Morgunblaðið - 22.05.2012, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.05.2012, Blaðsíða 30
30 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2012 Jóhanna Ingadóttir frjálsíþróttakona 30 ára Systurdæturnar Jóhanna með dætrum Bergrósar, systur sinnar, þeim Arndísi og Helgu Björk. Stór stökk fram á við „Birkið ilmaði – allt var hljótt,“ Jóhanna og Marteinn í Þórsmörk. J óhanna fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Grafar- voginum. Hún var í Folda- skóla, lauk stúdents- prófum frá Kvennaskólanum í Reykjavík 2002, stundaði nám í lyfjafræði við HÍ og lauk þaðan prófi sem lyfjafræðingur 2007, og hóf síðan aftur nám árið 2010, við HR, þar sem hún leggur stund á íþróttavísindi og þjálfun. Jóhanna vann á sumrin á lager hjá Hampiðjunni, starfaði hjá Lyfjum og heilsu í Glæsibæ í eitt sumar og annað sumar á Sjúkrahúsapóteki Landspítalans. Prófaði ýmsar íþróttagreinar Jóhanna hóf að æfa og keppa í frjálsum íþróttum með Fjölni er hún var níu ára, æfði síðan ýmsar grein- ar íþrótta, s.s. tennis, fimleika og handbolta, en byrjaði aftur í frjáls- um er hún var fjórtán ára og hefur stundað þær síðan, lengst af á veg- um ÍR. Jóhanna hefur keppt með lands- liðinu í frjálsum íþróttum frá 2004, hefur tekið þátt í sex Evrópubik- arkeppnum með landsliðinu, er margfaldur Íslandsmeistari og bik- armeistari í langstökki og þrístökki, vann í langstökki á Gautaborgar- leikunum 2009, vann í langstökki og þrístökki á landsmóti UMFÍ á Akur- eyri 2009 og setti þá jafnframt móta- met í þrístökki, vann í þrístökki á Smáþjóðaleikunum 2009, vann gull- verðlaun í þrístökki og silfur- verðlaun í langstökki á Danska meistaramótinu innanhúss árið 2009 og vann gullið í langstökki í Evrópu- bikarkeppni landsliða í Sarajevo Ég vona að ég fái ekki eins stóra afmælisgjöf nú og í fyrra,“sagði Helgi Vilberg Jóhannsson, bóndi á Arnardrangi í Land-broti, sem er 60 ára í dag. Grímsvatnagosið hófst þá kvöldið fyrir afmælisdaginn hans og brast á mikill öskubylur í framhaldi af því. „Ég er ekki vanur að skila afmælisgjöfum en þessari hefði ég vilj- að skila. Þetta situr enn í manni eftir heilt ár og ég held að maður bíði þess aldrei bætur að hafa lent í þessu. Maður hugsar með hryllingi til þess dags þegar þetta gerðist,“ sagði Helgi. Hann missti nærri 30 lömb og 10-12 ær og hefur ekki fengið það bætt. Gosið minnti á sig í gær þegar öskumistrið var svo dimmt að varla grillti í næsta bæ. Sauðburður stendur nú sem hæst og var Helgi búinn að setja mikið af lambfénu út, en ekki nærri allt. Hann gaf hey af sínum túnum til áramóta en fékk þá miklu betra hey og öskulaust annars staðar frá. Helgi sagði að tennur kindanna hefðu slitnað töluvert mikið vegna öskunnar. Enn er mikil aska í túnum og skurðum. „Ég frétti að konan ætlaði að hafa eitthvað gott að borða,“ sagði Helgi, spurður um afmælishald í dag. Hann og Sigurdís Þorláksdóttir, kona hans, eiga 40 ára brúðkaupsafmæli á Jónsmessu, 24. júní, og átti Helgi von á að haldið yrði upp á það. Yngsta dóttir þeirra og tengda- sonur, Helga Dís og Róbert Birgir Gíslason, eru flutt að Arnardrangi og eru að koma inn í búskapinn. gudni@mbl.is Helgi Vilberg Jóhannsson, bóndi, 60 ára Morgunblaðið/RAX Vond gjöf Helgi Vilberg Jóhannsson, bóndi á Arnardrangi í Land- broti, missti nærri 30 lömb og 10-12 ær í Grímsvatnagosinu í fyrra. Óskemmtileg af- mælisgjöf í fyrra Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Bára Sól Björns- dóttir, Helga Lúð- víka Hallgríms- dóttir, Dagmar Íris Hafsteinsdóttir, Valgerður Björk Björnsdóttir og Ísak Máni Guð- mundsson héldu tombólu á Soga- vegi. Þau söfnuðu 7.079 kr. sem þau færðu Rauða krossi Íslands. Hlutavelta Akranes Anna Björk fæddist 15. júlí kl. 6.40. Hún vó 3.990 g og var 50 cm löng. Foreldrar hennar eru Andrea Magnúsdóttir og Stefán Teitsson. Nýir borgarar Washington, DC Kæja Kristín fæddist 8. maí kl. 21.34. Hún vó 3.430 g og var 50,8 cm löng. Foreldrar hennar eru Yvonne Kristín Fulbright og Graham Austin DeJong.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.