SunnudagsMogginn - 03.06.2012, Blaðsíða 21

SunnudagsMogginn - 03.06.2012, Blaðsíða 21
3. júní 2012 21 Breukelen að verja vítaspyrnu frá Belanov, síðasta Evr- ópumótinu í sögu Sovétríkjanna lauk í vonbrigðum. Gullit tók við bikarnum að leik loknum en honum var ljóst – eins og öllum öðrum – að hann var þinglýst eign Marcos van Bastens. Af öðrum Evrópumeisturum Hollands 1988 má nefna öldunginn Arnold Mühren, Gerald Vanenburg og Frank Rijkaard. Þjálfari var Rinus Michels. 34 mörk voru gerð í leikjunum fimmtán (2,27 að meðaltali í leik) og EM 1988 er merkilegt mót fyrir þær sakir að engum leik lauk með markalausu jafntefli og engin úrslit voru knúin fram í framlengingu eða víta- spyrnukeppni. Þá var engum einasta leikmanni vikið af velli. EM í Svíþjóð 1992 Evrópumótsins í Svíþjóð 1992 verður um aldur og ævi minnst vegna óvæntra úrslita – þjóðin sem fór með sigur af hólmi vann sér ekki einu sinni rétt til þátttöku á mótinu. Júgóslavía átti að mæta til leiks en Knatt- spyrnusamband Evrópu fór að ráðum öryggisráðs Sam- einuðu þjóðanna og vék landinu úr keppni vegna stríðs- ins sem geisaði þar á þessum tíma. Danmörk kom í staðinn. Hermt er að dönsku leikmennirnir hafi upp til hópa verið komnir í sumarfrí á sólarströnd þegar fregn- in barst þeim til eyrna. Þá var ekki um annað að ræða en að skola af sér sólarolíuna og reima á sig skóna. Ekki blés svo sem byrlega fyrir Dönum til að byrja með, þeir voru aðeins með eitt stig eftir tvo fyrstu leik- ina, gegn Svíum og Englendingum, og höfðu ekki náð að gera mark. Óvæntur sigur í síðasta leik gegn Frökkum skilaði Dönum hins vegar í undanúrslit. Vonbrigði Frakka, sem léku undir stjórn Michels Platinis, voru mikil enda var liðinu spáð góðu gengi í Svíþjóð eftir frá- bæra undankeppni. Englendingar sneru enn og aftur heim með skottið á milli fótanna. Stórveldin Holland og Þýskaland fóru áfram úr hinum riðlinum á kostnað Skota og Samveldis sjálfstæðra ríkja (sem risið hafði úr rústum Sovétríkjanna). Heldur dauft var yfir riðlakeppninni en fjör færðist svo um munaði í leikinn í undanúrslitunum. Þjóðverjar lögðu Svía með þremur mörkum gegn tveimur. Karl- Heinz Riedle, tvö, og hinn smávaxni Thomas Häßler skoruðu fyrir Þjóðverja en Tomas Brolin og Kennet Andersson frá Eskilstuna fyrir heimamenn. Flestir bjuggust við því að viðureign Hollendinga og Dana yrði leikur kattarins að músinni. Svo var ekki. Henrik Larsen kom boðflennunum í tvígang yfir en Dennis Bergkamp og Frank Rijkaard jöfnuðu fyrir Hol- land. Blása þurfti til vítaspyrnukeppni og í henni skor- uðu níu leikmenn af tíu. Sá sem klikkaði heitir Marco van Basten. Í knattspyrnunni skiptast sannarlega á skin og skúrir. Enn færri bjuggust við því að Danir hefðu roð við sjálfum heimsmeisturunum, Þjóðverjum, í úrslita- leiknum í Gautaborg. En öskubuskuævintýrið var skrif- að í skýin, Danir unnu til þess að gera auðveldan sigur, 2:0, með mörkum frá John Jensen, sem kenndur var við öltegund eina, Faxe, og Kim Vilfort. Sigurreifur lýðurinn dansaði um stræti og torg í Kaupmannahöfn. Ekki ama- legt að vinna mót sem menn reiknuðu ekki einu sinni með að taka þátt í. Sigur Dana var sigur liðsheildarinnar. Henrik Larsen skoraði raunar þrjú mörk og deildi markakóngstigninni með Riedle, Bergkamp og Brolin og Peter Schmeichel lokaði á köflum markinu. Danska liðið 1992 verður seint talið skemmtilegasta lið sparksögunnar en Dönum er, að ég hygg, slétt sama um það. Laudrup var reyndar þarna, ekki Michael sem var í fýlu, heldur litli bróðir