Morgunblaðið - 19.06.2012, Síða 17

Morgunblaðið - 19.06.2012, Síða 17
BAKSVIÐ Kristján Jónsson kjon@mbl.is Leiðtogar helstu efnahagsvelda heims hófu í gær tveggja daga fund G-20 hópsins svonefnda í strand- bænum Los Cabos í Mexíkó en ætl- unin er þar að reyna enn á ný að hleypa á ný krafti í hagvöxt. Vænt- ingar eru ekki miklar, að sögn margra stjórnmálaskýrenda. Wall Street Journal bendir á að þegar leiðtogarnir hittust síðast í nóvem- ber hafi kreppan á evrusvæðinu ver- ið mesta hættan sem steðjaði að efnahag heimsins. Svo sé enn. Vafalaust létti mörgum leiðtogum samt þegar úrslit þingkosninganna í Grikklandi voru ljós: hægrimenn sigruðu, þeir byrjuðu þegar í gær að þreifa fyrir sér um stjórnarmyndun. Næsta stjórn mun reyna að standa við skilyrðin sem fylgdu 130 millj- arða evra láni frá Evrópusambands- ríkjum og Alþjóðagjaldeyrissjóðn- um. Og hún vill ekki yfirgefa evrusamstarfið. En Þjóðverjar eru ekki reiðubúnir að lina skilyrði um aðhald mikið, að sögn Guido Westerwelle utanríkis- ráðherra, þrátt fyrir örvæntingu grísks almennings og samdrátt í efnahag landsins. Eftir sem áður eru vandamál Grikkja óleyst og vandinn gæti breiðst hratt út til Spánar. Kínverjar, Indverjar og Banda- ríkjamenn munu leggja hart að fulltrúum Evrópuríkjanna að grípa til róttækra aðgerða til að auka hag- vöxt. En munu þessar þjóðir taka þátt í að fjármagna lausnir sem duga, leggja fram aukið fé í sjóði AGS, svo að dæmi sé nefnt? Fátt bendir til þess. Efnahagsbatinn vestanhafs er mjög hægur, og hag- vöxtur fer minnkandi í Kína og Ind- landi. Fá stórveldi eru því aflögufær. Litlar vænting- ar fyrir fund G-20 í Mexíkó  Evrukreppan hefur lamandi áhrif Vilja ekki lána meira » Mariano Rajoy, forsætisráð- herra Spánar, sagði að ESB myndi aðstoða Grikki af því að sambandið yrði að „vinna sam- an að velferð og hagsæld allra evrópskra borgara“. » En kannanir sýna lítinn vilja hjá kjósendum í Þýskalandi og fleiri ríkum löndum til að hjálpa Grikkjum og Spánverj- um. AFP Mexíkó Manmohan Singh, forsætis- ráðherra Indlands, er mættur. Vísindamenn við Houston-háskóla í Texas hafa tekið örverusýni á fjölda hótela í Bandaríkjunum og niður- staðan kom á óvart. Flóran var ekki öflugust á klósettunum og vösk- unum heldur á sjónvarpsfjarstýr- ingum og rofum fyrir leslampa við rúmin. Fram kemur í frétt Jyllands- posten að einnig hafi verið geysimik- ið af örverum á hreingerninga- áhöldum eins og moppum og svömpum. Minnst var af þeim á rúmgöflum, gardínustöngum og dyrahúnum. En örverumagnið á hót- elherbergjunum var tvisvar til 10 sinnum meira en menn sætta sig við á sjúkrahúsum. Annað vandamál á hótelum er veggjalúsin sem víða er orðin ónæm fyrir eitri og breiðist því hratt út í ýmsum löndum. kjon@mbl.is Hótelherbergi sums staðar löðrandi í bakteríum FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2012 Tölvuþjónustu- fyrirtækið Google segir ríkisstjórnir reyna í auknum mæli að fá fjar- lægt af vefnum efni sem þeim mislíkar og jafn- framt reyna að fá upplýsingar um þá sem noti leitina, YouTube eða aðra þjón- ustu. Mest beri á slíkum óskum frá stjórnvöldum í Bandaríkjunum og áhyggjuefni sé hve margar stjórn- ir í lýðræðislöndum beiti aðferð- um af þessu tagi, segir Dorothy Chou, greinandi hjá fyrirtækinu. Oft sé þó um að ræða þátt í eðli- legum rannsóknum lögreglu. Google átti í miklum