Morgunblaðið - 19.06.2012, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2012
Veiðir og eldar bráðina
H
elgi Mar fæddist í
Reykjavík en ólst
upp á ættaróðali
stórfjölskyldunnar á
Ingimarsstöðum á
Þórshöfn. Hann var í Grunnskól-
anum á Þórshöfn, lauk stúdents-
prófi frá Menntaskólanum að
Laugarvatni 1992, lauk BA-prófi í
íslenskum fræðum með fjölmiðla-
fræði sem aukagrein frá Háskóla
Íslands 1997, lauk prófum í hag-
nýtri fjölmiðlun frá Háskóla Ís-
lands 1998 og lauk MBA-prófi frá
Schiller International University í
Heidelberg í Þýskalandi með al-
þjóðaviðskipti sem sérsvið árið
2007.
Með brimsalt blóð í æðum
Helgi ólst upp við sjóinn á Þórs-
höfn, lék sér þar í fjörunni og er
með brimsalt blóð í æðum. Hann
fór ungur á skak með föður sínum
á trillu hans á Þórshöfn, var nokk-
ur sumur á handfæraveiðum með
föður sínum, auk þess hann réri á
humarbátum og var á síldarbátum
á sumrin samhliða námi í fram-
haldsskóla og háskóla.
Helgi Mar Árnason 40 ára
Systurnar með sjávarnöfnin Dætur Helga Marar og Írisar. Frá vinstri: Særún, Hafrún Birna og Marín.
Þeim stóra landað Helgi Mar í Laxveiði í Laxá í Aðaldal.
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Arthur Þór Stef-
ánsson verður ní-
ræður á morgun,
20. júní. Í tilefni
dagsins býður
hann vinum og
vandamönnum að
þiggja veitingar að
Hrafnistu í Hafnarfirði í veislusalnum á
fimmtu hæð á milli kl. 16 og 18 á
afmælisdaginn.
90 ára
Árnað heilla
Reykjavík Stefán Þórir fæddist 28.
ágúst. Hann vó 3.970 g og var 52 cm
langur. Foreldrar hans eru Unnur
Björg Stefánsdóttir og Elvar Örn
Þórisson.
Nýir borgarar
Ísafjörður Birkir Hafsteinn fæddist 7.
ágúst kl. 18.43. Hann vó 3.468 g og
var 53 cm langur. Foreldrar hans eru
Katrín Fríða Þorkelsdóttir og Jón
Ólafur Eiríksson.
Það er mjög einfalt mál,“ segir Hlöðver Magnússon þegar hanner inntur eftir hvernig hann muni eyða afmælisdeginum, „égverð að heiman“. Hlöðver nær þeim merkisáfanga að verða
sjötugur í dag. Hann og kona hans, Ástríður Sveinsdóttir, verða eins
og fyrr segir að heiman á afmælinu en þau eru búsett á Selfossi.
Hlöðver sinnti löggæslustörfum nánast alla sína starfsævi, „ég
starfaði fyrst hjá lögreglunni í höfuðborginni og svo í Árnessýslu“,
segir hann. Hlöðver lét af störfum við 65 ára aldurinn, en þá hafði
hann unnið sem lögreglumaður í samtals 42 ár. Þegar blaðamaður
undrast þennan háa starfsaldur segir Hlöðver hann ekki einsdæmi,
„þeir eru nú til nokkrir sem endast þetta lengi“.
Aðspurður hvort starfið hafi verið strembið segir hann svo ekki
vera, „það fer bara eftir því hvernig menn taka því sem að höndum
ber, sjáðu til. Menn geta gert sér það erfitt og geta gert sér það
nokkuð létt líka“, segir Hlöðver. „Maður tekur einfaldlega á hverju
máli fyrir sig.“
Þegar hann er spurður nánar út neikvæð áhrif starfsins á lög-
reglumenn kannast Hlöðver lítið við slíkt, ,,nei, langt í frá. Maður
verður alltaf að horfa á björtu hliðarnar, það er algjört skilyrði“.
Hlöðver á einn son og tvær dætur, sem öll eru uppkomin.
gudrunsoley@mbl.is
Hlöðver Magnússon lögreglumaður 70 ára
Reynslumikill Hlöðver sem í dag er sjötugur hóf störf hjá lögregl-
unni aðeins 23 ára gamall. Samtals starfaði hann við löggæslu í 42 ár.
Skilyrði að horfa á
björtu hliðarnar
Hægt er að
sendamynd og texta
af nýjum borgara eða
brúðhjónum af slóðinni
mbl.is/islendingar
eða á netfangið
islendingar@mbl.is
! "
#
$
% &
$
&
$
$%&
$
&
!
"
## "
' "