SunnudagsMogginn - 03.06.2012, Blaðsíða 6

SunnudagsMogginn - 03.06.2012, Blaðsíða 6
6 3. júní 2012 Deilur um land eru eitt alvarleg- asta mannréttindamálið í Kambó- díu um þessar mundir og hefur hitnað í kolunum á undanförnum mánuðum. Mannréttindasamtök segja að harkan í garð þeirra, sem berjast fyrir mannréttindum, fari vaxandi. Fyrir rúmri viku voru þrettán kambódískar konur settar í fang- elsi fyrir að berjast gegn nauðung- arflutningum í Phnom Penh, höf- uðborg landsins. Ein kvennanna er 72 ára gömul. Munkur, sem studdi þær, á yfir höfði sér að verða sviptur kufl- inum. Konurnar voru dæmdar til á milli 12 til 30 mánaða fangels- isvistar fyrir að leggja land undir sig með ólöglegum hætti. Þær höfðu verið handteknar tveimur dögum áður og voru rétt- arhöldin yfir þeim keyrð áfram með hraði. Konurnar reyndu með táknrænum hætti að endurreisa heimili nokkurra fjölskyldna, sem var úthýst til að rýma fyrir fram- kvæmdum á vegum einkafyrir- tækis við vatnið Boeung Kak í höfuðborginni. „Þetta voru ekkert annað en sýndarréttarhöld, algert sjón- arspil,“sagði Sia Perum, stjórn- andi húsnæðisréttarsamtaka í Phnom Penh, í yfirlýsingu. „Kon- urnar mótmæltu friðsamlega.“ Fyrirtækið er kínverskt og kam- bódískt og er forustumaður þess úr stjórnarflokknum í Kambódíu. Ætlun þess er að fylla upp í vatnið og reisa háhýsi undir íbúðir og verslanir. Þegar hefur sandi verið dælt í vatnið, sem hefur gert fólki ófært að búa við það. Þrjú þúsund fjölskyldur hafa þegar verið neyddar til að flytja og heimilum þeirra verið sökkt í eðju. Al- þjóðabankinn hefur haft afskipti af málinu og sagt að Kambódía muni ekki njóta fyrirgreiðslu fyrr en það hafi verið leyst. Boeung Kak-vatn var vinsæll ferðamanna- staður í Phnom Penh, en ferða- menn halda sig nú fjarri og hót- elum við það hefur verið lokað. Eignarhald á landi í Kambódíu getur verið málum blandið því að stjórn Rauðu kmeranna nam úr gildi eignarrétt á landi þegar hún var við völd 1975 til 1979 og týndust þá mörg skjöl. Sam- kvæmt kambódískum lögum eiga þeir, sem búið hafa á tilteknum stað í fimm ár án vandræða, rétt til þess lands, en Sameinuðu þjóðirnar hafa gagnrýnt stjórnvöld fyrir að framfylgja ekki lögunum. 2010 settu stjórnvöld lög, sem leyfa þeim að gera land í einka- eigu upptækt fyrir opinberar fram- kvæmdir. Konur í fangelsi fyrir mótmæli Börn við Boeung Kak-vatn í Phnom Penh krefjast þess að mæður þeirra, sem var stungið inn fyrir mótmæli, verði látnar lausar. AFP Ólöglegt skógarhögg er víðtækt vanda-mál í Kambódíu og reiði almenningsvegna aðgerðaleysis stjórnvalda fervaxandi. Almennir borgarar eru nú farnir að leggja líf sitt í hættu til að verja skógana fyrir rányrkju. Í apríl varð uppnám í landinu þegar umhverfisverndarsinni, Chhut Vuthy, sem var þekktur heima fyrir, var skotinn til bana vegna þess að hann neitaði að afhenda myndir af skóg- arhöggi og voru stjórnvöld harðlega gagnrýnd. Vuthy átti í fyrra frumkvæði að því að farið var að vakta skógana, sem veita mörgum lífsvið- urværi. „Við erum öll Chhut Vuthy,“ kyrjuðu stuðn- ingsmenn hans við minningarathöfn, sem nýverið var haldin um hann í hinu afskekkta Koh Kong- héraði í suðvesturhluta landsins þar sem hann var skotinn niður. Ólöglegt skógarhögg hefur dregið dilk á eftir sér. Árið 1990 voru 73% lands í Kambódíu skógi vaxin, en 2010 var sú tala komin niður í 57% sam- kvæmt tölum Sameinuðu þjóðanna. „Við verðum að vernda skóginn áður en hann hverfur,“ sagði Chan Yeng, sem var viðstödd minningarathöfnina, í viðtali við fréttastofuna AFP. „Skógurinn er hrísgrjónaskálin okkar.