Morgunblaðið - 22.05.2012, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.05.2012, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2012 Kristján Jónsson kjon@mbl.is Leiðtogar Atlantshafsbandalags- ins, NATO, sögðust í gær hafa tek- ið „óafturkallanlega ákvörðun“ um að fela stjórnvöldum í Afganistan á næsta ári yfirstjórn baráttunnar gegn talíbönum. Gert er ráð fyrir að síðustu erlendu hermennirnir yfirgefi landið fyrir árslok 2014, Kanadamenn og Hollendingar hafa þegar kallað heim hermenn sína og nýir ráðamenn í Frakklandi hyggj- ast gera það fyrir árslok. Barack Obama Bandaríkjafor- seti sagði eftir viðræður sínar við Hamid Karzai, forseta Afganist- ans, á sunnudag að stríðinu í Afg- anistan myndi í reynd ljúka 2014. Obama sagði í gær að Afganar myndu ekki verða hunsaðir eftir brottför erlenda liðsins. „Þegar Afganar ná sér aftur á strik munu þeir ekki verða einir á báti,“ sagði forsetinn. Anders Fogh Rasmussen, fram- kvæmdastjóri NATO, sagði að afg- anskir her- og lögreglumenn stýrðu þegar öryggisaðgerðum í helmingi landsins og myndu verða reiðubúnir að taka við hlutverkinu að fullu á næsta ári. „Valdatilfærsl- an [á næsta ári] merkir að íbúar í Afganistan munu í vaxandi mæli sjá eigin hermenn og lögreglu- menn tryggja öryggi í bæjum og þorpum,“ sagði Rasmussen. Deila bandarískra og pakist- anskra stjórnvalda um birgðaleiðir í Afganistan varpaði nokkrum skugga á NATO-fundinn sem hald- inn var í Chicaco í Bandaríkjunum. Einnig hafa verið átök milli lög- reglumanna og mótmælenda af ýmsu tagi og var búist við að þau héldu áfram í gær. Pakistanar lokuðu flutningaleið- unum inn í Afganistan í kjölfar bandarískrar loftárásar sem olli því að nokkrir pakistanskir her- menn féllu. Viðræður um opnun birgðaleiðanna hafa staðið yfir en þær hafa engan árangur borið. Fela Afgönum stjórnina  Barack Obama Bandaríkjaforseti heitir því að skilja þá ekki eftir á köldum klaka eftir brottför alls erlenda herliðsins sem fyrirhuguð er árið 2014 AFP Hlé David Cameron, Barack Obama, Angela Merkel og fleiri gáfu sér tíma frá fundum G-8 ríkjanna í Camp David til að fylgjast með vítaspyrnukeppninni í úrslitaleik Evrópukeppni félagsliða á laugardag. Viðbrögð Camerons benda til þess að að Chelsea hafi verið að skora. Óvinsælt stríð » Fram kemur í könnunum í Bandaríkjunum að aðeins 27% kjósenda styðja nú aðgerðirnar í Afganistan. » Margir stjórnmálaskýrendur eru hins vegar á því að herliði Karzais og manna hans muni ekki takast að sigra talíbana. » Fram kom í gær að NATO myndi ekki grípa til hernaðar til að stöðva óöldina í Sýrlandi. Baráttunni vegna forsetakosning- anna í Egyptalandi á morgun lauk formlega í gær og benda kannanir til þess að fjórir frambjóðendur séu lík- legastir til að verða meðal tveggja efstu. Ólíklegt er talið að nokkur sigri strax í fyrri umferð, þ.e. hljóti meira en helming atkvæða, og munu þá tveir efstu berjast í seinni um- ferðinni sem verður 16.-17. júní. Um er að ræða fyrstu frjálsu og lýðræðislegu kosningar til embættis- ins frá því að síðasta konunginum var steypt af stóli upp úr 1950. Um 50 milljónir manna eru á kjörskrá en kjörsókn var lítil í þingkosningum sem fram fóru í nokkrum áföngum í fyrra og eftir áramótin. Mohammed Mursi, forsetaefni öfl- ugustu samtaka íslamista, Bræðra- lags múslíma, er með langflest at- kvæði, um 106 þúsund, meðal þeirra borgara sem búa erlendis og hafa þegar greitt atkvæði. Næstur hon- um er Abul Fotouh, sem sagður er vera hófsamur íslamisti. Fjöldi Egypta býr og starfar í Sádi-Arabíu og víðar í heiminum. kjon@mbl.is Íslamistum spáð góðu gengi AFP Vongóður Veggspjöld með myndum af Mohammed Mursi, forsetaefni Bræðralags múslíma, í kosningabækistöð samtakanna í Kaíró.  Egyptar kjósa forseta á morgun Minnst 96 her- menn létu lífið og um 200 særðust þegar maður klæddur herbún- ingi sprengdi sig í Sanaa, höfuð- borg Jemens, í gær. Sprengingin varð í miðri her- fylkingu sem æfði fyrir skrúðgöngu í tilefni af af- mæli sameiningar norður- og suð- urhluta Jemens fyrir 22 árum. Varnarmálaráðherra landsins var viðstaddur æfinguna en slapp. Líklegt er talið að sprengjumað- urinn hafi verið liðsmaður deildar al-Qaeda í Jemen en herinn reynir þessa dagana að ganga á milli bols og höfuðs á henni. Árásin var sú blóðugasta síðan Abdrabuh Mansur Hadi, forseti, tók við völdum í febr- úar af Ali Abdullah Saleh, fyrrver- andi forseta. Hann ríkti með harðri hendi í meira en þrjá áratugi. kjon@mbl.is Abdrabuh Mansur Hadi JEMEN Nær 100 hermenn féllu í sprengju- tilræði í Sanaa Þjóðernissinninn Tomislav Niko- lic, sem sigraði í seinni umferð forsetakosning- anna í Serbíu á sunnudag, segir þjóðina munu halda áfram að reyna að fá aðild að Evrópusam- bandinu. Nikolic ávarpaði stuðningsmenn sína þegar sigurinn var í augsýn og sagði brýnt að bæta efnahag lands- manna og draga úr fátækt. „Við verðum að fjölga fæðingum, losna við mútuþægni og spillingu og eiga vini um allan heim,“ sagði hann. Nikolic fékk um 50,2% atkvæða en keppinautur hans, Boris Tadic, frá- farandi forseti, tæp 47%. kjon@mbl.is Nikolic vill að landið fái aðild að ESB SERBÍA Tomislav Nikolic Nethyl 2 110 Reykjavík Sími 568 1245 Sérfræðingar í líkamstjónarétti Veitum fría ráðgjöf fyrir tjónþola Pantaðu tíma: fyrirspurnir@skadi.is www.skadi.is Þ. Skorri Steingrímsson, Héraðsdóms- lögmaður Steingrímur Þormóðsson, Hæstaréttar- lögmaður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.