SunnudagsMogginn - 03.06.2012, Blaðsíða 28

SunnudagsMogginn - 03.06.2012, Blaðsíða 28
28 3. júní 2012 fyrsta og öðru ári varðandi viðhorf manns sjálfs og vinnu manns. Þegar ég var á fyrsta ári fannst mér mjög einkennilegt hvernig krakkarnir á öðru ári hegðuðu sér, þau voru öll svo stressuð. Á öðru ári skildi ég þessa hegðun þeirra. Maður verður ein- beittari og agaðri eftir því sem á námið líður en um leið stressaðri því kröfurnar eru miklar og maður þarf að standa sig ef maður ætlar ekki að falla. Þetta er strangt nám og margir hætta í byrjun og svo er þó nokkuð um að nemendur falli á prófum. Við vorum 50 sem hófum námið en 26 sem útskrif- uðumst. Það var ekki bein keppni á milli okkar nemendanna því bekkurinn stóð saman. Við vor- um að keppa að því að verða eins góð og við gátum orðið og öguðum okkur, reyndum að halda okkur þarna inni og standa okkur vel. Við vissum að við myndum uppskera ef við ynnum vinnuna okkar vel. Ég hugsaði stundum um að hætta. Það fyrirfinnst varla nemandi sem hefur farið í gegnum þetta nám án þess að hafa fellt tár. Ég held að ég eigi ekki eftir að vera hrædd við neitt lengur varðandi þetta starf og tel að ekkert muni koma á óvart því allt sem gæti brotið mann niður í þessu fagi er búið að ger- ast. En ég komst í gegnum þetta og útskrifaðist.“ Þú sagðir áðan frá viðtalinu við Louise Wilson, hvernig kennari er hún? „Louise Wilson gerir mann að betri hönnuði. Hún er mjög gagnrýnin og neikvæð í mati sínu á verkefnum nemenda, en sjálf myndi hún segja að hún væri að undirbúa nemendur fyrir hinn grimma raunveruleika sem er í þessum iðnaði. Hún segir reglulega að nemendurnir séu hennar versta mar- þarna, ég skyldi drullast til að sýna henni hvað ég væri að gera inni á skrifstofunni hennar. Ég reif dót upp úr töskunni og setti á skrifborðið. Hún fiktaði eitthvað í því, gagnrýndi allt, hristi hausinn og fussaði og sveiaði á meðan samkennari hennar brosti og skoðaði möppuna mína. Allt samtalið var svo brenglað að ég vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta, sérstaklega þegar ég var í miðjum setn- ingum að útskýra hönnun mína meðan Louise tók tvisvar sinnum upp símtólið og hringdi án þess að virða mig viðlits. Í lokin rétti ég henni umsókn mína um skólavist, sem ég hafði sett í dæmigerðan plastvasa með tveimur götum. Hún opnaði plastvasann og sagði öskureið að hún þyldi ekki svona plastdrasl. Hún reyndi að rífa blöðin út möppunni, en það gekk hálfbrösuglega þar sem þau voru spennt niður. Í lokin reif hún plastvasann í sundur og henti honum í gólfið. Á þessum tímapunkti var ég sannfærð um að vonlaust væri að ég fengi skólavist og gat því lítið sagt. Þá leit hún á samkennarann og sagði að henni líkaði ágætlega við mig. Hann var sammála og hún sagði mér að ég hefði fengið skólavist og núna ætti ég að drulla mér út því hún hefði of mikið að gera og gæti ekki staðið í svona viðtalsstússi. Ég ætlaði að setja dótið aftur í töskuna, en það þótti of tíma- frekt og ásamt samkennaranum henti ég því fram á gang og þar fékk ég að pakka saman í friði. Viðtalið gekk í raun alveg fáránlega, en á ein- hvern hátt endaði það vel.“ Hugsaði um að hætta Hvernig gekk námið í London? „Þetta er þriggja anna nám, gríðarlega erfitt. Ólíkt því sem maður myndi kannski halda að væri í fatahönnun, þá fylgir náminu mikið álag. Venju- lega fer maður í nám og er viss um að ef maður lesi námsbækurnar þá muni manni ganga vel á prófum. Það er hin almenna regla. En í þessum skóla er eng- in slík regla. Þetta er afar gott nám en ótrúlega strangt og erfitt. Það er himinhrópandi munur á Erna Einarsdóttir hönnuður er í drauma-starfi hjá Yves St. Laurent í París þar semhún vinnur við að þróa efni og finna nýjarhugmyndir að mismunandi útfærslum er varða efni. „Fyrirtækið er mjög stórt, örugglega eitt af stærstu fatahönnunarfyrirtækjum heims,“ segir Erna. „Hér vinna mjög margir í fjölmörgum deild- um, sumir sjá um prjón, aðrir um efni og enn aðrir um snið og saum. Það var tekið vel á móti mér og ég á góða samvinnu við fólkið í minni deild. Starfið er bæði krefjandi og skemmtilegt. Þegar ég var í námi vann ég með mína eigin sýn og þróaði hluti í mismunandi áttir, en í fyrirtæki eins og þessu er unnið með sýn yfirhönnuðarins og maður þarf að aðlaga sig henni. Þetta er annar vinkill á hönn- unarferli en ég hef kynnst áður og ekki síður áhugaverðugur. Erna hóf störf hjá fyrirtækinu í apríl og fékk til- boð um hið nýja starf strax eftir að hafa útskrifast úr meistaranámi í fatahönnun frá Central Saint Martins, College of Art and Design, í London. Deildarstjóri í þeim skóla er Louise Wilson en hún er afar þekkt í breskum tískuheimi og margir af fremstu hönnuðum Breta hafa lært hjá henni. „Þetta er skóli sem mig langaði mikið til að komast inn í,“ segir Erna. „Ég mætti í inntökuviðtalið með fulla ferðatösku af fötum og efnum og 250 blað- síðna ferilsmöppu með myndum af hönnun minni, en þessa möppu hafði ég gert jafnhliða BA- lokaverkefninu mínu. Þar sem ég sat og beið eftir að það kæmi að mér gengu nemendur inn og út úr skrifstofu Louise. Skyndilega kom hágrátandi stelpa og sagði mér að fara inn. Ég var mjög óviss hvernig ég ætti að haga mér þannig að ég rúllaði töskunni minni inn á skrifstofuna, heilsaði Louise og samkennara hennar sem þar var. Ég fékk ekkert svar. Louise sat við skrifborð sitt og var að skrifa. Ég stóð á miðju gólfinu og beið eftir að mér yrði heilsað. Mér fannst líða heil eilífð en svo leit Louise upp og starði á mig nokkra stund án þess að segja orð. Svo hvæsti hún hvort ég ætlaði bara að standa Viðtal Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Í draumastarfi hjá Yves St. Laurent Erna Einarsdóttir hönnuður fór í strangt nám í London og fékk eftir það starf hjá Yves St. Laurent í París. Í viðtali segir hún frá náminu í London, ævintýralegum samskipt- um og lýsir því hvernig hún fékk starf hjá hinu fræga fyr- irtæki í París. ’ Ég held að ég eigi ekki eftir að vera hrædd við neitt lengur varðandi þetta starf og tel að ekkert muni koma á óvart því allt sem gæti brotið mann niður í þessu fagi er búið að gerast. Erna Einarsdóttir Það er mjög erfitt að komast í starf hjá fyrirtæki eins og Yves St. Laurent, þannig að ég trúi því varla ennþá að mér hafi tekist það.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.