“ Yeng hefur tekið þátt í að vakta skógana og lýsti því hvernig hún hefði eitt sinn gert keðjusög upp- tæka þar sem lífsviðurværi mörg þúsund inn- fæddra væri í hættu. Hún sagði að vöktunin hefði áhrif. Með því að tala við skógarhöggsmenn, skrá- setja athafnir þeirra eða koma í veg fyrir að þeir hagnist á ólöglega höggnu timbri hefði tekist að draga úr ólöglegu skógarhöggi á undanförnum mánuðum. Á meðan Vuthy var á lífi gengu vakthóparnir svo langt að kveikja í földum stæðum af úrvals- timbri, sem var tugþúsunda dollara virði. Í júní hyggjast mörg hundruð íbúar lítilla þorpa gera átak í að vakta skógana. Þeir segjast átta sig á því að það geti verið hættulegt, en þeir séu reiðu- búnir til að taka áhættuna vegna þess að ekki sé hægt að treysta á yfirvöld. „Þar sem ríkisstjórnin gerir ekki neitt eða er ófær um að stöðva ólöglegt skógarhögg og eyðingu skóganna tel ég að nú komi í hlut almennings í Kambódíu að grípa til aðgerða,“ sagði Ou Virak, forseti Mannréttindamiðstöðvar Kambódíu. Ek Tha, talsmaður stjórnvalda, kvaðst fagna að- gerðum borgaranna til að vernda skógana, en hafnaði því að stjórnvöld hefðu brugðist. „Það er ekki hægt að hafa stjórn á 100% allra auðlinda í landinu,“ sagði hann við AFP. Stjórn Kambódíu hefur verið sökuð um að leyfa vel tengdum fyrirtækjum að ryðja mörg þúsund hektara af skóglendi, þar á meðal vernduð svæði, til ýmissa nota, allt frá sykur- og gúmmíekrum til að reisa stíflur til raforkuframleiðslu. Mannrétt- inda- og umhverfisverndarsamtök í landinu tengja þetta afsal lands gegndarlausu ólöglegu skógarhöggi og halda því fram að vopnaðar sveitir á vegum stjórnvalda sjái um öryggisgæslu fyrir hin brotlegu fyrirtæki. Hun Sen, forsætisráðherra Kambódíu, lýsti yfir að ekki yrði meira um afsal lands eftir að Vuthy var myrtur. Umhverfisverndarsamtök í landinu hafa fagnað þessu, en eru þó tortryggin og benda á að engu að síður sé skóglendi enn í hættu. Skógar Kambódíu spænast upp Borgarar gagnrýna stjórnvöld og grípa til eigin ráða Íbúar í Koh Kong-héraði í Kambódíu við stæður af viði. Ólöglegt skógar- högg er vandamál í landinu og vekur aðgerðaleysi yfirvalda reiði. AFP Syrgjendur með mynd af Chhut Vuthy, forseta kam- bódískra náttúruverndarsamtaka, sem var myrtur. AFP Vikuspegill Karl Blöndal kbl@mbl.is Sveitarstjórnarkosningar verða í Kambódíu í dag, 3. júní. Sam Rainsy, leiðtogi stjórnarand- stöðunnar, getur ekki tekið þátt í kosningabaráttunni vegna dónms sem hann segir að sé af pólitískum hvötum sprottinn. Hann hefur verið á ferð um Evr- ópu til að tala fyrir heiðarlegum kosningum og mannréttindum í landi sínu. Kosið um helgina

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.