Morgunblaðið - 19.06.2012, Side 31
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2012
Intouchables, eða Ósnert-anlegir, er aðsóknarmestakvikmynd Frakklands fráupphafi kvikmyndaaðsókn-
armælinga þar í landi, þ.e. af þeim
sem ekki er töluð enska í. Hvað veld-
ur er ómögulegt að segja en það
kemur þó ekki á óvart, þetta er bráð-
skemmtileg og falleg mynd sem á
sína dramatísku og sorglegu kafla.
Aðalleikararnir tveir, þeir Cluzet og
Sy, standa sig líka afbragðsvel í
býsna ólíkum hlutverkum og myndin
er byggð á sannsögulegum atburð-
um, sem er líklegt til að auka áhuga
fólks á henni og forvitni.
Myndin segir af Philippe, auð-
manni sem býr í glæsihýsi í París og
er lamaður fyrir neðan háls eftir slys
og þarf þ.a.l. á umönnun að halda all-
an sólarhringinn. Hann auglýsir eftir
aðstoðarmanni og sækja margir um.
Einn þeirra er Driss, frakkur ungur
maður úr einu af fátækrahverfum
Parísar með afbrotaferil að baki. Í
ljós kemur að Driss hefur engan
áhuga á starfinu heldur er hann ein-
göngu mættur í viðtalið til að fá
eyðublað undirritað fyrir atvinnu-
leysissjóð, staðfestingu á því að hann
hafi mætt svo hann fái áfram at-
vinnuleysisbætur. Driss vekur áhuga
Philippe með framhleypni sinni og
áhugaleysi og er hann beðinn að
mæta aftur næsta morgun, þá fái
hann undirskriftina. Driss til mik-
illar furðu býður auðmaðurinn hon-
um þá starfið og veðjar við hann um
að hann muni ekki endast í tvær vik-
ur. Annað kemur á daginn, Driss
skilar sínu, að vísu með nokkrum
mótþróa enda nánast hömlulaus þeg-
ar að samskiptum kemur við annað
fólk. Driss og Philippe verður vel til
vina þótt ólíkir séu, sá fyrrnefndi
óheflaður og lífsglaður en sá síð-
arnefndi hlédrægur yfirstéttamaður,
listunnandi og listaverkasafnari sem
syrgir látna eiginkonu sína og fyrra
líf. Driss reynist Philippe mikill
fengur og þeir njóta lífsins og sam-
vista hvor annars, m.a. með því að
reykja jónur og fara í nudd hjá
föngulegum konum. Margt bráð-
fyndið kemur upp á við daglegt
amstur þeirra félaga en hvor hefur
sína djöfla að draga.
Það er fyrst og fremst leikur
þeirra Sy og Cluzet sem gerir það að
verkum að aldrei er dauður punktur
í myndinni. Cluzet sýnir mikil tilþrif í
hlutverki hins lamaða fagurkera,
leikur auðvitað með andlitinu einu
sem hlýtur að vera töluverð áskorun
fyrir leikara. Hinn senegalski Sy er
frábær í hlutverki Driss og hann
leikur heldur betur með öllum lík-
amanum, ekki síst þegar hann stígur
magnaðan dans við lag Earth, Wind
and Fire í afmælisveislu yfirmanns-
ins (einhverra hluta vegna kom Ed-
die Murphy á sínum bestu árum upp
í huga gagnrýnanda þegar Sy var í
hvað mestum ham og Cluzet skugga-
lega líkur Dustin Hoffman á köflum).
En ... þeldökkur afbrotamaður úr
fátækrahverfi kennir hvítum og lífs-
leiðum yfirstéttabubba að njóta lífs-
ins ... kannski finnst einhverjum
þetta heldur klisjukennt, móðgandi
staðalímyndir jafnvel, að svart og
hvítt séu eins og svart og hvítt, hver
veit? Nei, þvert á móti held ég að
sagan sýni að lífið er ekki svart/hvítt,
það er óteljandi blæbrigði af gráum.
Og þegar mynd er svona vel leikin og
skemmtileg er auðvelt að fyrirgefa
klisjur, ef einhverjar eru.
Kátir Driss (Omar Sy) og Philippe (François Cluzet) fara á kostum í hlutverkum sínum í Intouchables. Að mati gagn-
rýnanda er hér á ferðinni falleg, bráðskemmtileg og mannleg kvikmynd sem óhætt er að mæla með.
Heillandi leikur og falleg saga
Háskólabíó
Intouchables bbbbn
Leikstjórar og handritshöfundar: Eric
Toledano og Olivier Nakche. Aðalleik-
arar: François Cluzet, Omar Sy og Anne
Le Ny. Frakkland, 2011. 112 mín.