hans, Brian. Þjálfari Dana 1992 var Richard Møller Nielsen. Enn fækkaði mörkunum, 32 voru gerð í leikjunum fimmtán (2,13 að meðaltali í leik), þar af 11 í síðustu leikjunum þremur. EM í Englandi 1996 Sumarið 1996 kom fótboltinn loksins heim – það er til Englands. EM fór fram í vöggu fótmenntanna í fyrsta sinn. Nú brá líka svo við að Englendingar voru bara býsna brattir. Enginn stóð Alan Shearer á sporði í fram- línunni (hann varð markakóngur mótsins með fimm mörk), einhver saltaldan hafði skolað Paul Gascoigne staffírugum á land og Tony Adams batt saman vörnina, loksins búinn að leggja draug van Bastens til hvílu. Eng- land flaug upp úr riðli sínum ásamt Hollandi. Þar með var leiðin í undanúrslit ekki greið en að þessu sinni tóku sextán þjóðir í fyrsta sinn þátt í mótinu. Var það bein afleiðing af lognmollunni í Svíþjóð. Heldur lækkaði samt skorið, niður í 2,06 mörk að meðaltali í leik. Spánverjar, sem ekki töldust til meiri spámanna í þá tíð, stóðu í Englendingum í átta liða úrslitum og þurfti að grípa til vítakeppni til að knýja fram úrslit. Enska þjóðin var á nálum og fór á límingunum þegar vinstri- bakvörðurinn Stuart Pearce steig fram til að spyrna. Hann misnotaði sem frægt er spyrnu í vítakeppninni gegn Þjóðverjum í undanúrslitum HM 1990. Á einu augnabliki varpaði Pearce af sér oki umliðinna sex ára og fagnaði eins og andsetinn væri – og allt konungsdæmið með honum. Þjóðverjar skiluðu sér í undanúrslit af gömlum vana og Frakkar, sem tefldu fram nýju og spennandi liði með mönnum á borð við Zinedine Zidane, Youri Djorkaeff og Bixente Lizarazu, lögðu Hollendinga í vítakeppni. Fjórða þjóðin í undanúrslitum var öllum að óvörum Tékkar, sem lögðu Portúgala, 1:0, Patrik Berger, Pavel Nedved, Karel Poborský og félagar. Báðir leikir, England - Þýskaland og Tékkland - Frakkland, fóru í vítakeppni og í báðum þurfti bráða- bana til knýja fram úrslit. Aftur þrumaði Pearce tuðr- unni í netið en nú var röðin komin að varnarjaxlinum Gareth Southgate að bregðast bogalistin. Evrópudraum- ur Englendinga var úti. Í hinum leiknum varð Frakkinn Reynald Pedros svo ógæfusamur að skilja á milli frama og feigðar. Úrslitaleikurinn varð sögulegur – svo vægt sé að orði komist. Berger skaut Tékkum í forystu á 59. mínútu úr enn einu vítinu. Eflaust hefur met fallið í þeim efnum á þessu móti. Á þeirri 73. jafnaði Oliver Bierhoff, fjórum mínútum eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Enn var jafnt að loknum venjulegum leiktíma. Þá tók við framlenging. Það var hins vegar engin venjuleg fram- lenging því reglum EM hafði verið breytt á þann veg að fyrsta markið sem gert yrði í henni, svokallað gullmark, myndi ráða úrslitum í leiknum. Það perlaði af enni leik- manna, jafnt sem áhorfenda en spennan stóð ekki lengi, eftir aðeins fimm mínútur lak skot Bierhoffs í markið framhjá Petr Kouba. Þýskaland varð fyrsta þjóðin til að sigra stórmót á gullmarki. Frakkar léku það eftir fjórum árum síðar, þegar Holland og Belgía héldu mótið í sam- einingu. David Trezeguet var þá í sporum Bierhoffs. Eftir það var gullmarkið aflagt – sjálfsagt af mannúðar- ástæðum. Oliver Bierhoff og Matthias Sammer taka við Evrópubikarnum úr hendi Elísabetar Englandsdrottningar á Wembley 1996. picture-alliance/ dpa Marco van Basten nýbúinn að láta skotið góða ríða af í úrslita- leiknum í München 1988. Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi Sími 535 4300 · axis.is Fataskápar í miklu úrvali

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.