Morgunblaðið - 22.05.2012, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 22.05.2012, Qupperneq 21
21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2012 Félagar Vel fór á með þeim Gylfa Arnbjörnssyni, forseta ASÍ, og Ásmundi Stefánssyni, fyrrv. forseta ASÍ, á ráðstefnu um framtíð lífeyrismála á Íslandi á Grand Hóteli í Reykjavík í gær. Styrmir Kári Háttvirti herra aðalritstjóri. Í ritstjórnargrein yðar hinn 14. maí sakið þér sendi- herra Evrópusambandsins um að blanda sér í innanrík- ismál Íslands og brjóta þannig gegn umboði sínu sem erlendur sendimaður. Sem sendiherra ESB-ríkisins Þýskalands, sem í nafni náinnar vináttu við Ísland hef- ur frá upphafi stutt umsókn Íslands um aðild að Evr- ópusambandinu, furða ég mig mjög á þessari órök- studdu fullyrðingu. Að slík ásökun skuli koma frá ritstjórn virts dagblaðs í sjálfsöruggu lýðræðisríki eins og Íslandi sem er nátengt ESB, m.a. með aðild sinni að EES, gerir hana þeim mun óskiljanlegri og fjand- samlegri. Erindreki ESB uppfyllir upplýsingaskyldu sína hér á Íslandi í einu og öllu í samræmi við embætt- isstöðu sína eins og hver annar erlendur sendifulltrúi. Þar til heyrir einnig opinbert fyrirlestrahald og um- ræðufundir um ESB og aðildarviðræðurnar. Þeim Ís- lendingum, sem vilja taka þátt í þessum fundum á að veitast tækifæri til að fræðast, bera fram gagnrýnar spurningar og ræða þær við fulltrúa ESB til þess að geta metið kosti og galla aðildar og tekið ákvörðun sína þegar kemur að hinni áformuðu þjóðaratkvæðagreiðslu um væntanlegan aðildarsamning. ESB er hlynnt op- inskárri upplýsingagjöf og umræðu. Þetta sannreyndi ég í Iðnó hér í Reykjavík hinn 8. maí sl., þegar Timo Summa sendiherra svaraði spurningum íslenskra áheyrenda í klukkutíma og lét ekki hinn minnsta vafa leika á því að Íslendingar einir ráða úrslitum um, hvort af inngöngu landsins í ESB verður eður ei. Hið sama á við um Evrópustofuna. Á heimasíðu hennar á netinu má reyndar finna krækjur á heimasíður samtaka sem hafna inngöngu Íslands í ESB. Ásökunin um afskipti af innanríkismálum er röng þegar af þeirri ástæðu, að aðildarviðræðurnar eru ekki innanríkismál, heldur hluti af utanríkisstefnu bæði Ís- lendinga og ESB. Hvor samningsaðili um sig hefur rétt til þess að dreifa upplýsingum um sig og samninga- viðræðurnar. Sérhverjum borgara er frjálst að kanna þær og meta með gagnrýnum huga. Fjölmiðlar með ábyrgðartilfinningu geta gegnt þar mjög mikilvægu hlutverki með því að upplýsa um staðreyndir, greina þær og gera athugasemdir við. Ég hef aldrei fyrr upp- lifað það að fjölmiðill í lýðræðisríki hafi krafist þess af ríkisstjórn „sinni“, að hún takmarki eða meini fulltrúa ESB, samtaka lýðræðisríkja, að tjá sig á opinberum vettvangi. Íslenskir borgarar eiga skilda mikla virð- ingu, en ekki forsjárhyggju. Samanburður við t.d. Bandaríkin í ritstjórnargreininni er fráleitur. Í samn- ingaviðræðum Íslands og ESB er ekki um að ræða sameiningu við annað ríki með uppgjöf eigin þjóðernis, heldur aðild að lýðræðislegum samtökum fullvalda lýð- ræðisríkja, sem taka sameiginlegar ákvarðanir um sam- eiginleg mál og koma einnig fram sameiginlega á al- þjóðavettvangi. Efter Hermann Sausen Höfundur er sendiherra Þýskalands í Reykjavík. Opið bréf Samtök atvinnulífsins boðuðu til morgunfundar um gjaldeyrishöftin í síðustu viku og hvernig mætti losna við þau sem fyrst. Um margt var þetta góður fund- ur og erindin vöktu athygli. Þarna voru m.a. Vilhjálmur Egilsson, Ólöf Nordal, Frið- rik Már Baldursson og Árni Páll Árnason peninga- málaráðherra þjóðarinnar eftir hrun, þar til hann var settur út úr ríkisstjórninni. Árni Páll boð- aði, ,,að saman gengjum við út úr höft- unum“, gott og vel. Hann er þó andstaða við forsætisráðherra sem vill fara í gegn- um öll mál á hnefanum. Allar fannst mér hans lausnir þó miðaðar við að hin fallandi mynt ESB-evran væri lausnin. Og að hvergi mætti fremur en í Icesave styggja nokkurn útlending þó eitt þúsund millj- arðar séu hér í aflandskrónum og jökla- bréfum, annar helmingur í Seðlabank- anum, hinn í bankakerfinu á háum vöxtum Íslendinga,vel haldið fé. Þessir peningar ,,braskaranna“, eða at- hafnamannanna erlendu, eru sem sé á hæstu vöxtum og vilja út. Ég áttaði mig á að bæði gjaldeyrishöftin og skuldavandi heimilanna er í pattstöðu af sömu ástæðu, peningavaldið vill ekki lausnirnar sem leysa bæði mál. Gerum ESB tilboð. Franski forsetinn Hollande flaug beint á fund