SunnudagsMogginn - 03.06.2012, Blaðsíða 43
3. júní 2012 43
„Ég reyndi auðvitað að tileinka mér tal-
andann í vinahópi hans, eins og yngri
bræður gera. Þannig er það bara, börn
vilja alltaf hoppa upp um aldursflokk. Ég
man hvað honum og vinum hans þótti
fyndið að horfa á Dire Straits spila Sult-
ans Of Swing á tónleikum, þar sem þeir
dilluðu sér með hárbönd og svitabönd:
„Þessir axlapúðar! Hvað var hann að
pæla!“ Ég var sautján ára og og sagði í
orðastað Mark Knopfler: „Innst inni var
ég að hrópa á hjálp.“ Þá hlógu allir vinir
hans og ég fann að ég féll inn í hópinn.
Það læra börnin sem fyrir þeim er haft.“
Uppeldið
„Ég man ekki alveg eftir þessari alvar-
legu hlið,“ segir Unnur Sara. „Ég held að
ég hafi fengið að kynnast honum á annan
hátt en margir aðrir. Uppeldisaðferð-
irnar voru einstaklega skemmtilegar og
þær hafa ennþá áhrif á mig.
Ég man alltaf er hann sagði þegar ég
var sjö eða átta ára: „Veistu af hverju ég
skil þig svona vel?“ Ég sagði bara nei,
vissi ekki hvað ég átti að segja, og þá
sagði hann: „Af því að ég er líka krakki.“
Þetta sat í mér. Fyrst hugsaði ég bara:
„Ha? Hann er ekkert krakki. Hann er
fullorðinn!“ En seinna skildi ég þetta.
Hann gætti þess að halda í barnið í sér.
Hann var líka mikið með okkur, dugleg-
ur að styðja við bakið á okkur, sama
hvort það var tónlist eða kvikmyndir eða
annað sem við vorum að bralla.“
Hljómsveit Unnar Söru hét Litli lamp-
inn. .„Við stofnuðum hana og fengum
Halldór [yngsta bróður Kristjáns] fljót-
lega til liðs við okkur. Hann vill meina að
ég hafi stungið upp á þessu nafni. Við
náðum svo sem ekki að gera mikið, en
við bjuggum þó til eitt lag.“
„Allt í rúst,“ segir Ari. „En það kom
aldrei út. Var einkalag!“
Sólóplatan
Kristján gaf aldrei út sólóplötu, en nú
standa ættingjar hans fyrir útgáfu á
hljómplötu með honum.
„Honum auðnaðist aldrei að láta verða
af því áður en hann veiktist, og okkur
hefur alltaf dreymt um að eiga slíka
plötu,“ segir Ari.
„Við höfðum aldrei farið almennilega í
gegnum allt efnið sem hann skildi eftir
sig, allskonar spólur og diska, en þegar
við fórum að gramsa fundum við djass-
tónleika frá því hann útskrifaðist úr FÍH
árið 1995, og klassíska gítartónleika frá
árinu 1996. Þetta var blessunarlega nógu
heillegt til að hægt væri að setja saman
úrval af lögum.“
„Og við vorum ánægð með að þarna
væri bæði djass og klassík, því það skipti
hann máli að vera fjölhæfur – að geta
gert ólíkum tónlistarstefnum skil.“ segir
Unnur Sara.
„Hann vann svo mikið fyrir aðra, spil-
aði í sjónvarpi, leikhúsum og á tón-
leikum. Og platan heitir Gítarmaður.
Hann var harður á því að hann væri gít-
armaður en ekki gítarleikari og bar þann
titil í símaskránni.“
„Enda fannst honum leikari skrítið
starf,“ bætir Ari við. „Hann gerði grein-
armun á því að vera gítarleikari, gít-
areigandi og gítarmaður.“
Listin
Ara þekkja allir úr uppistandinu, en
hann er einn af forsprökkum Mið-
Íslands, og mun hann troða upp á minn-
ingartónleikunum á fimmtudag. En
hann kemur lítið nálægt tónlist. „Ekki
ennþá,“ segir hann íbygginn. „Ég á mér
langa og skrítna forsögu í tónlist og náði
í raun aldrei að velja mér rétt hljóðfæri.
Sú saga er í senn sorgleg og spaugileg og
verður sögð síðar. En ég er alltaf að
leggja á ráðin um eitthvað.“
„Allir föðurbræðir mínir eru í tónlist,“
segir Unnur Sara stríðnislega. „Nema
Ari. Hann er bara grínisti.“
Unnur fór mikið með Kristjáni í leik-
hús á sínum tíma. „Þegar hann spilaði í
söngleiknum Rent, þá var ég oft á æfing-
um og ætli ég hafi ekki séð sex sýn-
ingar.“
Það þarf því engan að undra að listin
eigi huga hennar óskiptan.
„Ég er mest í tónlist, er á þriðja ári í
djasssöng í FÍH, var að klára MH í vor og
ætla nú að einbeita mér að tónlistinni,“
segir hún en hún mun stíga á stokk og
heiðra minningu föður síns með eigin
lagsmíð á fimmtudaginn kemur.
Ari og Unnur Sara segja að Kristján hafi snemma verið kominn með gítarinn á loft, enda hafi hann ákveðið tveggja ára að verða gítarleikari. Þau troða bæði upp á tónleikunum á fimmtudag.
Morgunblaðið/Ómar
Kristján hélt tugi tónleika í grunnskólum og var það liður í tónleikaverkefninu „Tónlist fyrir
alla“. Þar útskýrði hann og spilaði ólíkar tónlistarstefnur á gítarinn.
Feðginin Unnur Sara og Kristján saman í
Helsinki árið 1998.
Minningartónleikar verða haldnir um Krist-
ján Eldjárn gítarmann í Þjóðleikhúsinu 7.
júní til að minnast þess að tíu ár eru síðan
hann lést og eins að hann hefði orðið fer-
tugur í sumar. Á meðal flytjenda verða
Þursaflokkurinn, Bubbi Morthens, Páll Ósk-
ar, HAM, Víkingur Heiðar, Ragnhildur Gísla-
dóttir, Jack Magnet, Sykur, Kristjana Arn-
grímsdóttir, Guðmundur Pétursson, Jóel
Pálsson, Einar Scheving, Ari Eldjárn og Eva
María Jónsdóttir. Ágóðinn rennur í minning-
arsjóð Kristjáns Eldjárns, sem stofnað var
til af fjölskyldu, vinum og samstarfs-
mönnum, en sjóðurinn veitir framúrskar-
andi listamönnum viðurkenningar. Þess má
geta að Þursaflokkurinn tróð síðast upp í
Þjóðleikhúsinu árið 1991 á minningartón-
leikum um Karl Sighvatsson og þar áður ár-
ið 1980 er tónleikaplatan Á hljómleikum
var tekin upp.
Þursaflokkurinn aftur á svið