Morgunblaðið - 22.05.2012, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.05.2012, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2012 Fortíðin er gerð úr þeim minningum sem við kjósum að Björg Hákonía Hjartardóttir ✝ Björg HákoníaHjartardóttir fæddist í Neðri- Rauðsdal á Barða- strönd 8. mars 1937. Hún lést á Landspítalanum Fossvogi 6. maí síð- astliðinn. Útför Bjargar var gerð frá Linda- kirkju í Kópavogi 14. maí 2012. geyma. Miða við þær minningar var amma ótrúleg kona. Ég hef enga þörf til að auka hróður hennar í þessum minningarorðum, heldur vil ég segja frá ömmunni sem ég þekkti. Ég á bara skemmtilegar minn- ingar frá ömmu, frá öllum þeim skiptum sem við frændsystkinin gistum hjá henni. Í minningunni eru það litlu hlutirnir sem voru svo skemmtilegir og gerðu lífið svo áhugavert. Þegar ég hugsa um ömmu koma nokkrir hlutir upp í hugann: Blúbbglös, hryllings- myndir, pönnukökur, vettlingar og nammipotturinn. Amma og afi áttu flottustu glös í heimi. Þau voru há, mjó og þegar maður drakk úr þeim og lagði hratt niður heyrðist hátt blúbb. Þetta voru blúbbg- lösin okkar. Ég hef í seinni tíð leitað að svona blúbbglösum, en það eru engin jafn góð og blúbbglösin hjá ömmu og afa. Ég man þegar ég var bara 10 eða 11 ára og fékk ömmu til að leigja enn eina hryllings- mynd fyrir mig. Auðvitað þorði ég ekki að horfa á hana einn, svo amma þurfti að sitja með mér yfir ógeðslegri mynd. Amma sá aldrei alla myndina, hún sofnaði alltaf á milli, en þegar ég var hræddur þá vakti ég hana og hún horfði með mér í gegnum ógeðslegu hlut- ana. Ég man hvernig það var alltaf til nammi eða ís hjá ömmu og pönnukökurnar. Það var ekkert betra en að vakna hjá ömmu og finna lyktina af nýbökuðum pönnukökum. Hinn 31. ágúst 1997 ýtti amma við mér og hvíslaði: Díana prinsessa dó í nótt … og pönnukökurnar eru tilbúnar. Ég var 15 ára gamall og ennþá að gista hjá ömmu. Af því að hjá ömmu var ég alltaf barn og hún var alltaf amma. Þegar ég var lítill límdi ég puttana saman með límbandi, vísifingur og langatöng voru saman, baugfingur og litli putti. Þannig var ég bara með þrjá putta eins og skjaldbök- urnar í Turtles-teiknimyndun- um. Síðan bjó amma til vett- linga fyrir mig þar sem voru bara þrír puttar. Þetta eru án efa svölustu vettlingar í heim- inum. Ég var ekki nema 23 ára gamall þegar hún gerði þetta fyrir mig. Með ömmu var ég alltaf barn. Ég man þegar mamma skammaði okkur bæði í fjöl- skylduboði þegar ræðuhöld voru farin að dragast á lang- inn. Hún skammaði mig fyrir að vera að gretta mig og ömmu fyrir að hlæja að því og hvetja mig óbeint áfram. Ég var 28 ára þegar þetta var. Með ömmu var ég alltaf barn. Ég á fullt af minningum með ömmu, minningum sem ég mun alltaf geyma. Þegar maður gisti hjá henni og bjó til hús úr svefnsófanum, frá því þegar hún horfði á hryllingsmyndir með manni, bakaði pönnukökur eða flissaði yfir heimskulegu bröndurunum manns sem mömmu fannst bara barnalegir og óviðeigandi. Ég mun sakna blúbbglas- anna og fíflalátanna. Ég mun sakna kaffisins sem hún gerði extra sterkt fyrir mig þegar ég kom í heimsókn en var samt ekkert svo sterkt. Ég mun sakna hlátursins og gleðinnar. Ég mun alltaf sakna ömmu, en ég mun líka alltaf vera glað- ur yfir að hún hafi verið amma mín. Nói Kristinsson. Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Dýrahald Garðar Tökum garðinn í gegn! Klippingar, trjáfellingar, beða- hreinsanir, úðanir og allt annað sem við kemur garðinum þínum. Áratuga reynsla, skilvirk vinnubrögð og umfram allt hamingjusamir viðskiptavinir. 20% afsláttur eldri borgara. Garðaþjónustan: 772-0864. Gisting Gisting Akureyri Skógarhlíð 27, 601 Akureyri, 160 fm einbýlishús, 4 svefnherbergi. Að- staða fyrir ca. 13 manns. Leyfilegt að hafa hund í Skógarhlíð. Orlofshús við Akureyri með heitum potti. orlofshus.is Leó 897 5300 Sveitasetrin Kjós og Grímsá Fundir -móttökur -veislur Hentugt fyrir stóra sem smáa hópa Nánari upplýsingar Björn Þór s. 868 6008 www.hreggnasi.is Sumarhús Sumarhús - Gestahús - Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla - Endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892 3742 og 483 3693, www.tresmidjan.is Til sölu Blekhylki og tónerar í flestar gerðir prentara, 50-70% ódýrari, öll hylki framleidd af ORINK. Blekhylki.is, Fjarðargötu 11, Hafnarfirði, sími 517-0150. Kristals-hreinsisprey Hreinsisprey fyrir kristalsljósakrónur og kristal. Slóvak kristall, Dalvegi 16b, Kópavogi. S. 544 4331. Óska eftir KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR Kaupum allt gull. Kaupum silfur- borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar- leg viðskipti. Aðeins í verslun okk- ar Laugavegi 61. Jón og Óskar, jonogoskar.is - s. 552-4910. KAUPI GULL! Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða- meistari, kaupi gull, gullpeninga og gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns og fáið góð ráð. Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000 eða komið í Pósthússtræti 13 (við Austurvöll). Verið velkomin. Bókhald FÁÐU RÁÐGJAFA Í HEIMSÓKN - FRÍTT BETRI REKSTUR, bókhald og rekstrar- ráðgjöf, sími 77 50 200 og 519 7585, www.betrirekstur.is. Þjónusta Nú er rétti tíminn fyrir trjáklippingar og fellingar Látið fagmenn okkar nostra við garðinn þinn. Öll almenn garðþjónusta á einum stað. 577 4444 www.gardalfar.is Bílastæðamálun malbiksviðgerðir og vélsópun, 551 4000 & 690 8000 www.verktak.is Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 6600230 og 5611122. Ýmislegt Teg. 99117 - Mjúkir og þægilegir dömusandalar úr leðri. Litir: Svart og grátt. Stærðir: 36-42. Verð: 15.685. Teg. 99114 - Mjúkir og þægilegir dömusandalar úr leðri. Litir: Blátt og rautt. Stærðir: 36-42. Verð: 15.685. Teg. 99121 - Mjúkir og þægilegir dömusandalar úr leðri. Litir: Grátt og rautt. Stærðir: 36-42. Verð: 15.685. Teg. 6910 - Mjúkir og þægilegir dömusandalar úr leðri. Litir: Rautt og beige. Stærðir: 36-42. Verð: 12.685. Teg. 99122 - Mjúkir og þægilegir dömusandalar úr leðri. Litir: Hvítt, svart og brúnt. Stærðir: 36-42. Verð: 15.685. Teg. 99120 Mjúkir og þægilegir dömusandalar úr leðri. Litir: Rautt, svart og grátt. Stærðir: 36-42. Verð: 15.685. Teg. 99112 - Mjúkir og þægilegir dömusandalar úr leðri. Litur: Brúnt. Stærðir: 36-42. Verð: 15.685. Teg. 773 - Mjúkir og þægilegir dömusandalar úr leðri. Litir: Grátt og rautt. Stærðir: 36-42. Verð: 14.950. Teg. 701 - Mjúkir og þægilegir dömusandalar úr leðri. Litir: Grátt og hvítt. Stærðir: 37-42. Verð: 15.950. Komdu og líttu á úrvalið hjá okkur! Sími 551 2070. Opið: mán. - fös. 10 - 18. laugardaga 10 - 14 Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.mistyskor.is Erum einnig á Facebook. Bílar Nissan Patrol árg. 2000 til sölu Nissan Patrol 2,8 L. TD Elegance, 35” breyttur, árg. 2000 til sölu. Verð 1.350, eða besta tilboð. Frábær 7 manna ferðabíll. Í frábæru standi. Skoðaður ´13. Allar nánari upplýsingar góðfúslega veittar í síma 820 3087. Bílaþjónusta Hjólbarðar Kebek - Nama heilsársdekk Pakkatilboð 4 dekk + vinna 185/55 R 14 kr. 59.600 195/65 R 15 kr 54.400 205/65 R 16 kr. 71.000 215/55 R 16 kr. 75.400 205/50 R 17 kr. 75.600 215/55 R 17 kr. 82.400 235/45 R 17 kr. 85.560 225/55 R 17 kr. 95.600 225/65 R 17 kr. 97.160 Kaldasel ehf., Dalvegi 16 b, 201 Kópavogi, s. 544 4333. Traktorsdekk rýmingarsala 11.2-24 kr. 35.900. 14.9-24 kr. 49.900. 13.6-24 (1 stk.) kr. 49.900. 12.4- 24 kr. 49.900. Kaldasel ehf., Dalvegi 16 b, Kópavogi, s. 544 4333. Tilboð á dekkjum 155 R 12 kr. 6.900. 135 R 13 kr. 5900. 165 R 13 kr. 6.900. 155 R 13 kr. 7.900. 165/70 R 13 kr. 7.900. 185/70 R 13 kr. 7900. Kaldasel ehf., Dalvegur 16 b, Kópavogi, s. 544 4333. Blacklion sumardekk - pakkatilboð 195/65 R 15 kr. 52.900. 205/55 R 16 kr. 63.000. 4 dekk + vinna. Kaldasel ehf. dekkjaverkstæði (á móti Kosti), Dalvegi 16 b Kópavogi, s. 544 4333. Rýmingarsala á vörubíladekkjum 315/80 R 22.5 75.000 + vsk. 13 R 22.5 kr. 39.500 + vsk. 12 R 22.5 kr. 39.500 + vsk. 11 R 22.5 kr. 36.600 + vsk. 425/65 R 22.5 kr.78.885 + vsk. 1100 R 20 kr. 39.500 + vsk. 1200 R 20 kr. 39.500 + vsk. 205/75 R 17 kr. 23.745 + vsk. 8.5 R 17.5 kr. 34.900 + vsk. .Kaldasel ehf. hjólbarðaverkstæði Dalvegi 16 b, Kópavogi, s. 544 4333. Ökukennsla Kenni á BMW 116i Snorri Bjarnason, sími 892 1451. Bilaskoli.is Húsviðhald Hreinsa þakrennur, laga ryðbletti, hreinsa garða og tek að mér ýmis smærri verkefni. Sími 847 8704, manninn@hotmail.com Standard poodle-hvolpar til sölu Tilbúnir til afhendingar, ættbók frá HRFÍ, líf- og sjúkdómatrygging frá VÍS. Frekari upplýsingar á www.poodle.is og í síma 866 4747.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.