflokkum Reykjavíkur
þar til grunnskólakennslan flutti
í Tungumálaverið í Laugalækj-
arskóla.
FNOS vill með þessum orðum
þakka Guðrúnu fyrir alla þá vin-
semd, innblástur og stuðning
sem hún ávallt sýndi þeim sem
hjá henni voru.
FNOS (Félag norsku- og
sænskukennara á Íslandi).
Ingegerd Hedvig S. Narby.
Dugnaður, orka og hugprýði,
glettni, gleði og seigla var það
sem einkenndi persónu Ingu
systur ásamt mjög ljúfu við-
móti. Við systkinin vorum níu
og átta komust á legg. Stelp-
urnar voru þrjár og strákarnir
fimm. Hópurinn ólst upp við
þröng húsakynni en góðan fé-
lagsskap að Langeyrarvegi 12
en það hús byggðu foreldrar
okkar og þangað fluttum við inn
1926.
Inga systir byrjaði að vinna í
verslun og vann síðan við störf í
ýmsum mötuneytum og ferðað-
ist þá víða um land. Hún var
norður í Varmahlíð um tíma og
austur á Borgarfirði eystra. Í
mörg ár vann hún sem mat-
ráður á leikskólanum Hörðuvöll-
um í Hafnarfirði. Alls staðar
kom hún sér vel með sínu ljúfa
viðmóti. Starfsævinni lauk hún
við þjónustustörf á Hrafnistu í
Hafnarfirði og þar sem annars
staðar nýttust henni dugnaður-
inn, gleðin og ljúfa viðmótið
mjög vel.
Inga missti manninn sinn
Sveinbjörn Þorsteinsson eftir
Ingibjörg
Sigurðardóttir
✝ Ingibjörg S.Sigurðardóttir
fæddist í Hafn-
arfirði 25. desem-
ber 1925. Hún lést á
Landspítalanum í
Fossvogi 9. maí síð-
astliðinn.
Útför Ingibjarg-
ar var gerð frá
Hafnarfjarð-
arkirkju 16. maí
2012.
stutta sambúð og
þurfti því ein að sjá
fyrir og ala upp
syni þeirra fjóra og
þá var gott að hafa
næga orku og
seiglu í farteskinu.
Inga systir var
mjög listhneigð og
snillingur í höndun-
um. Margir fallegir
munir bæði gamlir
og nýir eru til eftir
hana hjá ættingjum og vinum
bæði saumaðir, málaðir og unnir
í gler. Á síðustu árum naut Inga
sín vel með konunum á Hjalla-
braut 33 við allskonar listsköp-
un allt þar til hún veiktist
skyndilega fyrir nokkrum vik-
um.
Þú stóðst í okkar hópi svo sterk og
mild og góð
og stuðning veittir mjúkri hendi þinni.
Af kærleiksríku hjarta þú lékst þinn
lífsins óð,
þér launar Guð af náð og gæsku
sinni.
(Ingibjörg Sumarliðadóttir.)
Að lokum viljum við systkini
hennar, mágkonur og mágur
þakka henni fyrir samveruna og
biðjum góðan Guð að blessa
fjölskyldur hennar.
Júlíus og Ásta, Ragnar
og Stella,
Ragnheiður, Egill.
Mig langar að minnast með
örfáum orðum hennar Ingu föð-
ursystur minnar. Það er alltaf
erfitt að kveðja og fá ekki leng-
ur að njóta samveru og návistar
þessarar ljúfu og traustu
frænku, sem hún var. Það var
alltaf jafngott að hitta hana og
spjalla um lífið og tilveruna, fá
líka tilsögn um eitt og annað.
Þegar ég var barn fékk ég oft
að gista á yndislegu heimili
hennar Sveinbjörns og strák-
anna þeirra, þar sem dekrað var
við mig, því gleymi ég seint.
Sveinbjörn sinn fékk hún ekki
að hafa lengi því hann dó langt
um aldur fram. Eftir lát Svein-
björns kom Inga í vinnu á Dag-
heimilið Hörðuvöllum og unnum
við saman í nokkur ár þar sem
hún var í eldhúsinu. Starfsfólk
og börn fengu líka að njóta
nærveru hennar. Þarna fékk ég
gott tækifæri til að kynnast
henni enn betur og naut þess að
sjá hversu vandvirk og frábær
hún var.
