Morgunblaðið - 22.05.2012, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.05.2012, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2012 STUTTAR FRÉTTIR ● Samtök stofnfjáreigenda í Spari- sjóðnum í Keflavík, hafa ákveðið að vera með aðalfund miðvikudaginn 30. maí og hefst fundurinn klukkan 18. „Það virðist hafa myndast áhugi meðal fólks á því að skoða málsókn á hendur yfirmönnum, stjórn og endur- skoðendum Sparisjóðsins í Keflavík. Sigríður Rut Júlíusdóttir lögmaður samtakanna ætlar að mæta á fundinn og kynna hvernig staðið yrði að þessum málaferlum. Reikningar félagsins verða kynntir,“ segir í tilkynningu. Stofnfjáreigendur SpKef íhuga málsókn ● Vísitala byggingarkostnaðar lækkaði í maí um 0,1% frá fyrri mánuði. Verð á innfluttu efni lækkaði um 0,6% en vél- ar, flutningur og orkunotkun hækkaði samtals um 0,9%. Á síðustu tólf mán- uðum hefur vísitala byggingarkostn- aðar hækkað um 7,0%, samkvæmt frétt á vef Hagstofu Íslands. Byggingarvísitalan lækkar lítillega FRÉTTASKÝRING Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Nýjar reglur frá Evrópuþinginu gætu hækkað verð á símtölum hér innan- lands og mögulega hamlað samkeppni því minni farsímafyrirtæki eigi erfið- ara um vik að ná reikisamningum er- lendis. Aftur á móti mun verð á far- símanotkun erlendis lækka. Enn fremur getur verið erfitt fyrir fyrir- tæki á litla Íslandi að semja um gott verð við risana í Evrópu, því hjálpi þessar reglur í því tilliti, að ná betri samningum. Evrópuþingið samþykkti fyrir um viku að setja þak á gjöld fyrir notkun farsíma erlendis. Þau taka gildi 1. júlí en eru innleidd í skrefum. Einhver bið er á því að reglurnar verði innleiddar hér á landi enda þarf sameiginlega EES-nefndin að taka afstöðu til þeirra. Björn Gíslason, staðgengill forstjóra Póst- og fjarskiptastofnunar, segir að EFTA-ríkin ætli að vinna þetta mál hratt. Það eru tvær hliðar á þessari nýju ESB-reglugerð fyrir símafyrirtækin: Annars vegar fá þau betri samninga erlendis sem er til hagsbóta fyrir við- skiptavini þeirra. Hins vegar þurfa þau að bjóða erlendum farsímafyrir- tækjum betri kjör á reikisamningum hér. Hrannar Pétursson, framkvæmda- stjóri samskiptasviðs Vodafone, segir að almennt taki hann ríkisafskiptum af þessu tagi ekki fagnandi en hafi skiln- ing á neytendasjónarmiðinu sem búi að baki reglunum. „Þá má vel ímynda sér að símanotkun ferðamanna muni aukast vegna lægra verðs og við fögn- um því,“ segir Hrannar. Vodafone og Síminn reka hér lands- dekkandi farsímakerfi og því reika ferðamenn þar inn. Þegar svo háttar eru fyrirtækin í raun heildsali til er- lendra félaga sem hafa gert reikisamn- inga við íslensku fyrirtækin. Hrannar telur að reglurnar muni lækka fram- legðina af reikiþjónustunni. Í því felist áskorun fyrir símafyrirtækin því nokk- ur kostnaður hljótist af því að veita hana, til dæmis vegna utanumhalds og samningagerðar. „Vonandi leiðir þetta ekki til þess að verð innanlands hækki, að viðskiptavinir símafyrirtækjanna þurfi að greiða niður kostnaðinn af reikiþjónustu við ferðamenn með hærri símgjöldum. Slíkt er mögulegt, en tíminn verður að leiða í ljós hvort sú verður raunin,“ segir hann. Flestir ferðamenn heimsækja Ís- land á sumrin. Farsímakerfin verða að ráða við þessa auknu tímabundnu eft- irspurn. Hrannar segir að því fylgi ákveðið óhagræði að símakerfi fyrir- tækisins þurfi að geta ráðið við mjög aukna eftirspurn yfir sumarið. Enn fremur gætu reglurnar verið samkeppnishamlandi fyrir minni fyr- irtæki, þar sem ávinningurinn af við- skiptunum muni minnka. „Það er vandséð hver er hvati stórra símafyr- irtækja til að gera samninga um reiki- þjónustu við ný eða lítil símafyrirtæki þegar framlegðin snarminnkar. Það kostar tíma og fjármuni að koma á og sinna samningum af þessu tagi.