SunnudagsMogginn - 03.06.2012, Blaðsíða 44

SunnudagsMogginn - 03.06.2012, Blaðsíða 44
44 3. júní 2012 You Are Not So Smart - David McRaney bbbmn Maðurinn heldur að hann hafi vald yfir öllu sínu umhverfi og kunni skil á sjálfum sér, en í raun er hann á valdi sjálfblekkingarinnar og skoðanir hans og ákvarðanir ráðast af hlutum, sem hann hefur ekki hugmynd um. Eins og David McRa- ney orðar það í bókinni You Are Not So Smart „starfar mikið af vélbúnaði hugans að baki lukt- um dyrum í ranghölum undirmeðvitund- arinnar“. Meðvitundin, skynsemin er hægfara og klunnaleg, en undirmeðvitundin eldsnögg. Oft réttlætir síðan skynsemin gerðir okkar með eftirárökum, sem eru tilbúningur einn og koma hinni raunverulegu forsendu gerða okkar ekkert við. Bókin skiptist í 48 stutta kafla þar sem McRaney tekur viðhorf á borð við að „fólk, sem verður undir í lífsins leik, hlýtur að hafa gert eitthvað til að verðskulda það“ og bendir á að sannleikurinn sé sá að þeir sem „eigi góðrar gæfu að njóta hafi iðu- lega ekkert gert til að verðskulda hana og vont fólk komist oft upp með gerðir sínar án þess að gjalda fyrir“. Þetta blasi við, en mað- urinn hafi tilhneigingu til að líta svo á að í grunninn sé heimurinn réttlátur. Þetta kallar hann rökvilluna um réttlátan heim. Almennt er niðurstaðan sú að við vitum ekki hvers vegna okkur líkar hitt eða þetta og skiljum ekki hvers vegna okkur líður eins og okkur líður. En það er svo sem ekki verra að vita að maður lifir í blekk- ingu um eigin ágæti, ályktunarhæfni og rökhyggju. McRaney er skemmtilegur penni, en hefur þann leiða sið að ávarpa lesandann í annarri persónu líkt og hann sé ekki haldinn neinni af þeim bábiljum, sem hann afhjúpar. Liars and Outliers - Bruce Schneier bbbbn Traust er límið í samfélaginu. Ef við getum ekki treyst náunganum seitlar tortryggni og andúð inn í öll mannleg samskipti og stendur þeim fyrir þrifum. Við treystum strætóbílstjóranum til að keyra ekki beint út í sjó. Við treystum þjóninum til að misnota ekki greiðslukortið okkar. Almennt treystum við náunganum til að ganga ekki berserksgang upp úr þurru. Bruce Schneier fjallar í bók sinni, Liars and Outliers, um hina samstarfsfúsu og liðhlaupana, sem hann kallar svo. Liðhlauparnir eru þeir sem ekki lúta viðteknum venjum samfélagsins. Þeir geta verið andófsmenn sem rísa upp gegn valdhöfunum í einræðisríki. Þeir geta einnig verið hryðju- verkamenn. Schneier skrifaði bókina með það í huga hvernig örfáir menn svindluðu á kerfinu sér í hag og kölluðu fjármálakreppu yfir heiminn. Niðurstaða Schneiers er sú að eftir því sem heimurinn verður flóknari og tæknivæddari geti liðhlauparnir valdið meira tjóni. Hryðjuverkamaður geti valdið mun meira tjóni nú en fyrir 20 árum og framfarir í tækni á næstu áratugum muni gera að verkum að hann geti valdið enn meiri usla. Karl Blöndal kbl@mbl.is Erlendar bækur Eymundsson 1. Catching Fire: Hunger Games 2 - Suzanne Collins 2. Mockingjay - Suzanne Collins 3. The Hunger Games - Suz- anne Collins 4. Fifty Shades of Grey - E.L. James 5. Game of Thrones - George R.R. Martin 6. Drop - Michael Connelly 7. Red Mist - Patricia Cornwell 8.Fifty Shades Freed - E.L. James 9. Fifty Shades Darker - E.L. James 10. The Affair - Lee Child New York Times 1. Fifty Shades of Grey - E.L. James 2. Fifty Shades Darker - E.L. James 3. Fifty Shades Freed - E.L. James 4. Stolen Prey - John Sandford 5. 11th Hour - James Patterson 6. Fifty Shades Trilogy - E.L. James 7. The Columbus Affair - Steve Berry 8. The Innocent - David Baldacci 9. The Last Boyfriend - Nora Roberts 10. Deadlocked - Charlaine Harris Amazon 1. Fifty Shades of Grey - E.L. James 2. Fifty Shades Darker - E.L. James 3. Fifty Shades Freed - E.L. James 4. Fifty Shades Trilogy- E.L James 5. The Charge - Brendon Burchard 6. A Song of Ice and Fire, Books 1-4 - George R.R. Martin 7. Mockingjay - Suzanne Collins 8. The Hunger Games - Suz- anne Collins 9. The Amateur - Edward Klein 10. American Grown - Michelle Obama Bóksölulisti Lesbókbækur Sagan af Antoníusi og Kleópötru er einþekktasta ástarsaga allra tíma. Shake-speare samdi leikrit um þau og nokkrarkvikmyndir hafa verið