Morgunblaðið - 22.05.2012, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.05.2012, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN Bréf til blaðsins MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2012 I. Ég fæddist 6. júlí 1927 og ákvað ég að hætta störfum, þegar ég yrði sextugur, svo það fór vel á því, að við systkinin seldum Völund hf. árið 1987. Kaupandi var Myllan hf. For- eldrar mínir höfðu báðir dáið 60 ára gömul, svo ég taldi mig ekki eiga mörg ár eftir ólifuð. Í febrúar 2009 lágum við hjónin bæði á Landspítalanum mikið veik og dó Halldóra Árnadóttir kona mín hinn 24. febrúar 2009. Ég mun líka hafa dáið í 15 sekúndur og kynni mig síðan við ókunnuga: „Leifur heitinn Sveinsson“. Á 13 mánuðum dvaldi ég á sex stöðum, sem ýmist voru sjúkrahús eða hjúkrunarheimili. Loks stóðst ég vistunarmat og sótti ég um Grund, þar sem ég endaði á Litlu-Grund, sólríku herbergi nr. 310. II. Nú rennur upp laugardagurinn 12. maí 2012 og fer ég þá að huga að leikhúsferð. Hvorki Lilja dóttir mín né Sveinn Ragnarsson skóla- bróðir minn áttu heimangengt, svo ég ákvað að leita til nágranna minna, hjónanna Steingríms Páls- sonar, gamals spilafélaga míns, og konu hans, Ingibjargar Pálu Jóns- dóttur tugtmeistara Sigtryggssonar. Jón var um skeið yfirfangavörður í Steininum (Skólavörðustíg 9) og er Ingibjörg alin upp þar að hluta. Einn fanganna kenndi henni að lesa, enda varð hún fljótt fluglæs. Vet- urinn 1935-6 lágu leiðir okkar Ingi- bjargar saman í Grænuborg hjá þeim mikla öðlingsmanni Steingrími Arasyni, sem sá um Æfingadeild Kennaraskólans. Aftur lágu leiðir okkar Ingibjargar saman í Mennta- skólanum í Reykjavík, þar sem við urðum stúdentar vorið 1946 á 100 ára afmæli MR. Ég mæti á Ásvalla- götu 5 kl. 14:30 og keyrir Ingibjörg mig sem leið liggur að Þjóðleikhús- inu. Ég snara mér inn í leikhúsið, vitja um miða minn og greiði, kr. 4.400 með ellimannaafslætti. Dyra- vörður vísar mér á dyr einar, sem ég opna, en þar eru engir áhorfendur, aðeins hljómsveit, sem æfir af kappi miklu. Leist mér nú ekki á blikuna, einn í salnum. Brátt kom starfskona ein til mín og tjáði mér, að það hefði ekki verið búið að kalla inn, ég væri augsjáanlega ókunnugur í húsinu. Nú fer að fjölga í salnum og hefst svo sýningin á Vesalingum Victors Hugo. Þetta er löng sýning, hljóm- sveitin spilaði af miklum krafti og lagði meiri áherzlu á hávaða en tón- gæði. Þar sem ég hef misst heyrn á hægra eyra óttaðist ég að nú færi vinstra eyrað einnig, þannig að ég missti alla heyrn. Íslendingum hætt- ir til að syngja af kröftum og hefur orðið að senda þá suma til Ítalíu til að dempa þá niður, tekist með suma, miður með aðra. III. Mikill var fögnuður minn, þegar tjaldið féll. Ég hafði haldið þessa raun út án þess að missa heyrn. Ég hélt að þessari sýningu væri lokið, flýtti mér að fatahenginu og tók minn frakka og húfu. Það virt- ist enginn vera að flýta sér út, stóðu bara við veitingasöluna að bíða eftir bjór. Loks laukst það upp fyrir mér, að þetta var aðeins hlé. Geng ég nú sem leið liggur yf- ir Hverfisgötuna í átt að Lauga- vegi og þar brá mér heldur í brún, Biering orðin að Timberlandi. Kem við hjá Helga úrsmið vini mínum á Skólavörðustíg 3, en stefni að lokum á Humarhúsið á Amtmannsstíg 1. Þar biðu vinir í varpa, því þarna hafði ég verið fastagestur árum saman og í and- dyrinu hangir mynd af gömlu Lækjargötunni með lækinn opinn. Gjöf frá mér til þessa ágæta