Morgunblaðið - 22.05.2012, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.05.2012, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2012 Það er mikið að gera í fjárhúsum landsins þessa dagana og því er mikilvægt að númera öll lömb sem fyrst, sérstaklega þar sem margt fé er á bæj- um. Systurnar í Lyngbrekku í Þingeyjarsveit, þær Hildigunnur og Kristín Margrét Jónsdætur, hafa mikinn áhuga á sauðfénu og leggja dag við nótt í að sinna fénu. Síðastliðið sumar voru byggð ný fjárhús í Lyngbrekku og hefur það auðveldað mjög sauð- burðinn á þessu vori og vel fer um féð. Á myndinni má sjá þær systur vera að númera eitt lambið og er hvert númer skráð í svokallaða vorbók, sem síðan er færð inn í Fjárvís, sem er skýrsluhaldsforrit sauðfjárræktarinnar. Systurnar eru bjartsýnar á tíðarfarið og fljótt fara allar kindur í Lyngbrekku út ef veðurspáin gengur eftir. Öll lömb fá sitt númer Morgunblaðið/Atli Vigfússon Það er mikið um að vera í fjárhúsum landsins Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Það er allt annað ástand á svartfuglinum nú en í fyrra. Nú er ástandið eðlilegt en það var það ekki í fyrra. Það er mökkur af fugli um allt,“ sagði Valur Andersen, bjargmaður í Vestmannaeyjum. Hann hefur stundað eggjatöku í Súlnaskeri, Geir- fuglaskeri og Geldungi í mörg ár ásamt fleirum. Í þessum eyjum er 4-5 þúsund eggja varp. Valur sagði að þeir hefðu farið fjórar eggjaferð- ir í maí í fyrra og ekki náð nema 20 svartfugl- seggjum og látið þar við sitja. „Þetta var nánast eins og eyðimörk alveg fram undir mánaðamót maí og júní. Það var ekki nokkur fugl og ekki drit í bjargi og ekki neitt. Það gerðist ekkert fyrr en í júní í fyrra og þá var lítið,“ sagði Valur. Eggjavertíðin hófst á fýlseggjum að venju og náðu þeir um 1.000 fýlseggjum. Fýlnum er alltaf að fjölga og eins er súlan að stækka við sig. Fyrsta ferðin eftir svartfuglseggjum í vor var farin á föstudaginn var í Súlnasker og Geirfuglasker. Þar náðust 130 egg enda varpið rétt að byrja. Reynt er að fara með þriggja daga millibili til loka maí og hirða glæný egg úr fyrra varpinu. Fuglinn er svo látinn eiga sig með seinna varpið. Alveg óhemja af fugli í Grímsey Grímseyingar fóru fyrst til eggja 12. maí og voru í bjarginu alla síðustu viku. „Það er sjálfsagt meira nú en í fyrra, alveg óhemja af fugli,“ sagði Bjarni Magnússon, fyrrverandi hreppstjóri og bjargmaður í Grímsey til margra áratuga. Hann sagði eggjatökuna vera með fyrra fallinu að þessu sinni. „Við fáum alveg nóg af eggjum – eins og við vilj- um,“ sagði Bjarni. Í fyrra gerði vitlaust veður 21. maí, áður en eggjatöku lauk svo þeir gátu aldrei klárað það árið. Þá kom bæði snjór og öskufall. Eggin sem nú fást eru nýorpin og óstropuð. „Þeir sem vilja stropað fá ekki neitt, þau egg eru ekki til,“ sagði Bjarni. „Þetta er búið að vera virkilega gaman. Ég segi fyrir mig að ég held að maður legðist bara í rúmið ef manni væri neitað um að taka egg.