gerðar um þetta fræga ástarsamband sem endaði með sjálfsmorði elskendanna. Það var fyrst og fremst hinn drama- tíski dauðdagi sem gerði að verkum að umheim- urinn heillaðist af sögu Antoníusar og Kleópötru og með tímanum urðu til alls kyns sagnir um elsk- endurna sem voru langt fjarri sannleikanum. Sem dæmi má nefna að Kleópatra varð í vitund fólks mun valdameiri en hún raunverulega var. Kleópatra er dáðari en Antoníus, varla er minnst á hann nema í samhengi við Kleópötru. og sennilega myndi umheimurinn lítt af honum vita nema vegna sambands hans við hana. Hin fræga drottning Egypta er umvafin dulúð og um aldir hafa menn getað rifist um það hvernig hún leit út, hvort hún hafi verið dökk eða ljós á hörund og hversu falleg hún hafi raunverulega verið. Antony and Cleopatra er nýleg bók eftir sagn- fræðinginn Adrian Goldsworthy en þar leitast hann við að geta í þær eyður sem eru í sögu elsk- endanna og rýnir í heimildir. Hann hefur unnið verk sitt vel enda hefur bókin fengið afbragðs dóma gagnrýnenda. Goldsworthy segir sögu elskendanna og sömuleiðis sögu Júlíusar Sesars sem kom Kleóp- ötru aftur til valda eftir að hún var hrakin frá völdum. Þau Sesar voru elskendur og hún fæddi honum son en eftir dauða hans varð hún ástkona Antoníusar og fæddi honum þrjú börn. Því sam- bandi lauk með dauða þeirra beggja eftir ósigur í sjóorrustu við Oktavíanus, kjörson Sesars sem seinna varð Ágústus og fyrsti keisari Rómaveldis. Bók Goldsworthys er saga af miklum átökum og grimmdarverkum á tímum þegar mannslíf voru lítils virði. Forfeður Kleópötru höfðu barist innbyrðis um völd og fjölskyldumeðlimir hikuðu ekki við að drepa hverjir aðra. Ekkert hafði breyst í þeim efnum þegar Kleópatra komst til valda. Henni stóð mikil hætta af ættingjum sínum, eins og þeim af henni. Hún þurfti að beita slægð og grimmd til að halda völdum og kom þremur systkinum sínum fyrir kattarnef. Veldi hennar var alla tíð veikt, þvert á það sem sýnt hefur verið í kvikmyndum þar sem hún er sterk og dáð drottn- ing. Hún átti í reynd nær allt undir velvilja hins rómverska heimsveldis og báðir ástmenn hennar komu þaðan og voru valdamenn. Kleópatra var greind, metnaðargjörn og ákveðin, með gott sjálfstraust, lífleg og fyndin. Goldsworthy segir að sennilega hafi Júlíus Sesar og Antoníus verið einu ástmenn hennar. Hún var 21 árs þegar hún hitti Sesar og hann var 52 ára, kvæntur þriðju konu sinni. Hann var töfrandi maður og hún bjó sömuleiðis yfir geislandi per- sónuleika. Þau urðu elskendur og þegar hann var myrtur í Róm var hún stödd í borginni ásamt syni þeirra. Antoníus, seinni elskhugi hennar, var bandamaður Sesars og varð einn af valdamestu mönnum í Róm. Hann hafði pólitíska hæfileika og var gríðarlega metnaðargjarn. Var enginn hug- sjónamaður heldur sóttist eftir völdum valdanna vegna og hyglaði sjálfum sér og vinum sínum óspart. Goldsworthy telur líklegt að þegar fór að halla undan fæti hafi Antoníus fengið taugaáfall og þjáðst af þunglyndi og lagst í ofdrykkju. Þegar elskendurnir höfðu beðið ósigur fyrir Oktavíusi framdi Antoníus sjálfsmorð með því að reka sig í gegn með rýtingi. Kleópatra lifði hann í rúma viku. Oktavíus ætlaði að taka Kleópötru með sér til Rómar og sýna hana sem herfang sitt. Hugmyndin um að vera teymd sem fangi um stræti Rómar meðan áhorfendur hæddust að henni var sann- arlega ekki fýsileg í augum hinnar stoltu Kleóp- ötru. Hún fyrirfór sér, mjög líklega með því að láta snák bíta sig. Goldsworthy telur að þótt samband Ant- oníusar og Kleópötru hafi að hluta til byggst á hagkvæmni – þau þurftu hvort á öðru að halda í pólitískum skilningi – þá hafi einnig verið um raunverulega ást að ræða. Bæði voru þau pólitísk dýr, segir Goldsworthy, en milli þeirra ríkti ást og væntumþykja sem lýsir sér til dæmis í því að sitt í hvoru lagi óskuðu þau eftir því að fá að hvíla sam- an eftir dauðann. Elísabet Taylor skapaði þá mynd af Kleópötru sem flestir þekkja. Raunveruleikinn er nokkuð öðruvísi. Hver var Kleópatra? Ný bók um Kleópötru, drottningu Egypta sem varð að goð- sögn, hefur vakið athygli og fengið góða dóma. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.