veit- ingahúss. IV. Hollywood gerði árið 1935 kvik- mynd af Vesalingum Victors Hugo með Fredric March í hlutverki Jean Valjean og Charles Laughton í hlutverki Javert fangelsisstjóra og síðar lögreglustjóra í París. Ég hreifst svo mjög af þeirri kvik- mynd að ég get alls ekki fellt mig við þá uppfærslu, er ég sá hinn 12. maí sl. En smekkur manna er mis- jafn og vonandi getur æskan metið þá nýju uppfærslu, sem nú stend- ur yfir í Þjóðleikhúsinu. LEIFUR SVEINSSON lögfræðingur. Gamanbréf frá Grund Frá Leifi Sveinssyni Leifur Sveinsson Allir þingmenn Al- þingis sverja eið að Stjórnarskrá Íslands þegar þeir taka sæti á Alþingi og þar með taka þeir ábyrgð á því að sinna þörfum íbúa landsins, virða rétt þegnanna og setja lög til verndar hinum almenna borg- ara. Nú kemur ítrekað í ljós að op- inberar aðilar hafa tekið stöðu gegn almenningi varðandi skulda- uppgjör heimilanna og verða því til mistök sem opinberir embætt- ismenn hafa gert á ábyrgð Rík- issjóðs. Stærstur hluti skuldabréfa heimila er í spilaborg dótturfélaga Seðlabanka Íslands og Íbúðalána- sjóði ásamt fjármálafyrirtækjum sem rekin eru á ábyrgð hins op- inbera. Skuldir heimilanna eru innheimtar með meiri hörku en lög heimila og gengið er harðar fram við innheimtuaðgerðir en efni og ástæður kalla á og lög heimila. Lög eru túlkuð mjög frjálslega langt umfram það sem eðlilegt gæti talist og án heimilda eða laga- stoða. Evrópulög sem hafa verið tekin upp hér á landi, eins og til að mynda tilskipun EB í neytendavernd, kveða svo á að ávallt skuli túlka neytanda í vil ef um er að ræða vafa og eðlilegt er að íslensk lög skuli vera á auðskiljanlegu máli. Varðandi heimilin í landinu er ekki að sjá að vafi í lög- um sé túlkaður þeim í hag né að samskipti við yfirvöld og opinbera aðila séu á auðskiljanlegu máli. Það er ljóst að Alþingi í heild sinni og hver einasti alþing- ismaður hefur eftirlitsskyldu með aðgerðum opinberra aðila og um leið hlýtur Alþingi að bera fjár- hagslega ábyrgð á þeirri lögleysu sem opinberir aðilar hafa fram- kvæmt og valdið því mikla öng- þveiti sem ríkir í skuldamálum heimilanna. Ég skora því á þá þingmenn sem telja að opinberar stofnanir virði ríkjandi lög í skuldauppgjöri heimilanna, að þeir skrifi undir yf- irlýsingu sem þeim hefur verið boðsent á skrifstofu Alþingis ásamt afriti til forseta Íslands og sýni þar með að þeir taki þá ábyrgð sem þeir bera á skulda- málum heimilanna. Ef alþing- ismenn treysta sér ekki til að skrifa undir slíka yfirlýsingu er hér með skorað á viðkomandi að segja af sér þingstörfum. Heimilin í landinu hafa orðið mikla þörf fyrir að alþingismenn sýni að þeir virði þann eið sem er svarinn við töku sætis á Alþingi Íslendinga og standi með heimilunum í þeim mikla skuldavanda sem þau standa í. Hér eru nokkrar spurningar sem ég óska eftir svari við: Vilt þú virða Stjórnarskrá Ís- lands, Mannréttindasáttmála Evr- ópu, Mannréttindasáttmála Sam- einuðu þjóðanna og aðra alþjóðasamninga um mannréttindi og neytendavernd sem Alþingi hefur samþykkt? Vilt þú virða Jónsbók frá 1281, tilskipun um áritun skuldabréfa frá 1798, tilskipun EU 93/13 frá 1. janúar 1994, lög um neytendalán 121 frá 1994 og öll þau lög sem fela í sér neytendavernd sem borgarar landsins eiga skilið sam- kvæmt lögum? Vilt þú lagfæra öll þau lög í landinu sem brjóta á stjórnarskrá Íslands og brjóta mannréttindi á borgurum landsins? Vilt þú vegna eftirlitsskyldu þinnar sjá til að