Morgunblaðið - 22.05.2012, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 22.05.2012, Blaðsíða 36
36 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2012 „Það eru allir rosaglaðir og kátir, búnir að æfa helling. Hópurinn ætl- ar að taka þetta af alvöru og það er enginn kvíðinn fyrir þessu. Sviðið er þannig að það er frekar vinalegt að koma inn á það. Það er minna en sviðið í Hörpu, sviðsgólfið sjálft en svo er náttúrlega bakgrunnurinn gríðarlega mikill. Öllum líður vel á sviðinu,“ segir Jónatan Garðarsson, fararstjóri íslenska Evróvisjón- hópsins. Eins og allir Evróvisjón- aðdáendur vita fer fyrri hluti und- ankeppni Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fram í kvöld í Baku í Aserbaídsjan. Greta Salóme Stef- ánsdóttir og Jón Jósep Snæbjörns- son flytja þá framlag Íslands, „Nev- er Forget“, ásamt bakröddum en bein útsending frá keppninni hefst kl. 19 á RÚV. Blaðamaður ræddi stuttlega við Jónatan og Gretu í gær. Gangar hótelsins vel nýttir – Hvað er búið að æfa atriðið oft? „Við erum búin að æfa stanslaust á hverju degi frá því við komum út. Við fórum fyrst yfir þetta á sviði sunnudaginn eftir að við komum út og svo aftur á fimmtudeginum, þá gátum við rennt fjórum sinnum í gegnum lagið í hvort skipti og lagað staðsetningar, myndvinnslu og allt það. Svo erum við búin að æfa á hverjum einasta degi á hótelinu, gangarnir nýtast vel. Það eru sjö eða átta lönd á okkar hóteli og það eru allir gangar fullir af fólki að æfa,“ segir Jónatan en hann hefur verið fararstjóri íslensku Evr- óvisjónhópanna frá árinu 2001, að tveimur árum undanskildum. Spurð- ur að því hvernig skipulagið í kring- um keppnina í Aserbaídsjan sé, í samanburði við Þýskaland í fyrra, segir Jónatan að það sé lausara í reipunum. Öryggisgæslan sé þó miklu meiri í Baku. „Það er aldrei lognmolla hjá ís- lenska hópnum, það er alltaf gaman hjá okkur. Upphitanirnar eru meira að segja brjálað stuð,“ segir Greta Salóme og hlær. En ætli hún sé ekki orðin leið á því að syngja lagið? „Nei, ég hef ekki orðið leið á þessu ennþá, það er merkilegt. Ég hef náttúrlega verið að vinna með þetta lag síðan 2010. Það hefur verið svo mikil þróun í þessu frá byrjun.“ helgisnaer@mbl.is „Það er alltaf gaman hjá okkur“  Enginn sviðsskrekkur er í íslenska Evróvisjónhópnum í Baku  Þrotlausar æfingar að baki  Mikil öryggisgæsla í borginni  Skipulag mun lausara í reipunum en hjá Þjóðverjum í fyrra Stuð Íslenski hópurinn syngur „Never Forget“ við komuna í opnunarveislu Evróvisjón í Baku, laugardaginn sl. 18 lög verða flutt í kvöld í fyrri undankepnni Evróvisjón. Fyrsta lagið sem flutt verður í kvöld er frá Svartfjallalandi, „Euro Neuro“ en það flytur Rambo Amadeus. Íslenski hóp- urinn fer á svið að því loknu og flytur „Never Forget“, eða „Mundu eftir mér“ og þvínæst kemur Grikkland, Eleftheria Eleftheriou flytur lagið „Aphrodisiac“. Þá koma, í réttri röð, Lettland, Albanía, Rúmenía, Sviss, Belgía, Finn- land, Ísrael, San