SunnudagsMogginn - 03.06.2012, Blaðsíða 41

SunnudagsMogginn - 03.06.2012, Blaðsíða 41
3. júní 2012 41 LÁRÉTT 1. Párum hana eða annan karlfugl. (7) 5. Hleyptur sýnir ekkert stykki ennþá við dyr. (10) 9. Sjá að skip sitt klofni við þvælu. (8) 10. Íþróttaáhöld í prívateigu finnast á svæðinu. (10) 11. Aldinn tvöfaldar sig í lokin út af myrkri. (6) 12. Skítur fyrir hleypta endar sem leiðsögn. (7) 14. Dama fær tól til að búa til merkistíma. (7) 16. Ben á sjálfum þér er ekki gott athæfi í íþrótt. (10) 17. Bjarni með íslenskar krónur uppgötvar fljótt kirkj- unnar mann. (6) 18. Bergdal flækist um í erlendri borg. (7) 21. Fimm fyrir hádegi erlendis horfa á óvætt. (7) 23. Pína smávegis að sögn með litlu sjávardýri. (9) 26. Dómstóll sem tekur mál í flýtimeðferð, sér- staklega þau sem snúa að mat. (12) 28. Sjá afturhluta kópa gnæfa yfir skothylki. (7) 29. Meðferð keyrð af smalanum. (8) 32. Eitthvað til að grípa klaka með við Menntaskóla á Akureyri eða hluti af sumarhátíð í Evrópu. (8) 33. Kona Lífþrasis er ekki skítug heldur flekklaus. (8) 34. Eyvindur læknir sigti út blað. (10) 35. Neitar fat að finnast á sjávarsvæði. (11) LÓÐRÉTT 1. P á skala megabæta mæla hátíðarmat. (9) 2. Hó, ljúfa skrifa niður í lista. (12) 3. Brúkuðum og yfir númeri kvörtum. (7) 4. Kviða afturenda nær að truflast að sögn. (7) 6. Skálar með ilm skapa kosti. (9) 7. Það er erfitt að láta rangláta einhvern veginn í þetta litla op. (8) 8. Hlaupnar að trjám. (6) 13. Spámaður kennir íþróttafélagi um. (7) 15. Lokaður og laus. (10) 16. Óhróður um öðu nær að lokast. (8) 19. Dagblað ali á aðgerðarleysi. (5) 20. Natríumferðir skrái maður sem tilheyrir lista- stefnu. (11) 22. Baul setti inn hjá skemmdum. (8) 24. Gefur æstum baun að borða. (9) 25. Herra Ari brjálaður yfir áhaldi. (7) 27. Kyrjandi á sinn hátt en líka semjandi. (8) 30. Reitið einhvern veginn efnið. (6) 31. Orðaflaumur nær að útvega. (4) Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátttökuseðilinn í umslagi merktu: Krossgáta Morg- unblaðsins, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila úrlausn krossgátu 3. júní rennur út á hádegi 8. júní. Nafn vinningshafans birtist í Sunnu- dagsmogganum 10. júní. Heppinn þátttakandi hlýtur bók í vinning. Vinningshafi krossgátunnar 27. maí er Ingveldur Gunnarsdóttir, Holtagötu 12, Akureyri. Hún hlýtur að launum bókina Svart- ur á leik. JPV gefur út. Krossgátuverðlaun Eins og búist var við tókst Wisva- nathan Anand að leggja áskoranda sinn, Ísraelsmanninn Boris Gelf- and, og verja heimsmeistaratit- ilinn sinn. Að loknum 12 skákum með venjulegum umhugsunartíma stóð jafnt, 6:6, og þá var gripið til fjögurra atskáka og þar vann An- and eina skák og gerði þrjú jafn- tefli. Einvígið þótti bragðdauft, meðalleikjafjöldi var 29 leikir. An- and varð FIDE-heimsmeistari árið 2001, vann síðan hið „sameinaða heimsmeistaramót“ í Mexíkó 