framkvæmda- valdið á Íslandi virði lög landsins og hætti ólöglegum aðgerðum gegn íbúum Íslands? Svar óskast innan 10 daga. Ef mér berst ekki svar lít ég svo á málið að svörin séu öll neikvæð. Opið bréf til alþingismanna Eftir Halldór Sigurþórsson »Heimilin í landinu hafa orðið mikla þörf fyrir að alþingismenn sýni að þeir virði þann eið sem er svarinn við töku sætis á Alþingi … Halldór Sigurþórsson Höfundur er bifreiðasmiður. Við eldri borgarar fögnum því að nú eru hafnar framkvæmdir við byggingu hjúk- unarheimilis fyrir 60 heimilismenn á Nes- völlum í Reykjanesbæ. Stefnt er að því að hægt verði að flytja inn vorið 2014. Fram- kvæmdin er boðin út í þremur eða fjórum áföngum og er fjármagn til fram- kvæmdanna tryggt. Lengi hafa eldri borgarar á Suð- urnesjum beðið efir fjölgun hjúkr- unarrýma. Þörfin hefur verið mikil og nú í dag dvelja í heimahúsum 37 eldri borgarar í mjög brýnni þörf fyrir dvöl á hjúkrunarheimilum. Hvorki gekk né rak þar til Al- þingi, að frumkvæði Árna Páls Árnasonar, þáverandi félags- og tryggingarmálaráðherra, samþykkti heimild árið 2009 til Íbúðalánasjóðs til þess að lána sveitarfélögum fé til byggingar eða kaupa á húsnæði fyr- ir hjúkrunarheimili og nú eru í bygg- ingu á landinu eða í undirbúningi níu hjúkrunarheimili samkvæmt áætlun ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðar- dóttur. Guðbjartur Hannesson vel- ferðarráðherra og Steingrímur J. Sigfússon, þáverandi fjármálaráð- herra, gerðu síðan samning við bæj- arstjórn Reykjanesbæjar um bygg- ingu 60 rúma hjúkrunarheimilis á Nesvöllum á haustmánuðum og nú eru framkvæmdir hafnar. Kunnum við ríkisstjórn og sveitarstjórnar- mönnum bestu þakkir fyrir. Á þessum tímamótum leggur Fé- lag eldri borgara á Suðurnesjum mikla áherslu á að sveitarfélög þau sem hafa um árabil staðið að rekstri Dvalarheimilis aldraðra á Suð- urnesjum (DS) haldi áfram rekstri hjúkrunarheimilanna eins og verið hefur og taki við rekstri nýja hjúkr- unarheimilisins á Nes- völlum. Gerður verði skriflegur samningur milli Reykjanesbæjar, sveitarfélagsins Garðs, Sandgerðisbæjar og sveitarfélagsins Voga um skiptingu rekstrar- og stofnkostnaðar DS. Kostnaður skiptist milli sveitarfélaga og miðað verði við íbúafjölda í hverju sveitarfélagi eins og verið hefur. Við teljum best fara á því að stjórn DS, sem kosin er af sveit- arstjórnum, hafi forystu um að tryggja lögbundna þjónustu við eldri borgara á Suðurnesjum og forystu um stefnumótun framtíðarinnar. Sveitarstjórnir vita best og standa næst þeim sem þurfa á þjónustunni að halda. Nú stendur yfir vinna að stefnu- mótun til framtíðar hvað varðar þjónustu við aldraða á Suðurnesjum. Sjálfsagt er að höfð sé hliðsjón af því að stefnt er að því að sveitarfélögin taki yfir þjónustu við aldraða af rík- inu árið 2014. Allar hugmyndir um að breyta tilhögun á rekstri DS núna eru því ekki raunhæfar. Eins og áður segir er það skoðun okkar félaga í FEB á Suðurnesjum að það samstarf sem verið hefur um rekstur DS skuli vera óbreytt og þannig verði aðgangur félaga okkar að hjúkrunarheimilinum og nú að hjúkrunarheimili framtíðarinnar á Nesvöllum tryggður. Nesvellir fyrir eldri borgara á Suðurnesjum Eftir Eyjólf Eysteinsson Eyjólfur Eysteinsson » Allar hugmyndir um að breyta tilhögun á rekstri DS núna eru því ekki raunhæfar. Höfundur er formaður félags eldri borgara á Suðurnesjum. Á fjórtándu og fimmtándu öld voru órólegir tímar í Evr- ópu. Þá leituðu