SunnudagsMogginn - 03.06.2012, Blaðsíða 15

SunnudagsMogginn - 03.06.2012, Blaðsíða 15
3. júní 2012 15 Ég má til með að segja þér skemmtilega sögu af dótturminni,“ sagði nágranni minn og mamma sjö árastelpu við mig fyrir skemmstu. Í nokkra daga hafði dóttirin kvartað yfir veðrinu. Enn var of kalt og vetrarlegt þegar sumarið átti að vera komið. Einn morguninn þegar stelpan vaknaði við óbreytt ástand, rok, rigningu og kulda, var henni nóg boðið. Hún andvarpaði, sagð- ist ekkert skilja í þessu ömurlega reykvíska veðri og bætti því við að svona hafi þetta aldrei verið þegar Hanna Birna var borg- arstjóri. Við mamman hlógum dátt að sögunni, sérstaklega þeirri ofurtrú sem stelpan hefði á stjórnmálamönnum og skýr- ingum hennar á því hvers vegna sumarið var á þessum tíma ekki komið. Því miður virðast sumir stjórnmálamenn haldnir ofurtrú á eigin verk og telja sig geta og jafnvel eiga, að hafa afskipti af flestu í samfélagi okkar og umhverfi. Þessi afstaða stjórnmála- manna sjálfra er ein versta meinsemd stjórnmálanna og ein ástæða þess að þau rata aftur og aftur í ógöngur. Margar stærstu ákvarðanir stjórnmálamanna eru byggðar á þeirri sannfæringu að þeir séu færari en almenningur í að taka ákvarðanir og ráðstafa fjármagni með sanngjörnum hætti. Í stað þess að almannafé sé einungis innheimt vegna þjónustu sem brýnt er að sé sameiginlega veitt, er stöðugt meira tekið af almenningi með þeim rökum að ný og brýn verkefni krefjist að- gerða og afskipta stjórnmál- anna. Þessi tilhneiging stjórnmála- manna skýrir margt af því sem ekki hefur gengið nógu vel undanfarin ár. Alvarlegast er hvernig alið er á vantrausti í garð þeirra sem vilja nýta tækifæri, á sama tíma og opinber umsvif og eftirlit vex stöðugt og kæfir framtak einstaklinganna. Þrátt fyrir að sagan segi okkur að að- eins með því framtaki náum við árangri, telja sumir stjórn- málamenn sig vita betur og herða svo harkalega á frelsinu að hvorki erlendir fjárfestar né bollakökubakarar í íslenskum heimahúsum komast upp með aðgerðir án samþykkis þeirra. Og þrátt fyrir að slíkir stjórnmálamenn myndu sennilega brosa með okkur hinum þegar því væri haldið fram af sjö ára stelpu að þeir gætu stjórnað því hvenær sumarið kæmi, bendir margt til þess að þeir teldu farsælast að einmitt þannig væri það. Dæmi um það er nýleg nefndarskipan um myrkurgæði. Undir forystu Marðar Árnasonar á hópur á vegum hins op- inbera að nota næstu mánuði til að kanna hver séu heppileg mælanleg markmið um myrkurgæði og hvort ekki sé hægt að stjórna birtunni og myrkrinu betur en nú er gert. Í stóru landi, sem er án lýsingar að langstærstu leyti, hafa landsmenn og einkaaðilar í ferðaþjónustu löngu fundið lausn- ina með því einu að bregða sér örstutt út fyrir bæjarmörkin þar sem njóta má myrkursins án allra opinberra afskipta. Liggja jafnvel úti í móa og njóta yndislegra norðurljósa og augnabliks- ins sjálfs, án þess að nokkur stjórnmálamaður sé að skipta sér af. Eitt er víst. Á meðan efnahagslífið er botnfrosið og atvinnu- leysið kostar okkur hundruð milljarða og framtíðarvon fjöl- margra, þá eru brýnustu verkefni stjórnmálanna ekki að greina gæði myrkursins heldur að auka á birtuna og bjartsýnina. Slík- ar aðstæður verða ekki til með enn einni nefndinni, leyfinu eða löggjöfinni og ekki heldur með því að hindra „allskyns ljósa- gang sem upp er komið í hálfgerðu hugsunarleysi“ líkt og for- maður myrkurnefndarinnar lagði áherslu á, heldur með því að stjórnmálamenn trúi minna á eigin getu og meira á getu fólks- ins í landinu. Þá loksins munu stjórnmálamenn skilja að það er ekki hlut- verk þeirra að stjórna öllu frá birtu til myrkurs, heldur það eitt að tryggja aðstæður svo flestir geti skapað sér bjarta framtíð. Ljósið í myrkri núverandi ríkisstjórnar er að kjörtímabil hennar styttist með degi hverjum. Vonandi velur þjóðin sér þá ný stjórnvöld sem kveikja á perunni og færa meira vald frá stjórn- málunum til einstaklinganna sjálfra. Ljós í myrkri ’ Brýnustu verkefni stjórnmál- anna eru ekki að greina gæði myrkursins held- ur að auka á birt- una og bjartsýn- ina. Úr ólíkum áttum Hanna Birna Krisjánsdóttir hanna.birna.kristjansdottir- @reykjavik.is Næsta mynd í stutt-myndaröð MBLSjónvarps fjallar umeldri mann sem hugsar til baka. Í stuttmyndinni sem nefnist „Púslið“ hugsar maðurinn til jákvæðra breytinga sem urðu á lífi hans. „Við vorum tveir sem skrif- uðum handritið, ég og Arnór Pálmi Arnarson. „Púslið“ er í raun seinni myndin af tveimur en fyrri myndin var einskonar prufuþáttur fyrir þáttaröðina Hæ Gosa sem við gerðum seinna,“ segir Heiðar Mar, leik- stjóri og annar handritshöfunda myndarinnar. Að sögn Heiðars var ætlunin að skrifa gamaldags sögu og líta til íslenskrar kvik- myndagerðar eins og hún var í upphafi hér á landi. Hann bætir við að leitast hafi verið við að gera myndina eins íslenska og hægt er, t.a.m. gerist hún á sveitabæ og í litlu samfélagi. Með aðalhlutverk í myndinni fara þau Hinrik Hoe Haraldsson, Hinrik Ólafsson og Tinna Hrafnsdóttir. Heiðar Mar út- skrifaðist úr Kvikmyndaskóla Íslands af leikstjórnar- og fram- leiðslubraut. Þessi framtakssami kvik- myndagerðarmaður hefur frá útskrift unnið við margar kvik- myndir, aðallega sem ljósamað- ur. Einnig skrifaði hann og framleiddi sjónvarpsþættina Hæ Gosi. Heiðar Mar hefur nýlokið við gerð annarrar stuttmyndar auk þess sem hann hefur verið að reyna að koma sér á framfæri í kvikmyndagerð í London þar sem hann býr um þessar mund- ir. „Ég mun dvelja á Íslandi í sumar. Í vikunni var gengið frá því að ég mun gera heimildar- mynd á næstunni sem ég get því miður ekki tjáð mig nánar um á þessu stigi. Þess utan er ýmis- legt í bígerð sem verður að koma í ljós.“ heimirs@mbl.is Kvikmyndir Höfundur myndarinnar leitast við að gera myndina þjóðlega og eins íslenska og mögulegt er. Púslið Heiðar Mar Skeifunni 8 | sími 588 0640 | casa.is Tower borð kr 549.000 L180/B100/H75 Stækkast í 230/280 Anais borðstofustóll kr 89.000 leður

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.