Morgunblaðið - 19.06.2012, Page 32
32 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2012
Haldnir verða tónleikar til styrktar
Davíð Erni Arnarssyni og fjöl-
skyldu hans í Austurbæ fimmtudag-
inn 21. júní kl. 21. Davíð greindist
með krabbamein í hálsi í janúar
2008 og hefur síðan barist hetju-
lega við þennan erfiða sjúkdóm.
Meðal þeirra sem fram munu
koma á tónleikunum eru Björgvin
Halldórsson, Bubbi Morthens, Sálin
hans Jóns míns, Brimkló, Krummi,
Dúndurfréttir, Sigga Beinteins, Jón
Jónsson, KK, Illgresi, Esther
Jökulsdóttir og Guðrún Árný
Karlsdóttir.
Þeim sem ekki hafa tök á að
mæta á tónleikana, en langar að
leggja sitt af mörkum, er bent á
styrktarreikning: 324-26-171105,
kt. 171180-5549.
Styrktartónleikar fyrir Davíð Örn
Baráttumaður Davíð Örn Arnarsson.
Um 300 manns koma að tökum
kvikmyndarinnar Oblivion hér á
landi, þar af helmingurinn Íslend-
ingar, samkvæmt upplýsingum frá
fjölmiðlafulltrúa tökuliðsins, Claire
Raskind. Í tökuliðinu eru, auk Ís-
lendinga, Bandaríkjamenn, Bretar
og Pólverjar og munu tökur standa
yfir víða um land í tvær vikur.
Að sögn Raskind verður um sjö-
undi hluti myndarinnar tekinn upp
á Íslandi. Fyrirtækið Truenorth
þjónustar tökulið myndarinnar hér
á landi og hefur undirbúningur
fyrir tökurnar staðið yfir í tvo
mánuði. Heilmikið umstang er í
kringum kvikmyndatökur af þess-
ari stærðargráðu og nefnir
Raskind að tökulið hafi tekið á
leigu alla fjórhjóladrifna jepplinga
sem fáanlegir hafi verið á bílaleig-
um landsins. Ljóst sé því að töku-
liðið muni eyða miklu fé á Íslandi
meðan á tökum stendur. Oblivion
verður frumsýnd 26. apríl á næsta
ári.
Morgunblaðið/Júlíus
Stjarnan Tom Cruise, aðalleikari myndarinnar, spókaði sig í miðbæ
Reykjavíkur um nýliðna helgi ásamt eiginkonu sinni Katie Holmes.
1/7 hluti Oblivion
tekinn á Íslandi
Júlía Margrét Alexandersdóttir
julia@mbl.is
Reaction Intermediate er heiti
sumarsýningaraðar Skaftfells, mið-
stöðvar myndlistar á Austurlandi,
er hófst um helgina. Alls kyns verk,
ellefu talsins, verða sett þar upp í
sumar. Listamenn eru ýmist bú-
settir eða ættaðir frá Austurlandi
og einnig taka nokkrir erlendir
gestalistamenn, sem dvelja í Skaft-
felli í sumar, þátt í sýningunni.
„Við auglýstum eftir tillögum frá
austfirskum listamönnum sem og
þeim sem ætluðu sér að dvelja hér
hjá okkur í sumar og fengum ágæt-
is viðbrögð. Það má því segja að á
einhvern máta séum við að kort-
leggja hvað er í gangi í myndlist-
inni hér fyrir austan,“ segir Tinna
Guðmundsdóttir forstöðukona
Skaftfells á Seyðisfirði.
Verkin verða sýnd á Vestur-
veggnum svokallaða og í Bókabúð-
inni og eru afar fjölbreytt að sögn
Tinnu, þar af verða tveir gjörn-
ingar. „Við ákváðum að hleypa
frekar eins mörgum verkum að og
við gætum og hafa tíðar skiptingar
á þeim í staðinn. Hvert verkefni er
því sjaldnast lengur til sýnis en í
þrjár vikur. Titill sýningarinnar vís-
ar í að við fáum fólk til að vinna
hratt en Reaction Intermediate
mætti þýðast sem einhvers konar
skilyrðislaus viðbrögð.“
Í Skaftfelli munu listamennirnir
fá mikið svigrúm. Eitthvað verður
um opnar vinnustofur og námskeið
og nokkrir ætla sér að einblína á
samstarf við bæjarbúa eins og Jap-
aninn Takeshi Moro sem býr og
starfar í San Fransisco en hann er
aðstoðarprófessor í listum og lista-
sögu í Santa Clara háskólanum. Á
Vesturvegg sýnir hann ljósmyndir
sem teknar eru af eftirlætisstöðum
nokkurra íbúa Seyðisfjarðar. Þá
eru íbúarnir sjálfir alltaf einver
hluti af myndinni. „Fólk er að
opinbera staðinn sinn og hann verð-
ur ekki leyndarmál lengur,“ segir
Tinna. Moro og Anna Anders frá
Þýskalandi eiga fyrstu verkin á
sumarsýningaröðinni en Anders
býður upp á nokkur myndbands-
verk í Bókabúðinni. „Anna hefur
unnið með myndbandsvél frá árinu
1986 og það sem er skemmtilegt við
þessi myndbönd er að hún reynir
að taka allan söguþráð í burtu
þannig að lesendur fá á tilfinn-
inguna hvað er að gerast fremur en
að vita það nákvæmlega.“ Verk
Önnu eru meðal annars sérstök að
því leyti að hún notar eina mynd-
bandsupptökuvél og aðeins eitt
sjónarhorn. Þá hefur hún notað
tækifærið og myndað litrík hús á
Seyðisfirði meðan á dvöl hennar
stendur hérlendis.
