SunnudagsMogginn - 03.06.2012, Blaðsíða 4

SunnudagsMogginn - 03.06.2012, Blaðsíða 4
4 3. júní 2012 Michael Bloomberg, borgarstjóri íNew York, hefur lengi verið í her-ferð gegn því gríðarlega vanda-máli sem offita er orðin vest- anhafs. Hann steig í fyrradag nýtt skref í baráttunni; kynnti þá hugmyndir sínar um að bannað yrði að selja sykraða drykki í mjög stórum málum á veitingastöðum, kvikmynda- húsum og öðrum opinberum stöðum í borginni. Bloomberg mun leggja tillögu sína fyrir heil- brigðisráð borgarinnar í júní. Þar sitja fulltrúar sem hann skipaði sjálfur þannig að ekki þarf að reikna með að mótbárum verði hreyft þar á bæ. Óheilbrigð þráhyggja Annað hljóð og hærra kemur væntanlega úr horni gosdrykkjaframleiðenda, og þeirra sem vilja frelsi einstaklingsins sem allra mest, að mati dagblaðsins New York Post. Enda hefur talsmaður samtaka drykkjarframleiðenda þegar gagnrýnt yfirvöld harðlega. Segir hugmynd- irnar slæmar og afar ósanngjarnt að beina aug- unum einvörðungu að einni vörutegund. Hug- myndina telja drykkjarframleiðendur „óheilbrigða þráhyggju“ og „truflun“ og sagði talsmaðurinn að önnur meðul en þessi þyrfti til að sporna við offitunni. Vísindamenn hæla hins vegar borgarstjór- anum og segja þetta skref nauðsynlegt í barátt- unni við offitufaraldurinn. Talið er að meira en helmingur fullorðinna í borginni sé allt of feit- ur. Fari svo að hugmynd borgarstjórans verði að veruleika verður leyfilegt að selja í mesta lagi hálfan lítra umræddra drykkja í einu glasi, en á sumum skyndibitastöðum er nú hægt að kaupa tveggja lítra glas af gosi með matnum! Takmarkanirnar munu gilda um drykki með ákveðnu kaloríumagni, Coke og Pepsi hafa ver- ið nefnd sem dæmi, en einnig aðrir sykraðir drykkir. Diet-gos myndi hins vegar ekki lúta þessum reglum og áfram yrði leyft að selja ofur- skammta af ýmsu öðru, margs kyns mjólk- urdrykkjum og kaffisvelgir geta eftir sem áður fjárfest í risaskömmtum. „Almenn er það viðurkennt um allt land að offita er vaxandi og mjög alvarlegt vandamál,“ sagði Bloomberg borgarstjóri við fjölmiðlamenn í vikunni. Hann sagði samt sem áður allt of marga sitja með hendur í skauti í stað þess að gera eitthvað í málinu. „Á meðan aðrir tala um vandann og kvarta ætlum við að taka til hend- inni,“ sagði hann. Fyrstu viðbrögð fólks í New York voru mis- jöfn. Veitingakona á Manhattan kvaðst afar sátt við að gosskammtarnir yrðu minnkaðir. „Fólk þarf ekki að drekka meira [en hálfan lítra] með matnum,“ sagði hún. Viðkomandi hefur unnið á veitingastað föður síns frá unglingsaldri og segir engum dyljast að yfirvöld hafi reynt að hvetja fólk til hollari lífshátta á síðustu árum. „Ef Bloomberg hefur raunverulegan vilja til þess að breyta lífsstíl fólks þá finnst mér hann vera að gera rétt.