“ Bjarni átti von á því í gær að farið yrði a.m.k. einu sinni enn í bjargið á þessari eggtíð. Allt annað ástand en í fyrra  Bjargmenn segja betra ástand hjá svartfugli í Vestmannaeyjum og Grímsey  Varpið hefur farið vel af stað þetta vorið, bæði fyrir sunnan og norðan land Morgunblaðið/Árni Sæberg Svartfuglsegg Margir eru sólgnir í eggin. ,,Íbúar hússins eru mikið á móti því að hér verði opnað hostel,“ segir Arnar Már Þórisson sem hyggst opna 250 manna hostel við Laugaveg 105. Jákvætt svar fékkst frá Reykjavíkurborg við fyrirspurn Arnars nýverið, en þar var spurt hvort leyfi fengist fyrir hosteli án sam- þykkis meðeiganda. Hugmyndin er sú að reksturinn verði í anda KEX hostels, sem rekið hefur verið við Skúlagötu. Ferlið hefur dregist til muna vegna ósættis íbúanna en nú er komið á daginn að ekki þarf samþykki íbúanna fyrir framkvæmdunum. Ákvörðun verður tekin á næstu vikum. ,,Íbúarnir hafa gert allt til að tefja okkur, það er því ekki víst hvort við byrjum framkvæmdir núna. Allir túristarnir yrðu farnir þegar við myndum opna í haust,“ segir Arnar sem telur að framkvæmdir muni tefjast að einhverju leyti. Arnar segir að nánari ákvarð- anir verði teknar á næstu vikum og þá munu hlutirnir varðandi hostelið skýrast enn betur. Áður var Náttúrufræðistofnun á Laugavegi 105 en stofnunin flutti þaðan í október árið 2010 eftir að hafa verið með starfsemi sína í húsinu í um 50 ár. Jafnframt var náttúrugripasafn í sama húsi. aslaug@mbl.is Má opna hostel á Laugavegi Morgunblaðið/Árni Sæberg Laugavegur 105 Í ráði er að opna gistihús við Hlemm.  Þarf ekki leyfi íbúa húss- ins fyrir 250 manna hosteli Ögmundur Jón- asson innanríkis- ráðherra segir ekkert því til fyrirstöðu að efnt verði til þjóðar- akvæðagreiðslu um Evrópu- sambandsum- sókn Íslands sem fyrst. Hann segir stóran hluta þjóð- arinnar vilja fá skýrari línur um hvað sé í boði. „Það er að koma á daginn hvað það er,“ segir Ögmund- ur. „Ekkert er því til fyrirstöðu að við efnum til þjóðaratkvæðagreiðslu hið fyrsta,“ segir Ögmundur. „Ég hef verið því fylgjandi í langan tíma að við flýttum þessu ferli og flýttum af- greiðslu þessa máls. Og eitt er ég viss um: Að aldrei, aldrei hefur verið vitlausara en nú að ganga inn í Evr- ópusambandið,“ segir Ögmundur. Innanríkisráðherra var að svara fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, á Alþingi í gær. Vigdís hefur ekki farið í grafgötur með þá afstöðu sína að draga eigi umsókn um aðild að ESB til baka. Hún vill að þingið taki málið til umræðu á vorþingi sem nú stend- ur yfir. Ögmundur lét þá skoðun í ljós að skjóta ætti málinu til þjóð- arinnar án aðkomu þingsins. Vigdís er því ósammála og telur að þingið þurfi fyrst að taka málið til af- greiðslu áður en þjóðin taki afstöðu í málinu. „Þessu máli verður ekki komið til þjóðarinnar án aðkomu þingsins,“ segir Vigdís. Enn er eftir að opna stóra kafla í aðildarviðræðum við Evrópusam- bandsins. Meðal annars um land- búnað og sjávarútveg. Atkvæða- greiðslu sem fyrst Ögmundur Jónasson  Ögmundur vill flýta umsókn í þjóðaratkvæði Rannsóknarnefnd flugslysa (RNF) er nú að afla gagna vegna öryggis- lendingar farþegaþotu Icelandair á Keflavíkurflugvelli á föstudagskvöld. Þorkell Ágústsson, forstöðumaður og rannsóknarstjóri RNF, taldi að niðurstöðu mætti vænta á næstu vik- um samkvæmt eðlilegum gangi slíkra rannsókna. Sem kunnugt er bilaði lega í einu hjóla flugvélarinnar sem olli því að hjólið læstist og datt af þegar vélin hóf sig til lofts. Alls voru 191 um borð. Lendingin tókst giftusamlega. Niðurstaða á næstu vikum SÉRHÆFING Í VIÐHALDI GÓLFA Við sérhæfum okkur í slípun og olíuburði á sólpöllum, gerum gamla pallinn flottari en nýjan. Fjalirnar verða rennisléttar og timbrið nær aftur sínum náttúrulega lit. GERUM SÓLPALLINN EINS OG NÝJAN info@golfthjonustan.is | golfthjonustan.is S: 897 2225

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.