SunnudagsMogginn - 03.06.2012, Blaðsíða 2

SunnudagsMogginn - 03.06.2012, Blaðsíða 2
2 3. júní 2012 Við mælum með Eldborg í Hörpu Stórtónleikar Hljómskálans fara fram í dag, laugardag kl. 20.30 og eru hluti af Listahátíð. Þar koma fram fjölmargir kunnir tónlistarmenn og flytja lög sem urðu til í Hljómskálaþáttunum. Meðal flytjenda verða Ragga Gísla og LayLow, Unnsteinn úr Retro Stefson og Björn Jör- undur, Ágústa Eva og Valdimar svo einhverjir séu nefndir. Morgunblaðið/Eggert Hljómskálamenn á Listahátíð 6 Skógar Kambódíu spænast upp Borgarar gagnrýna stjórnvöld og grípa til eigin ráða. 8 Afbragðs aflabrögð Dagur í lífi Steingríms Þorvaldssonar, fyrrverandi skipstjóra. 18 Samfélagið tekur þátt í mótun Hljómalindarreitsins Mikið samráð um uppbyggingu á þessum fallega reit. 28 Í draumastarfi hjá Yves St. Laurent Erna Einarsdóttir hönnuður fór í strangt nám til London og fékk eftir það starf hjá Yves St. Laurent í París. 32 Drottningin skyldurækna Sextíu ár eru síðan Elísabet II komst til valda í Bretlandi. Hún er dáð og vinsæl en fjöl- skyldumeðlimir hafa ítrekað hneykslað um- heiminn. 38 Magnaður Mikkelsen Mads Mikkelsen fékk Gullpálmann í Cannes fyrir bestan leik í aðal- hlutverki. Lesbók 42 Gítarmaður með kímnigáfu Minningartónleikar um Kristján Eldjárn. Rætt við Ara bróður hans og Unni Söru dóttur hans um tónlist og húmor. 44 Hver var Kleópatra? Ný bók um Kleópötru, drottningu Egypta sem varð að goðsögn, hefur vakið athygli og fengið góða dóma 47 Efnisyfirlit Umsjón Sunnudagsmoggans: Pétur Blöndal, pebl@mbl.is Umsjón Lesbókar: Einar Falur Ingólfsson, efi@mbl.is Ritstjórn Sunnudagsmoggans: Arnar Eggert Thoroddsen, Árni Matthíasson,Börkur Gunnarsson, Helgi Snær Sigurðsson, Inga Rún Sigurðardóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir, Kristín Heiða Kristinsdóttir, María Ólafsdóttir, Orri Páll Ormarsson, Signý Gunnarsdóttir, Silja Björk Huldudóttir, Skapti Hallgrímsson. 26 Morgunblaðið/RAX Augnablikið Jú, það er margt fallegt augnablikið í sauð-burðinum, til dæmis augnablikið sem festvar á filmu í vor og birtist á myndinni hérfyrir ofan. Móðurást í augum og umhyggja í verki þar sem kind karar afkvæmi sitt. Lambið nýbúið að draga ofan í lungun fyrsta andardrátt- inn og undrunin yfir öllu því sem fyrir augu ber er mikil. Eftir örfá augnablik er það staðið á fæt- ur og tekur til við að leita eftir spena sem það finnur eftir önnur örfá augnablik. Nú eru þau flest öll búin að skjótast út úr ánum blessuð lömbin sem hafa vaxið í kviði mæðra sinna í sveitum landsins frá því í desember. Vissulega eru einhverjar síðbærur sem hanga enn inni í fjárhúsi hundleiðar að bíða eftir því að komast út í vorið sem er orðið að sumri. Sauðburðurinn er dásamlegur tími þar sem allt lifnar, ekki einasta lítur ungviðið dagsins ljós á þessum árstíma, heldur gleypir grasið af svo mikilli áfergju í sig hækkandi vorsól að nánast er hægt að sjá það spretta og grænka. Og birtan, drottinn minn dýri, hún ein gleður hjörtun og sálirnar ósegjanlega eftir kúldur í vetrarmyrkri. Með augun böðuð vaxandi birtu er svo miklu auðveldara að trúa að allt fari vel. Þeir sem þekkja af eigin raun vita hversu sæl þau augna- blik geta verið þegar gengið er út í bjarta vornótt til að gá til kinda, koma einhverjum þeirra til hjálpar og snúa svo heim í hús með slímugar hendur angandi af lífi. En þeir hinir sömu vita líka að hann getur tekið heldur betur á taugina þessi árstími hjá bændum. Þegar vökunæturnar eru orðnar fáránlega margar og dagurinn dugir nánast aldrei til að klára það sem þarf að klára, þá hvæsir fólk nú stundum hvert á annað. En ergelsið er fljótt að fjúka úr fólki þegar fjárhúsin tæmast og hægt að sofa heila nótt. Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mlb.is Ljósmynd/Þórdís Björk Georgsdóttir Sauðburðarsælan Meðlimir alþjóðlegra samtaka sem berjast gegn eiturlyfjum brenndu í vikunni sígarettur á alþjóðlega tóbaksvarnardeginum. Indverjar í borginni Amritsar efndu til mótmæla af því tilefni. Alþjóðaheil- brigðisstofnunin (WHO) spáir því að árið 2025 verði meðalfjöldi þeirra sem deyja af völdum tóbaks 10 milljónir á ári miðað við nú- verandi þróun. Veröldin AFP Tóbakslausi dagurinn Íslandsmótinu í knattspyrnu Í dag, laug- ardag fara fram fjölmargir leik- ir í Íslandsmótinu í knattspyrnu. Veðurspáin er frábær og því um að gera að drífa sig á völlinn með fjölskylduna, njóta veðurblíð- unnar og horfa á góðan fótbolta. Jóhannesi Kjarval Myndir Kjar- vals af Gálga- klettum eru grunnur sýn- ingar sem verður opnuð á Kjarvalsstöðum í dag, laugardag kl. 16. Auk Jóhannesar eiga fjöl- margir aðrir listamenn verk á sýningunni. Mörg þeirra eru ný og hafa aldrei sést. Sýning fjallar öðru fremur um fyrirbærafræði sjónskynsins.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.