Morgunblaðið - 22.05.2012, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.05.2012, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2012 Írska lágfar- gjaldaflug- félagið Ryanair hagnaðist um 503 milljónir evra, 82 millj- arða króna, á síðasta rekstr- arári sem lauk þann 31. mars sl. Er það aukn- ing um 25% milli ára og besta ár í rekstri fé- lagsins. Tekjur Ryanair jukust um 19% á milli ára og voru 4,33 milljarðar evra. Farþegum fjölgaði um 5% og voru 76 milljónir talsins. Meðalfargjöld hækkuðu um 16% á tímabilinu á sama tíma og elds- neytisverð hækkaði um 30%. Hagnað- ur hjá Ryanair Michael O’Leary, forstjóri Ryanair.  Jókst um 25% Fransk-hollenska flugfélagið Air France-KLM hyggst segja upp 5.000 starfsmönnum á næstu þremr árum. Franska blaðið Le Figaro greinir frá þessu. Þar segir að stjórn flugfélagsins reikni með því að um 800 starfs- menn muni láta af störfum sökum aldurs á þessum tíma, en það muni einnig bjóðast til að semja við þá sem séu reiðubúinir að láta sjálf- viljugir af störfum. La Tribune segir að Air France- KLM sé reiðbúið að gera slíkan samning við hátt í 3.000 starfs- menn. Talsmaður flugfélagins segir að samningaviðræður standi nú yfir við stéttarfélög sem snúist um að finna leiðir til að draga úr kostn- aði. „Menn hafa áhyggjur af fjár- hagsstöðu Air France, sérstaklega í ljósi samkeppnisstöðunnar,“ seg- ir talsmaður flugfélagsins í sam- tali við AFP. Uppsagnir hjá Air France? Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Sértryggð skuldabréf Arion banka hf., ARION CB 15, voru tekin til við- skipta í Kauphöll Íslands (NASDAQ OMX Iceland hf.) í gær. Fram kem- ur í tilkynningu frá bankanum að skuldabréfin séu annar flokkurinn sem gefinn sé út undir sértryggðum skuldabréfaramma Arion banka hf. dagsettum 9. febrúar 2012. Þá segir að heildarútgáfa skulda- bréfaflokksins sé 1.320.000.000 að nafnvirði, bréfin beri 6,50% óverð- tryggða vexti og séu með lokagjald- daga 16. maí 2015. „Arion banki hf. hefur samið við MP banka hf. um viðskiptavakt með skuldabréfin. MP banki hf. mun dag- lega setja fram kaup- og sölutilboð í viðskiptakerfi NASDAQ OMX Ice- land hf. sem nema að lágmarki 20.000.000 kr. að nafnvirði á gengi sem MP banki ákveður í hvert skipti. Munur á kaup- og sölutilboði er að hámarki 1%. Heildarfjárhæð tilboða sem MP banki er skuldbundinn til að setja fram á degi hverjum er 60.000.000 kr.,“ segir í tilkynning- unni frá Arion banka sem send var út í gær. Tryggari fjárfestingarkostur Aðspurður hver sé munurinn á sértryggðum skuldabréfum og þeim sem séu ekki sértryggð segir Har- aldur Guðni Eiðsson, upplýsinga- fulltrúi Arion banka, að það þýði að bakvið sértryggð skuldabréf séu íbúðalán sem geri þetta áhugaverð- ari og um margt tryggari fjárfest- ingarkost. „Þetta er að vissu leyti sambærilegt því að hafa veð í útlán- um,“ segir Haraldur Guðni. „Þetta er liður í aukinni fjöl- breytni í fjármögnun bankans. Þessi útgáfa núna er óverðtryggð og er fyrsta slíka útgáfa fjármálastofnun- ar hér á landi.“ Fjárfestar hafa vana- lega viljað hafa verðtrygginguna en nýlegt útboð Arion banka á óverð- tryggðum sértryggðum skuldabréf- um tókst vel. Ekki var samt búist við mikilli hreyfingu á bréfunum þegar þau voru tekin til viðskipta þar sem ætla má að fjárfestar sem þátt tóku í útboðinu muni vilja sitja á þessari fjárfestingu um nokkurt skeið að minnsta kosti. Morgunblaðið/Kristinn Arion banki Nú er verið að auka fjölbreytni í fjármögnun bankans með sér- tryggðum skuldabréfum, en þau voru tekin til viðskipta í gær. Fjölbreytni auk- in í fjármögnun  Viðskipti með sértryggð skuldabréf - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is ...þú leitar og finnur Heimskort svart matt 110x65cm kr.9.900-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.