útistöðum við kínversk stjórnvöld fyrir tveim árum vegna ritskoðunar þarlendra ráðamanna. kjon@mbl.is Google ósátt við ritskoðunarhneigð VEFURINN Kristján Jónsson kjon@mbl.is Herinn í Egyptalandi hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann tekur sér afar umfangsmikil völd en nú er verið að telja atkvæði í seinni umferð forsetakosninganna sem fram fór um helgina. Æðsta ráð heraflans segir meðal annars að ekki sé hægt að halda nýjar þingkosningar fyrr en búið sé að semja nýja stjórnarskrá, ráðið velur sjálft menn til að annast starfið. Stjórnlagadómstóll landsins úr- skurðaði í liðinni viku að fyrstu frjálsu þingkosningar í sögu Egypta, sem fram fóru í fyrra og stóðu fram yfir áramót, hefðu verið ógildar. Hermenn umkringdu í gær þinghús- ið og meinuðu þingmönnum aðgang. Mikill uggur ríkir nú meðal margra Egypta um að herinn ætli að taka sér einræðisvöld á ný og bylt- ingin gegn fyrrverandi forseta, Hosni Mubarak, í fyrra hafi verið til einskis. Herinn steypti síðasta kon- ungi landsins á sjötta áratug síðustu aldar og stýrði landinu þar til í fyrra. Flokkar íslamista hafa nú mikinn meirihluta atkvæða á þingi. Tölur sem ríkissjónvarp landsins birti í gær benda til þess að forsetaefni Bræðralags múslíma, Mohammed Mursi, muni naumlega sigra Ahmed Shafik, sem herinn styður. Shafik er fyrrverandi hershöfðingi og var hann síðasti forsætisráðherrann sem Mubarak skipaði í embætti. Mursi flutti ávarp í gær í aðal- stöðvum stjórnmálaflokks Bræðra- lagsins. Hét hann að sögn BBC að verða forseti allra Egypta og bætti við að hann myndi ekki „leita hefnda eða gera upp sakir“. Í tíð Mubaraks og forvera hans voru liðsmenn Bræðralagsins ofsóttir á ýmsa lund og margir forystumennirnir fangelsaðir og pyntaðir. Óttast að íslamistar vilji lýðræðið feigt „Þökk sé Guði sem hefur leitt egypsku þjóðina inn á veg frelsis og lýðræðis og sameinað Egypta til að þeir leiti betri framtíðar,“ sagði Mursi. Vandi hans er að margir Egyptar, einkum veraldlega sinnað- ir lýðræðissinnar og kristni minni- hlutinn (koptarnir), óttast að íslam- istar meini lítið með tali sínu um lýðræði. Sumir leiðtogar íslamista fyrirlíta vestræn gildi eins og mann- réttindi. Þeir vilja að hin fornu og harkalegu lög múslíma, sharia, verði einu lög landsins. AFP Sigur Stuðningsmenn Mohammeds Mursis krjúpa í bæn á egypskum fána á Tahrir-torgi í Kaíró í gær þegar fagnað var sigri Mursis í forsetakjörinu um helgina. Keppinautur Mursis, Ahmed Shafik, neitaði að viðurkenna ósigur. Egypski herinn tekur sér á ný æðstu völd  Íslamistinn Mursi virðist hafa unnið forsetakosningarnar Herinn segist munu afsala sér völdum til kjörins forseta 30. júní. En í yfirlýsingu hersins kemur fram að hann hafi tekið að sér löggjafarvaldið og muni hafa umsjón með ritun stjórn- arskrár. Einnig mun hann semja fjárlög og forsetinn fær engin völd yfir hernum. Svo gæti farið að forsetinn yrði nær valdalaus. Ráða öllu HERFORINGJAKLÍKAN C-vítamín Styrkir ónæmiskerfið og er andoxandi Astaxanthin Nærir og verndar húðina í sólinni og eykur liðleika Multidophilus Bætir meltingu Mega B-stress Taugar, húð hár og neglur Fæst í apótekum og heilsuvöruverslunum Vegna einstakra gæða nýtur Solaray virðingar og trausts um allan heim Höldum okkur í formi í sumar með Flott í ferðalagið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.