“ Oft erfitt fyrir litla Ísland að semja við risa Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans, segir að þessi tíðindi séu já- kvæð fyrir viðskiptavini fyrirtækisins, enda þýði þetta lægra verð fyrir þá, þegar þeir eru staddir erlendis og nota símann og sömuleiðis lægri kostnað fyrir Símann, þegar fyrirtækið býður þeim þjónustuna. Hann segir að það geti verið erfitt fyrir fyrirtæki á litla Íslandi að semja um gott verð við ris- ana í Evrópu og því hjálpi þessi reglu- gerð fyrirtækinu. Hann nefnir að vegna þess að Ísland tilheyri EES-svæðinu en ekki ESB, líði að líkindum einhverjir mánuðir þar til reglurnar verði innleiddar. Þess vegna hafi Síminn haft samband við öll fjarskiptafyrirtækin í Evrópu sem það skiptir við og óskað eftir því að kjörin sem fyrirtækjum í Evrópusamband- inu bjóðist, gildi á sama tíma um Sím- ann. „Við höfum fengið já frá 80% þeirra nú þegar,“ segir Sævar Freyr. „Það er reyndar eitt fyrirtæki búið að segja nei við okkur.“ Liv Bergþórsdóttir, framkvæmda- stjóri Nova, segir að unnið sé að því að semja um verð við heildsala fyrirtæk- isins um reikiverð. ESB-reglur gætu hækkað verð á innanlandssímtölum  Hamlar mögulega samkeppni  Ódýrara að nota símann erlendis Ferðamennska Ferðamenn reika ekki bara milli landa heldur einnig sím- kerfa. Símafyrirtækin fá minna í vasann upp úr slíkri ferðamennsku. Árni Sæberg. Fjarskiptamarkaðurinn í Evrópu » Nýjar Evrópureglur gætu mögulega hækkað verð á sím- tölum hér innanlands, ef síma- fyrirtækin þurfa að ýta kostnaði af símtölum erlendra ferða- manna frekar út í verðlagið. » Hamlar mögulega samkeppni því minni farsímafyrirtæki eigi erfiðara um vik að ná reikisamn- ingum erlendis. » Farsímanotkun á erlendri grundu verður ódýrari. » Getur verið erfitt fyrir fyrir- tæki á litla Íslandi að semja um gott verð við risana í Evrópu. Því hjálpi þessar reglur í því tilliti.                                         !"# $% " &'( )* '$* +,-./0 ,11.00 +,2.+- ,+.//0 ,+.,2, +/./23 +42./- +.03/5 +34.-4 +-+.50 +,/.10 ,1+.12 +,2.0, ,+.543 ,+.410 +/.51+ +40.+2 +.-1,0 +32.,+ +-,.4 ,,4.,2/2 +,/.40 ,1+.04 +,2.55 ,+.314 ,+.4-5 +/.504 +40.0, +.-1/, +32./3 +-,./0 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Hlutabréf Facebook lækkuðu um tæp 13% skömmu eftir að viðskipti hófust á Nasdaq í gær. Viðskipti hóf- ust með hlutabréf Facebook á föstu- dag en í hlutafjárútboði var gengi fyrirtækisins 38 Bandaríkjadalir á hlut. Gengi bréfanna fór niður í 33,32dali á hlut síðdegis í gær. Alls voru seld hlutabréf í Facebo- ok fyrir 16 milljarða dala í hlutafjár- útboðinu sem lauk í síðustu viku og er þetta annað stærsta hlutabréfaút- boð í sögu bandarísks hlutabréfa- markaðar. Útboðsgengið var 38 dalir á hlut sem þýðir að Facebook er metið á 104 milljarða Bandaríkja- dala. Í bandaríska netmiðlinum Bar- ron’s í gær er fjallað um kauphall- arskráninguna og hún sögð hafa ver- ið klúður og verðið of hátt. Fullyrt er að hlutabréfaverð Face- book þurfi að lækka talsvert til að freista fjárfesta. Það sé enn of hátt miðað við að stjórnendum fyrirtæk- isins hafi ekki tekist að sýna fram á með sannfærandi hætti hvernig Fa- cebook ætli að afla tekna. AFP Klúður Netmiðillinn Baron’s segir skráningu Facebook hafa verið klúður og verðið þurfi að lækka talsvert, ef takast eigi að freista fjárfesta. Segja skráningu Facebook klúður ARMANI D&G STENSTRÖMS BALDESSARINI SCHUMACHER ALEXANDER WANG CAMBIO ROCCO P PEDRO GARCIA PAOLO DA PONTE

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.