menn mjög leiða til að vernda eigur sínar. Ein leiðin var sú að fá menn, sem áttu góðar hirslur, til dæmis geymsluhvelf- ingar rammlegar, til að geyma lausafé, svo sem gull og silfur. Til staðfestingar fengu menn síðan kvittanir, útgefnar af vörsluaðila, sem gjarnan voru gullsmiðir, gyð- ingar eða peningalega trúverðugir menn. Kvittanir þessar voru síðan not- aðar í viðskiptum, og komust menn fljótt upp á lag með að fá margar kvittanir, sem sam- anlagðar voru fyrir geymslufénu. Þar með voru menn komnir með seðla, (Bank Notes) sem giltu á sama hátt og enn þann dag í dag. Vörslumennirnir tóku fljótt eftir því, að sjaldnast var gullið leyst út, og sótt í geymslurnar, þannig að þeir gátu, ef með þurfti, gefið út fleiri seðla, en geymsluverð- mætið sagði til um. Þumalfing- ursregla, sem enn er í fullu gildi, varð þá til, sem segir að óhætt sé að gefa út seðla fyrir tíföldu vörslufénu. Þetta var það sem kallað var öruggur gjaldmiðill, og seðlaút- gáfa var svo arðsöm, að þjóðríkin tóku sér einkaleyfi á henni. Þó kom það fyrir, að ef það fréttist að einhver gæfi óvarlega út seðla, þá féllu seðlar hans í verði, og menn tóku áhættuþóknun fyrir móttöku seðla frá honum. Það var og er kallað gengisfall. Gengisfall gjaldmiðils er jafn gamalt samfélagi mannsins. Ef einhver heldur að verðgildi gjald- miðils ákvarðist af einhverju öðru en auðlegð þeirrar þjóðar sem hann notar, þá fer sá hinn sami villur vegar. Gullfótur eða tréfótur gilda einu og sama í verðgildi gjaldmiðils. Spánverjar fluttu á sextándu og sautjándu öld ógrynni gulls, silf- urs og kopars frá Nýja heiminum, auðæfin flutu um landið, og þeir töldu sig hafa efni á að reka burt alla þá sem ekki játuðu kristna trú. Múslimar og gyðingar voru iðnaðar- og versl- unarmenn landsins, og uppistaðan í þekk- ingu á landbúnaði, og þegar þeir höfðu yf- irgefið landið, var allt gullið og silfrið verð- laust. Spánverjar fyr- irlitu kaupmang, bændur og iðn- aðarmenn. Spánn varð hvað eftir annað gjald- þrota, og gullskipin hættu að sigla til Spánar, og lönd- uðu í erlendum höfnum, sem þeir keyptu nauðsynjar sínar frá. Á Íslandi gildir sama regla. Kaupmang er álíka skammaryrði hér, hagnaður er afurð samsæris og svindilbrasks, og þeir einu sem halda óbreyttum kjörum eru starfsmenn hins opinbera. Hverju er svo um að kenna? Gömul sannindi eru dregin fram í dagsljósið. Á miðöldum voru það víxlararnir og gyðingarnir sem gáfu út ónýta peningaseðla, og voru ofsóttir og drepnir fyrir, en í dag er það íslenska krónan. Það er aldrei óstjórninni að kenna. Það er þessi örmynt, og því þarf að breyta. Þegar bóndinn á bænum er ekki bjargálna lengur eru skuldavið- urkenningar frá honum seldar með afföllum. Gengið hans minnk- ar. Hann tekur sig ekki á, heldur fer til nágranna síns, og fær hann til að skrifa uppá fyrir sig. Nú hækkar gengi hans um stund en fer svo í gamla horfið, og nágranninn hefur ekki áhyggjur af því, vegna þess að hann ágirnist tún og haga hins skulduga. Að taka upp gjaldmiðil annarrar þjóðar er nákvæmlega það sama. Það er að láta nágrannann skrifa uppá hjá sér. Skyldu nokkrir á Íslandi hafa kynnst því að láta annan skrifa uppá með sér? Hvað er öruggur gjaldmiðill Eftir Kristján Hall »Kaupmang er álíka skammaryrði hér, hagnaður er afurð sam- særis og svindilbrasks. Kristján Hall Höfundur er fv. atvinnurekandi og er áhugamaður um atvinnumál.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.