Angelu Mer- kel til að ræða stærsta efnahagsvanda ESB og örugglega um framtíð evrunnar lifir hún eða deyr? Ríkisstjórn sem heldur enn í það haldreipi að björgun okkar liggi í því að gerast aðilar að ESB er bæði blind og heyrnarlaus. Hvað ætli Angela myndi segja ef við byðum ESB til láns um sinn okkar efnahagsráðgjafa úr Háskólunum og Seðla-bankanum til að koma viti í málin innan ESB? Þeir væru flottir þar, Árni Páll af hálfu ríkisstjórnarinnar og Þór Saari, til að forða ESB vantrausti en Gylfi Magnússon, Þórólfur Matthíasson og Þor- valdur Gylfason af hálfu fræðimanna, svo og álitsgjafinn og stjórnmálafræðingurinn Gunnar Helgi Kristinsson sem hlutlaus skuldirnar sitja fastar í hinni. Launin rýrna í hverjum mánuði en verðtryggð króna varin af aðilum vinnumarkaðarins fitar sitt fé á meðan launþeginn sefur. Ég hef enga sérstaka samúð með fé út- lendinganna, þessum þúsund milljörðum sem hingað komu til að græða á vitleys- unni. Það hafa hinsvegar Árni Páll og ESB-sinnarnir. Þá peninga má borga vaxtalaust á fimmtíu árum til baka og er það ein leiðin út úr gjaldeyrishöftunum. Hin leiðin er auðvitað að auka framleiðsl- una í landinu, gjaldeyristekjur þjóð- arinnar. Kannski eiga þessir útlendingar nú tvo af þremur bönkum, enginn veit hverjir eru eigendur þeirra. Og fyrir þá var eigin-fjárhlutfallið hækkað úr 8% í 16% til að loka peningana inni og safna þeim saman til útflutnings. Icesave- skuldir einkabanka og óreiðumanna væru á okkar herðum ef forsetinn Ólafur Ragn- ar Grímsson hefði ekki haft þann kjark að vísa vondum samningum til þjóðarinnar í tvígang. Þjóðin felldi báða samningana en enn berjast Íslendingar við að fá að borga Icesave. Ég ætlast ekki til að lífeyrissjóðakerfið sé rústað eða eyðilagt en skuldir fólks og fyrirtækja kalla á lausnir. Gjaldeyrishöftin verða að fara og á þeim er hægt að taka eins og þjóðin gerði í Icesave. Fjárhirðar lífeyrissjóðanna kunna með fé að fara þeir skorast varla undan trausti og verða að koma að borðinu með stjórnvöldum vegna þess að hagur heimilanna brennur. Allt getur nefnilega farið á versta veg ef við ekki göngum saman og tökum öll á saman, það er sannleikurinn. Og var það eina rétta í máli formannsefnis Samfylking- arinnar, Árna Páls, á fundinum. skýrandi. Líklega myndi ESB falla frá öllum mála- ferlum gegn Íslandi í þakk- lætisskyni bæði í Icesave og makríl fyrir mikla efnahags- aðstoð. Peningavaldið gilt Þar sem menn atvinnulífs- ins og ASÍ eru samankomnir finnur maður gjarnan lykt- ina af peningavaldinu, þeim sem ráða för í átakamálum samtímans. Þeir eru menn- irnir sem standa gegn af- námi verðtryggingar af því að fé lífeyrissjóðanna er stríðalið. Það má ekki snerta hár á höfði lífeyrissjóðanna enda hafa þeir aukið forða sinn um fjögur til fimm hundruð milljarða frá hruni með- an aumingja heimilin hafa aukið skuldir sínar um tvö hundruð milljarða. Og vísital- an hækkar skuldirnar við hverja vitlausa ákvörðun og gagnslausa vaxtahækkun Seðlabankans. Foringinn Gylfi Arnbjörnsson stýrði fyrstu nefndinni um skuldavanda heim- ilanna og lagðist gegn öllum leiðréttingum og niðurfellingum, forsætisráðherra vor laut þeim úrskurði og Alþingi stjórnarlið- anna hefur í fjórða sinn komist að sömu niðurstöðu að ekkert sé hægt að gera fyrir heimilin. Ég fór yfir það á þessum fundi að á þessu harða vori væru það aðeins ,,Ær lífeyrissjóðanna sem kæmu vel undan vetri, vel fóðraðar, tví- og þrílembdar, meðan ær annarra væru einlembdar eða geldar.“ ,,Peningamálaráðherrann“, fyrrverandi tók til varnar og talaði eins og hann væri lífeyrissjóðirnir og hann hefði varið þá fyr- ir höggormunum og Helgi Magnússon varð hálfu verri yfir dónaskap mínum og bar fyrir sig að fólkið og heimilin ættu sjóðina. En ég benti á að hin hlið heim- ilanna væri að hruni komin, húsin að tap- ast og lítt dygðu eignir sem aðrir réðu yfir og mér sýndist að væru gróðaleið fjárfest- inga og hárra launa þeirra sem þeim stjórnuðu. Tökum á saman. Við skulum átta okkur á að það eru tvær krónur, tvær myntir, í gangi í landinu, önnur verðtryggð, hin óverðtryggð. Launin eru greidd í annarri, Eftir Guðna Ágústsson » Þar sem menn atvinnu- lífsins og ASÍ eru sam- ankomnir finnur maður gjarnan lyktina af pen- ingavaldinu, þeim sem ráða för í átakamálum samtímans. Guðni Ágústsson Höfundur er fyrrv. alþm og ráðherra. Hvar stendur skulda- vandi heimilanna fastur?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.