Morgunblaðið - 22.05.2012, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 22.05.2012, Blaðsíða 40
ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 143. DAGUR ÁRSINS 2012 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Hrapaði þegar bandið slitnaði 2. Verðirnir létu höggin dynja 3. Robin Gibb látinn 4. Verða kynnt fyrir drottningunni »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Vefurinn TrekMovie greinir frá því að tökur fyrir næstu Star Trek- kvikmynd fari fram hér á landi. Eng- inn aðalleikara hennar muni koma til landsins en hugsanlega leikstjórinn, JJ Abrams, sem gerði síðustu mynd. Atriði fyrir Star Trek verða tekin á Íslandi  Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi, hefur undanfarna daga kynnt nýjustu kvikmyndina um ævintýri sín, Al- gjör Sveppi og töfraskápurinn, á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Can- nes, ásamt leikstjóra og framleið- anda myndarinnar, Braga Þór Hin- rikssyni. Sveppi kynnir kvikmynd í Cannes  Sigur Rós fékk 12 listamenn, m.a. John Cameron Mitchell og Ragnar Kjartansson, til þess að gera stuttar myndir út frá lögum væntanlegrar plötu sveitarinnar, Valt- ara, og höfðu þeir frjálsar hendur. Fyrsta myndin, eftir Ragnar, við lagið „Ég anda“, var frum- sýnd í gær á vef hljómsveit- arinnar, sig- ur-ros.co.uk. Stuttar myndir unnar út frá lögum Valtara Á miðvikudag Suðaustan og sunnan 5-13 m/s og rigning eða súld, en þurrt að kalla á norðaustanlands. Hiti 8 til 12 stig, en 12 til 18 á norðaustanverðu landinu. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austlæg átt, 2-13 m/s, víða rigning eða súld vestan- og sunnanlands, en þurrt að mestu á Norður- og Austur- landi. Hiti 5 til 16 stig, hlýjast norðanlands. VEÐUR Bjarni Jóhannsson fagnaði sínum 100. sigri sem þjálfari í efstu deild þegar Garðabæj- arliðið vann stórsigur suður í Grindavík í gær- kvöld, 4:1. Stjarnan er þar með komin í þriðja sæti Pepsi-deildar karla í fótbolta. Nýliðarnir frá Selfossi eru í 6. sæti eftir sigur á Fram á Laugardalsvelli, 2:0. »2-3 Bjarni fagnaði 100. sigrinum Anton Rúnarsson, handboltamaður úr Val, er búinn að semja við danska úrvalsdeildarliðið SönderjyskE til næstu tveggja ára. „Þjálfarinn ætlar mér stóra hluti og vill að ég verði í lykilhlutverki hjá liðinu,“ segir Anton sem hefur æfingar með SönderjyskE um miðjan júlí. »1 Anton Rúnarsson samdi við SönderjyskE Íslandsmeistari unglinga í golfi, Guð- rún Brá Björgvinsdóttir úr Keili í Hafnarfirði, setti glæsilegt vallarmet á Garðavelli á Akranesi um helgina. „Þetta er minn besti hringur frá upp- hafi. Það gekk allt vel á þessum hring,“ sagði Guðrún við Morg- unblaðið og kveðst hafa búið sig sér- staklega vel undir þetta keppn- istímabil. »4 Þetta er minn besti hringur frá upphafi ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir aslaug@mbl.is ,,Þetta er algjörlega frábær leið til að kynnast nágrönnum sínum og þekkja götuna betur,“ segir Mar- grét Kristmannsdóttir sem býr í Sævargörðum á Seltjarnarnesi en þar hafa konurnar myndað óvenju- lega götustemningu með heimsókn- um sín á milli. ,,Á hverju sumri hefur verið hald- ið götugrill, síðasta sumar byrj- uðum við konurnar að tala um hvað húsin væru mörg nákvæmlega eins hönnuð en rosalega ólík að innan. Þá kom upp sú hugmynd að við færum allar í heimsókn í öll hús götunnar,“ segir Margrét, en Sæv- argarðar eru botlangagata með 18 húsum. Konurnar ákváðu því að skipta húsunum í þrennt og heim- sækja sex hús í einu. ,,Það var mjög gaman að sjá hvað konurnar höfðu útbúið sér ólík heimili,“ segir Mar- grét en þær byrjuðu á fystu sex húsunum í haust, heimsóttu næstu í janúar og enduðu í vor á seinustu húsunum. ,,Við tókum bara einn vetur í að heimsækja öll húsin í göt- unni.“ Einstök upplifun Konurnar byrjuðu í einu húsi á föstudagskvöldi þar sem tekið var á móti þeim með léttum veitingum. Þar fengu þær smáleiðsögn um hús- ið og fóru síðan í halarófu í næsta hús þar sem sama rútína tók við. Þannig gekk þetta koll af kolli þangað til þær höfðu heimsótt öll sex húsin. ,,Aðallega fór tíminn í að skemmta sér og kynnast bet- ur. Síðan var reyndin alltaf sú að við stoppuðum lengst í seinasta húsinu,“ segir Mar- grét. Stemningin í götunni hefur alla tíð verið mjög góð að sögn Margrétar, en fólk- ið hefur þekkst misvel. Núna þekkjast konurnar hinsvegar mun betur. ,,Um leið og þú hefur komið heim til einhvers er miklu auðveldara að banka upp á og koma í kaffi,“ segir Margrét sem er gríðarlega ánægð með fyrir- komulagið í götunni og hversu vel það hafi tekist. Konurnar í götunni eru á öllum aldri, allt frá þrítugu upp í áttrætt. Sumar hafa búið frá upphafi í götunni og aðrar eru til- tölulega nýfluttar inn. ,,Við fundum ekkert fyrir aldursmuninum,“ segir hún. ,,Þetta hefur verið einstök upp- lifun hjá okkur í vetur en við erum hvergi nærri hættar. Við tökum ákvörðun í götugrillinu í sumar hvað við gerum saman næsta vetur. Þetta var bara upphafið,“ segir Margrét. Skemmtilegasta gata í heimi  Konurnar heim- sóttu öll húsin í Sævargörðunum Sævargarðar Konurnar sem búa á Sævargörðum á Seltjarnarnesi hafa kynnst vel í vetur enda hafa þær heimsótt öll húsin í götunni. Þeim finnst auðveldara nú að kíkja í kaffi til nágranna sinna og vinkvenna í götunni. ,,Karlarnir eru rosalega ánægðir með þetta, þeir voru oft heima að hjálpa konunni að taka á móti hópnum. Það er ekki leið- inlegt að fá svona skemmtilegan kvennahóp heim. Þeir þekkjast reyndar ekki eins vel inn- byrðis og við konurnar gerum núna en kannski fá þeir einhverja hugmynd um að gera eitthvað saman núna. Ég hvet alla til að gera svona í götunum, þetta er frábær leið til að kynnast nágrönn- unum,“ segir Margrét Kristmanns- dóttir. ,,Það hefur verið rætt til gamans að nú þyrfti að fara að láta sam- þykkja nýjan nágranna ef einhver ætlar að flytja. Það er nauðsynlegt að nýr nágranni passi inn í þennan góða hóp og anda sem er í göt- unni,“ segir Margrét. Karlarnir ekki síður ánægðir ÞETTA ER FRÁBÆR LEIÐ TIL AÐ KYNNAST NÁGRÖNNUNUM Margrét Kristmannsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.