Ég lærði margt af henni sem
ég bý enn að og verður geymt í
minningunni. Inga var mikil
hannyrðakona og dáðist ég oft
að þessu fallega handbragði
sem var ótrúlegt það var sama
hvað hún gerði allt lék í hönd-
unum á henni var bæði glæsi-
legt og vel unnið. Ég hef oft
óskað ég hefði þetta fallega
handbragð. Fjölskylda hennar á
margar minningar um handverk
hennar.
Inga var mikil fjölskyldukona
og naut þess vel að vera með
sinni fjölskyldu og stórfjölskyld-
unni allri. Ég tel mig svo
heppna að eiga þessa frábæru
föðurfjölskyldu þar sem kær-
leikur og samheldni er mikil.
Inga var ekki bara frænka í
mínum huga hún var einnig góð
vinkona sem alltaf var hægt að
leita til.
Ég kveð með söknuði eina af
mínum dýrmætustu perlum. Bið
ég góðan Guð að halda utan um
fjölskylduna alla og gefa þeim
styrk á sorgarstund. Blessuð sé
minning Ingu frænku minnar.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
…
(Vald. Briem.)
Guðrún Júlíusdóttir (Rúrý.)
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
KARITAS JÓNA FINNBOGADÓTTIR,
Sunnubraut 18,
Keflavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Hlévangi Keflavík
sunnudaginn 20. maí.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Þórdís Kristjánsdóttir,
Laufey Kristjánsdóttir,
Ingibjörg Kristjánsdóttir,
Hildur Björk Gunnarsdóttir
og fjölskyldur.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
ÁSBJÖRN PÉTURSSON
prentari,
lést á Landspítalanum laugardaginn 19. maí.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Jóhanna Sigurjónsdóttir,
Pétur Ásbjörnsson, Lára Borg Ásmundsdóttir,
Guðlaug Ásbjörnsdóttir, Birgir Ásgeirsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær faðir minn, tengdafaðir og afi,
MÁR HALLGRÍMSSON,
lést á Landspítala í Fossvogi sunnudaginn
20. maí.
Útför verður gerð frá Grafarvogskirkju
miðvikudaginn 30. maí kl. 13.00.
Sigríður Másdóttir, Gunnar Auðólfsson,
Auðólfur Már Gunnarsson,
Árni Karl Gunnarsson,
Ásgeir Hrafn Gunnarsson.
✝
Hjartkær maður minn, faðir okkar, afi,
tengdafaðir, tengdasonur og bróðir,
RAGNAR HÖSKULDSSON,
Hátúni 7,
Reykjavík,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans laugar-
daginn 19. maí.
Fyrir hönd aðstandenda,
Guðrún Gunnarsdóttir,
Anita Ragnarsdóttir, Pétur Örn Pétursson,
Ragnar Haraldsson,
Lára Rún Ragnarsdóttir.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og lang-
afi,
GÚSTAV MAGNÚS SIEMSEN,
Skaftahlíð 34,
Reykjavík,
sem lést miðvikudaginn 16. maí, verður
jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtu-
daginn 24. maí kl. 13.00.
Kristín Siemsen, Ásbjörn Sigurgeirsson,
Ólöf Guðfinna Siemsen, Baldur Bjartmarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengda-
faðir og afi,
GUÐJÓN SIGURKARLSSON
læknir,
Grænumörk 2,
Selfossi,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands laugar-
daginn 19. maí
Útförin fer fram frá Selfosskirkju laugardaginn 26. maí
kl. 14.30.
Unnur Baldvinsdóttir,
Sigríður Birna Guðjónsdóttir, Björn Þórarinsson,
Guðborg Auður Guðjónsdóttir, Hermann Kristjánsson,
Unnur Birna Björnsdóttir,
Dagný Halla Björnsdóttir,
Auður Brá Hermannsdóttir,
Annalísa Hermannsdóttir.
✝
Elsku eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
ÓLAFUR S. OTTÓSSON,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
miðvikudaginn 16. maí.
Útför hans fer fram frá Neskirkju fimmtu-
daginn 24. maí kl. 13.00.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans
er bent á orgelsjóð Stykkishólmskirkju (0306-13-300336,
kt. 630269-0839) eða líknarfélög.
Steinunn Árnadóttir,
Ingibjörg Ólafsdóttir, Helgi R. Jósteinsson,
Kristín Ólafsdóttir, Davíð Sigurjónsson,
Erna Ólafsdóttir, Helgi Arnarson
og barnabörn.