“ Námsmaður í borginni sem New York Post ræddi við var hins vegar á öndverðum meiði. „Mér finnst þetta fáránlegt. Þótt komið verði í veg fyrir að fólk borði eitthvað eða drekki verð- ur það ekki til þess að menn léttist,“ sagði hann. Hjartaáföll barna Fyrir nokkrum misserum reyndi Bloomberg að setja á bann við því að fátækt fólk keypti gos- drykki fyrir matarmiða, sem það fær úthlutað hjá borginni, en alríkisstjórnin í Washington hafnaði þeirri hugmynd. David Katz, vísindamaður við Yale-háskóla og ritstjóri blaðs um offituvandamál barna, seg- ir ástandið mjög alvarlegt og fólk hafi allt of lengi skellt skorraeyrum við aðvörunum. Meðal þess sem nefnt er í tengslum við offitufarald- urinn er mikil fjölgun hjartaáfalla barna á aldr- inum fimm til fjórtán ára. skapti@mbl.is … og eitt lítið glas af gosi Borgarstjórinn í New York berst gegn offitu Offita hrjáir mikinn fjölda Bandaríkjamanna og vandamálið verður risavaxið innan fárra áratugi ef ekkert verður að gert. ReutersVikuspegill Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Ýmislegt sem tekið hefur verið til bragðs í New York til þess að berjast fyrir bættri heilsu borgarbúa hef- ur verið tekið upp annars staðar. Dæmi um það eru lög sem banna reykingar á veitingahúsum og í al- menningsgörðum, og barátta gegn trans- fitu í matvælum, sem Bloomberg borg- arstjóri sagði stríð á hendur fyrir nokkrum árum. Fyrirmynd margra Michael Bloomberg varð sjötugur fyrr á þessu ári. Hann stundaði lengi viðskipti og stofnaði m.a. fjármálafréttaveituna sem ber nafn hans og á 88% hlut í fyrirtæk- inu. Tímaritið Forbes segir hann 11. ríkasta mann Bandaríkjanna. Bloomberg var lengi félagi í Demókrataflokknum en gekk í Repúblikanaflokkinn fyrir borg- arstjórakosningarnar 2001 og var kjörinn sem slíkur, og endurkjör- inn 2005. Borgarstjórinn yfirgaf síðan flokkinn vegna óánægju með hugmyndafræði forystu- manna hans og náði kjöri sem borgarstjóri þriðja sinni árið 2009, þegar hann gaf kost á sér sem sjálfstæður frambjóðandi. Borgarstjórinn vinsæli hefur lengi látið sig heilsufar fólks varða. Hans fólk í heilbrigðis- málum hefur bent á að síðan 1955 hefur stærð meðalgos- drykks sem seldur er hjá McDonald’s skyndibitakeðjunni stækkað um 457%. Þetta sé óeðlilegt og algjörlega ónauðsynlegt. Ráðgjafar borgarstjórans í heil- brigðismálum vísa einnig í rann- sókn á vegum Cornell sem sýndi fram á að fólk sem borðaði súpu úr skál, sem fyllt var í neðan frá án þess að neytandinn vissi, borð- aði 73% meira en sá sem borðaði úr hefðbundinni skál. Fólk áttaði sig ekki á muninum eða hætti sjaldnast að næra sig þegar það var orðið mett. Þess vegna sé ekki óeðlilegt að reyna að hafa vit fyrir fólki. Borgarstjóri var spurður hvort bannið yrði ekki slæmt fyrir versl- anir og veitingahús en sagði svo ekki vera. Ef hallaði undan fæti í rekstrinum myndu kaupmennirnir bara hækka verðið. Einfalt mál. Umhugað um heilsufar fólks Michael Bloomberg AFP AF HVERJU EKKI AÐ FÁ MEIRA FYRIR MINNA? Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - 577 5177 - www.ofnasmidja.is Pípulagnahreinsir Perfect Jet Síuhreinsihaus Stuðningssæti U.V. Áburður fyrir lok Glasabakki Yfirborðshreinsir fyir skel FituhreinsirFroðueyðir Síuhreinsir 3499,- 1249,- 2899,- 2899,-2999,- 3299,- 3499,- 4499,- 1999,- *Öll verð eru m/vsk og birt án ábyrgðar Úrval fylgihluta fyrir heita potta

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.