SunnudagsMogginn - 03.06.2012, Blaðsíða 24

SunnudagsMogginn - 03.06.2012, Blaðsíða 24
24 3. júní 2012 Nokkrar vinkonur sem voru ágangi rétt fyrir utan byggðina viðDalvík gengu um helgina fram áhryssu að kasta. Ásta B. Gunn- laugsdóttir, ein vinkvennanna, segir það hafa verið mikla upplifun að verða vitni að atburðinum. „Þetta var sérstök reynsla. Maðurinn minn sem hefur mikla reynslu úr hestamennsku hefur t.d. aldrei séð hryssu kasta og eftir því sem ég kemst næst er ekki sérstaklega al- gengt að fólk gangi fram á slíkt.“ Ásta og vinkonur hennar tóku eftir hryss- unni þar sem hún lá og sáu fljótlega að ekki var allt með felldu. „Við ákváðum að fikra okkur nær og sáum þá að hún var að kasta.“ Vinkonurnar urðu í kjölfarið mjög spennt- ar, reyndu strax að hafa uppi á eigandanum sem kom þó ekki fyrr en folaldið var komið í heiminn. „Það var ótrúlegt hvað hryssan var róleg. Veðrið var frábært, náttúran stórkost- leg og þetta var alveg ótrúlega flott augna- blik og falleg sjón. Við leyfðum hryssunni að vera í friði og héldum okkur til hlés. Þetta var eins náttúrulegt og hugsast getur,“ segir Ásta. Folaldið sem um ræðir er undan Prinsessu, átta vetra hryssu, og Arði frá Hrísum. Eig- Ljósmynd/Anna Lovísa Bjarnadóttir Ljósmynd/Anna Lovísa Bjarnadóttir Ljósmynd/Björg Theódórsdóttir Ljósmynd/Björg Theódórsdóttir Hryssan Prinsessa aðstoðar folaldið Jónsa við að koma sér á fætur í fyrsta skipti. Sáu þegar Prin Þó að algengara sé í seinni tíð að mannfólkið verði vitni að komu folalds í heiminn, er það engu að síður mikilfengleg sjón sem seint gleymist. Heimir Snær Guðmundsson heimirs@mbl.is „Nú á dögum þegar menn halda mörg hross og eru með þau nálægt sér er þetta ekki fátítt í sjálfu sér,“ segir Sigurður Sigurðarson dýra- læknir um hvort algengt sé að fólk gangi fram á hryssu að kasta. „Hins vegar er þetta náttúrlega mikið æv- intýri að verða vitni að.“ Sigurður tekur þó fram að vanalega reyni hryssur að leita sér afdreps þar sem þær geta verið í ró meðan þær kasta. Ekki fátítt nú á dögum

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.