Marínó, Kýp- ur, Danmörk, Rússland, Ung- verjaland, Austurríki og Moldóva. Írland rekur svo lest- ina með dúettnum Jedward sem flytur lagið „Waterline“. Ísland annað í röðinni SYNGJA Á EFTIR RAMBO Robin Gibb lést í fyrradag, 62 ára að aldri. Gibb var einn meðlima hinnar gríðarvinsælu hljómsveitar Bee Gees. Hann háði baráttu við krabbamein í ristli og lifur undir lok ævi sinnar og lést af völdum sjúkdómsins. Gibb ræddi fyrst um veikindi sín opinberlega í janúar og sagði þá að meðferðin við krabba- meininu gengi vel. Gibb var fluttur á spítala fyrir tveimur árum og var skorinn upp við garnaflækju en garnaflækja dró bróður hans og annan liðsmann Bee Gees, Maurice, til bana fyrir níu árum. Þriðji bróð- irinn, Andy, lést árið 1988 en hann var ekki í Bee Gees. Fjórði bróð- irinn, Barry Gibb, er á lífi. Barry, Maurice og Robin stofn- uðu Bee Gees árið 1958 og sló hljómsveitin í gegn áratug síðar. Vinsældir Bee Gees náðu hámarki á tímum diskótónlistarinnar á átt- unda áratugnum. Allur Robin Gibb lést af völdum krabba- meins í fyrradag, 62 ára að aldri. Söngvarinn Robin Gibb látinn LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar HHHH - T.V. Séð og MEN IN BLACK 3 MIÐNÆTURSÝNING Sýnd kl. 24 THE DICTATOR Sýnd kl. 6 - 8 - 10 THE FIVE YEAR ENGAGEMENT Sýnd kl. 8 THE RAID Sýnd kl. 10:25 THE AVENGERS 3D Sýnd kl. 7 - 10 LORAX 3D ÍSL TAL Sýnd kl. 6 BRÁÐSKEMMTILEG MYND FRÁ FRAMLEIÐENDA BRIDESMAIDS OG LEIKSTJÓRA FORGETTING SARAH MARSHALL SPREN GHLÆ GILEG MYND FRÁ ÞEIM SEM FÆRÐI OKKUR BORAT KEMUR EIN FYNDNASTA MYND ÁRSINS ÞAR SEM SASHA BARON COHEN FER Á KOSTUM Í HLUTVERKI KLIKKAÐASTA EINRÆÐISHERRA ALLRA TÍMA MEN IN BLACK 3 WILL SSMITH TOMMY LEE JONES JOSH BROLIN MIÐNÆTUR – FORSÝNING -bara lúxus sími 553 2075Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR Þriðjudagstilboð Þriðjudagstilboð STÆRSTA OFURHETJU- MYND ALLRA TÍMA HHHH - J.C. Total HHHH - J.C. Variety HHHH - T.M. Hollywood Þriðjudagstilboð Þriðjudagstilboð Þriðjudagstilboð TILBOÐSDAGUR TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR TILBOÐ Á ALLAR MYNDIR ATH GILDIR EKKI Á ÍSLENSKAR MYNDIR –BARA LÚXUS www.laugarasbio.is ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ GILDA EKKI Í BORGARBÍÓI SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.IS GLERAUGU SELD SÉR 5% BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS MIB 3 3D FORSÝNING KL. 23:59 10 THE DICTATOR KL. 4 - 6 - 8 - 10 12 THE DICTATOR LÚXUS KL. 4 - 6 - 8 - 10 12 THE FIVE YEAR ENGAGEMENT KL. 8 - 10.40 12 LOCKOUT KL. 8 12 HOW I SPENT MY SUMMER VACATION KL. 10.10 16 21 JUMP STREET KL. 5.40 - 8 - 10.30 14 MIRROR MIRROR KL. 3.30 L LORAX – ÍSLENSKT TAL 2D KL. 3.30 - 5.45 L HUNGER GAMES KL. 5 12 - T.V., KVIKMYNDIR.IS THE DICTATOR KL. 6 - 8 - 10 12 THE 5 YEAR ENGAGEMENT KL. 5.45 - 8 12 LOCKOUT KL. 10.15 12 - V.J.V., SVARTHÖFÐI.IS LOKAÐ 18. - 23. MAÍ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.