Dagskránni í Skaftfelli lýkur 16.
september en í ágúst verða sjö verk
sett upp.
Mörg og ólík verk í sumar
Skynvillur Stilla úr myndbandsverki Önnu Andersen frá Þýskalandi.
Erlendir og
austfirskir lista-
menn með sýn-
ingar í Skaftfelli
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
INTOUCHABLES Sýnd kl. 8 - 10:20
MADAGASCAR 3 3D Sýnd kl. 4
MADAGASCAR 3 2D Sýnd kl. 4
PROMETHEUS 3D Sýnd kl. 7 - 10
SNOWWHITEANDTHEHUNTSMAN Sýnd kl. 7 -10
THE FIVE YEAR ENGAGEMENT Sýnd kl. 4
LEITIN AÐ UPPRUNA OKKAR GÆTI
LEITT TIL ENDALOKANNA
HHHH
“SCOTT TEKST AÐ SKAPA
RAFMAGNAÐA STEMNINGU Í
PROMETHEUS”
-V.J.V., SVARTHOFDI.IS
HHHH
-ROGER EBERT
-bara lúxus sími 553 2075Miðasala og nánari upplýsingar
www.laugarasbio.is
Þriðjudagstilboð
ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR
Þriðjudagstilboð
Einstök perla sem er orðin
langaðsóknarhæsta mynd allra tíma,
af þeim sem eru ekki á ensku.
ÍSL TEXTI
Þriðjudagstilboð
Þriðjudagstilboð
Þriðju
dagst
ilboð
TILBOÐSDAGUR
TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á
ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR
TILBOÐ Á ALLAR MYNDIR
ATH GILDIR EKKI Á ÍSLENSKAR MYNDIR
–BARA LÚXUS
www.laugarasbio.is
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ GILDA EKKI Í BORGARBÍÓI
MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTABLAÐIÐ
SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.ISGLERAUGU SELD SÉR 5%
BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS
PIRANHA 3DD KL. 8 - 10 16
PROMETHEUS KL. 5.45 - 8 - 10.20 16
SNOW WHITE AND THE... KL. 5.45 12
MADAGASCAR 3D ÍSL.TAL KL. 3.40 - 5.50 L
MADAGASCAR 2D ÍSL.TAL KL. 3.40 L
PRIANHA 3D ÓTEXTUÐ KL. 6 - 8 - 10 16
PROMETHEUS 3D KL. 5.20 - 8 - 10.30 16
PROMETHEUS 3D LÚXUS KL. 5.20 - 8 - 10.30 16
PROMETHEUS 2D KL. 8 - 10.30 16
MIB 3 3D KL. 5.30 - 8 - 10.30 10
ÞEIR ERU MÆTTIR AFTUR!
TVÖFÖLD SPENNA, TVÖFÖLD HRÆÐSLA
OG TVÖFALT MEIRA KJÖT Í 3-DD!
STUNDUM ÞARFTU AÐ STÍGA
INN Í LÍF ANNARRA, TIL AÐ
SJÁ HVAÐ VANTAR Í ÞITT.
MYNDIN SEM ER AÐ SLÁ Í
GEGN UM ALLAN HEIM!
-V.J.V., SVARTHOFDI.IS- ROGER EBERT
INTOUCHABLES ÍSL. TEXTI KL. 5.30 - 8 - 10.30 12
PIRANHA 3D KL. 8 - 10 16
PROMETHEUS 3D KL. 6 - 9 16
MOONRISE KINGDOM KL. 5.50 - 8 - 10.10 L
MIB 3 3D KL. 5.30 10