HELGI SNÆR
SIGURÐSSON
KVIKMYNDIR
„Þetta kom mér vissulega á óvart,
en í þessu felst góð hvatning. Þetta
mun hjálpa mér að takast á við ný
markmið,“ segir Ari Bragi Kárason
trompetleikari. Hann hlaut um ný-
liðna helgi verðlaun úr Minningar-
sjóði Kristjáns Eldjárns gítarleik-
ara, en úthlutað var úr sjóðnum í
fjórða sinn sl. laugardag á afmæl-
isdegi Kristjáns.
Ari Bragi er fæddur 1989 og byrj-
aði að læra á trompet aðeins níu ára
gamall undir handleiðslu föður síns,
Kára H. Einarssonar. Hann lauk
miðstigi í klassískum trompetleik
frá Tónlistarskóla Seltjarnarness
árið 2005, útskrifaðist af klassískri
braut Tónlistarskóla FÍH 2007 og af
djass- og rokkbraut ári síðar. Frá
hausti 2008 hefur hann stundað nám
við The New School of Jazz and
Contemporary Music í New York og
lýkur námi þaðan undir lok þessa
árs. „Það er mjög mikil áhersla á
tónsmíðar í skólanum og á að nem-
endur skapi sér sína eigin rödd sem
er mjög hvetjandi,“ segir Ari Bragi
og tekur fram að hann dreymi um að
geta gefið út sína eigin tónlist. Hann
muni því sennilega nota verðlauna-
féð, sem nemur einni milljón króna,
til þess að láta þann draum rætast.
Ari Bragi hefur hlotið ýmsar við-
urkenningar á ferli sínum. Má þar
nefna afreksverðlaunin Maddy
Award frá Interlochen-skólanum í
Michican 2006 og námsstyrk frá
Minningarsjóði Árna Scheving sem
hann hlaut fyrstur manna 2008.
Hann hlaut í fyrra Íslensku tónlist-
arverðlaunin í flokknum „bjartasta
vonin“. Ari Bragi hefur komið fram
og leikið inn á diska með fjölmörg-
um tónlistarmönnum og hljóm-
sveitum bæði hér á landi og erlend-
is, s.s. Sigur Rós, Bubba Morthens,
Hjaltalín, Einari Scheving, Krist-
jönu Stefánsdóttur, Ane Brun í Nor-
egi og Grizzly Bear í Bandaríkj-
unum.
Þeir tónlistarmenn sem áður hafa
hlotið verðlaun úr Minningarsjóði
Kristjáns Eldjárns gítarleikara eru
Kristinn H. Árnason gítarleikari
(2007), Daníel Bjarnason, hljóm-
sveitarstjóri, tónskáld og píanóleik-
ari (2009), og Helga Kristbjörg Guð-
mundsdóttir harmonikuleikari
(2011). silja@mbl.is
Þetta er góð hvatning
Ari Bragi Kárason trompetleikari hlaut verðlaun úr
Minningarsjóði Kristjáns Eldjárns gítarleikara
Gleðistund Unnur Sara Eldjárn, dóttir Kristjáns, afhenti Ara Braga Kára-
syni verðlaunin, við hátíðlega athöfn í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar.
Sólskálar
-sælureitur innan seilingar
Hentar mjög vel
íslenskri veðráttu
Viðhaldsfríir sólskálar og svalalokanir
Við höfum framleitt viðhaldsfría
glugga og hurðir í 28 ár
Nánari upplýsingar á www.solskalar.is
Frábært skjól gegn vindi og regni
Yfir 40 litir í boði!
Smiðsbúð 10 • 210 Garðabær • Sími: 554 4300 • Fax: 564 1187
- nýr auglýsingamiðill
569-1100finnur@mbl.is
–– Meira fyrir lesendur
- nýr auglýsingamiðill
...þú leitar og finnur
Les Misérables - Vesalingarnir (Stóra sviðið)
Mið 20/6 kl. 19:30
AUKASÝN.
Fös 22/6 kl. 19:30
Fim 21/6 kl. 19:30 Lau 23/6 kl. 19:30 Allra
síð.sýn.
Þór Breiðfjörð - söngvari ársins! Allra síðasta sýning 23. júní.
Afmælisveislan (Kassinn)
Lau 1/9 kl. 19:30 Sun 2/9 kl. 19:30
Þrenn Grímuverðlaun! Sýningar í september komnar í sölu.
Hringurinn - athyglisverðasta áhugaleiksýning ársins
(Kassinn)
Fös 22/6 kl. 19:30
Aeðins þessi eina sýning!
VESALINGARNIR - ÞÓR BREIÐFJÖRÐ, SÖNGVARI
ÁRSINS. SÍÐUSTU SÝNINGAR!