2007, varði titilinn í einvígi við Kramnik 2008 og Topalov árið 2010. Spennandi einvígi Þrastar og Braga Það var meira líf í tuskunum í einvígi Þrastar Þórhallssonar og Braga Þorfinnssonar um Íslands- meistaratitilinn en fjögurra skáka einvígi þeirra fór fram í Stúkunni á Kópavogsvelli, hófst 25. maí og eftir að jafnt hafði orðið í kapp- skákunum, 2:2, lauk keppninni sl. miðvikudag með æsispennandi atskákum og hraðskákum. Þegar enn var jafnt eftir tvær atskákir, 25 10, og aftur jafnt eftir tvær hraðskákir, 5 3, tefldu þeir að lokum svonefnda „Armageddon- skák“. Bragi fékk fimm mínútur og varð að vinna með hvítu. Þröstur hafði fjórar mínútur og dugði jafntefli en vann og er því Íslandsmeistari 2012. Verðskuld- aður sigur að flestra mati en leiðin að titlinum hefur verið löng og ströng og hófst á Íslandsmótinu í Hagaskóla fyrir 27 árum. Þröstur hefur nú aftur unnið sér sæti í ól- ympíuliði Íslands. Hann var ekki farsæll í byrjun og var undir ½ : 1 ½ að loknum tveim skákum. Í þeirri næstu sýndi hann sínar bestu hliðar: 3. einvígisskák: Þröstur Þórhallsson – Bragi Þorfinnsson Ítalskur leikur 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bc4 Bc5 4. b4 Evans-bragðið á alltaf sína áhangendur. 4. … Bxb4 5. c3 Be7 6. d4 Ra5 7. Bd3!? Nýr snúningur. Kasparov „endurvakti“ Evans-bragð árið 1995 en lék 7. Be2. 7. … d6 8. dxe5 dxe5 9. Rxe5 Rf6 10. Rd2 O-O 11. Rdf3 Rg4 12. Rxg4 Bxg4 13. h3 Bh5 14. O-O Rc6 15. g4 Bg6 16. Hb1 h5 17. gxh5 Bxh5 18. Hb5 Upphafið að skemmtilegu hróksferðalagi. Ekki gekk 18. Hxb7 vegna 18. … Dc8 og h3- peðið fellur. 18. … Bg6 19. Kg2 Dc8 20. De2 Hd8 21. Bc4 a6 22. Hd5 b5 23. Hxd8 Rxd8 24. Bb3 Bh5 25. De3 a5? Bragi hefur fengið vel teflanlega stöðu eftir byrjunina en hér var rétt að leika 25. … Re6. 26. Rd4 Ha6 27. Rf5 Hg6+ 28. Kh2 Bd6+ 29. f4 a4 30. Bc2 De6 31. e5 Í síðustu leikjum bætti hvítur stöðu sína mjög og hér var rétta augnablikið að leika 31. Rxd6 cxd6 32. Db6! 31. … Bf8 32. Rd4 Dxa2 33. Hf2 Dd5 34. Be4 Dc5 35. Bxg6 Bxg6 36. f5 Bh7 37. Hg2 Hvítur hefur unnið skiptamun fyrir peð en staðan er traust. 37. … Rc6 38. Rxc6 Dxc6 39. f6 De6 40. Dd4 c5 41. Df4 b4 Öruggara var 41. … Bg6. Bragi hugðist svara 42. fxg7 með 42. … Be7. Þröstur sá að hann kemst ekkert áleiðis með þeirri leið. 42. Hd2!? a3! 43. Hd8 Db6 44. Dd2 c4 Alls ekki 44. … bxc3 45. Dd6 eða 45. Dd7 og hvítur vinnur. 45. cxb4 gxf6 46. Bxa3 c3 47. Dd4 47. … Da6?? Tapleikurinn. Bragi gat gert sér góðar vonir um jafntefli með því að leika 47. … Dxd4 48. Hxd4 fxe5. 48. Dg4+?! 48. exf6! var nákvæmara. 48. … Bg6 49. Bc1 Db6 50. Dd4 Da6 51. Df2 c2 52. Bh6 Kh7 53. Bxf8 Dc4 54. Bh6! Dc7 55. Hh8+! - og Bragi gafst upp, hann fær ekki forðað máti. Helgi Ólafsson helol@simnet.is Þröstur Íslandsmeistari eftir „Armageddon“ Skák Nafn Heimilisfang Póstfang Krossgáta

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.