SunnudagsMogginn - 03.06.2012, Blaðsíða 20

SunnudagsMogginn - 03.06.2012, Blaðsíða 20
20 3. júní 2012 Evrópumótið í knattspyrnu fór fyrst fram íFrakklandi árið 1960 og báru Sovétmenn þarsigur úr býtum. Mótið í sumar er það fjórtándaí röðinni. Við skulum staldra við fjögur af merkilegri mótunum í þessari sögu. EM í Frakklandi 1984 Evrópumótið í Frakklandi 1984 má draga saman með einu mannsnafni – Michel Platini. Fyrirliði heimamanna átti það mót með húð og hári og líklega hefur frammi- staða einstaklings ekki í annan tíma verið betri á stór- móti í knattspyrnu, alltént ekki á EM. Níu mörk skoraði Platini í aðeins fimm leikjum á mótinu og sigldi fyrsta sigri Frakka á stórmóti í örugga höfn. Mörkin voru auk- inheldur hvert öðru glæsilegra, að frátöldu markinu í sjálfum úrslitaleiknum gegn Spánverjum. Þá skreið laf- laus aukaspyrna Platinis eins og naðra undir lánlausan markvörð Spánverja, Luis Arconada. Úrslit á EM máttu alls ekki ráðast á svo aumu marki og til allrar hamingju gulltryggði Bruno Bellone sigurinn á lokamínútunni. Platini skoraði í öllum leikjunum fimm og þar af þrennu í tveimur leikjum í röð í riðlakeppninni, gegn Belgum og Júgóslövum. Hann var einnig að verki gegn Dönum í upphafsleik mótsins og gegn Portúgölum í undanúrslitum en þar voru Frakkar hætt komnir, lentu undir í framlengingu áður en bakvörðurinn Jean- François Domergue og Platini stigu af fullum þunga inn í atburðarásina. Michel Platini var þarna á hátindi glæsilegs ferils en af einhverjum ástæðum er nafn hans ekki nægilega oft nefnt á seinni árum þegar rætt er um bestu sparkendur mannkynssögunnar. Kannski vegna þess að hann er orðinn að þurrpumpulegum embættismanni, hver veit? Væntingar frönsku þjóðarinnar til sparksveitar sinnar voru miklar þetta sumar enda hafði hún gert garðinn frægan á HM á Spáni tveimur árum áður, féll þá úr leik eftir sögufræga vítakeppni gegn Vestur-Þjóðverjum í undanúrslitum. Frakkar höfðu í sínum röðum menn á borð við Jean Tigana, Alain Giresse og Luis Fernández sem ásamt Platini mynduðu töfraferninginn fræga á miðjunni (f. carré magique). Í vörninni voru jálkarnir Maxime Bossis og Patrick Battiston fremstir meðal jafn- ingja og Joël Bats stóð í markinu. Þjálfari var Michel Hidalgo. Fáir bjuggust við því að Spánverjar blönduðu sér í baráttuna um Evrópubikarinn sumarið 1984 (veðbönk- um þóttu Belgar til að mynda sigurstranglegri) og var það fyrir vikið nokkurt afrek hjá Miguel Muñoz að koma þeim alla leið í úrslitaleikinn. Aðeins átta þjóðir tóku þátt í EM 1984 og fyrir vikið sátu margar sterkar sveitir heima, þeirra helst ríkjandi heimsmeistarar, Ítalir. Silfurliðið frá HM 1982, Vestur- Þjóðverjar, mættu til leiks en fundu sig aldrei og sneru heim eftir riðlakeppnina. Danir voru í fyrsta skipti í tvo áratugi með á stórmóti eftir að hafa hryggbrotið Englendinga í undankeppn- inni. „Danska dínamítið“ var án efa spútniklið mótsins, féll ekki fyrr en í vítakeppni í undanúrslitum, gegn Spánverjum. Þar skriplaði enginn annar en Preben Elk- jær Larsen á skötu en auk hans voru í liðinu ástsælar kempur eins og Michael Laudrup, Frank Arnesen, Morten Olsen og Søren Lerby. Frægðarsól þeirra átti enn eftir að hækka á lofti á HM í Mexíkó 1986. 41 mark var skorað í leikjunum 15 í Frakklandi, það er 2,73 mörk í leik og mikil framför frá mótinu á Ítalíu fjór- um árum áður en þar voru aðeins skoruð 1,93 mörk að meðaltali í leik. EM í V-Þýskalandi 1988 Evrópumótinu í Vestur-Þýskalandi 1988 verður líka best lýst með einu nafni – Marco van Basten. Fyrir mót benti raunar fátt til þess að hollenski miðherjinn yrði stjarna mótsins, hann hafði glímt við erfið ökklameiðsli allan veturinn, sinn fyrsta hjá AC Milan á Ítalíu, og var ekki einu sinni í byrjunarliðinu í fyrsta leiknum sem Hollendingar töpuðu gegn Sovétmönnum. Í öðrum leik, gegn Englendingum, blés van Basten á hinn bóginn í lúðra, gerði öll mörkin í 3:1 sigri Hollands. Svo grátt lék hann Tony Adams, miðvörð andstæðinganna, að hann var sendur í langa útlegð frá landsliði sínu. Hollendingar fylgdu Sovétmönnum upp úr riðlinum en sneypuför Englendinga var algjör, þeir töpuðu öllum sínum leikjum, þar á meðal fyrir litlu frændum sínum, Írum, sem léku þarna í fyrsta sinn á stórmóti. Tvær firnasterkar þjóðir komust upp úr hinum riðl- inum, Vestur-Þjóðverjar og Ítalir, og kom það í hlut Hollendinga að kljást við heimamenn. Rimmur þessara frændþjóða hafa sjaldan valdið vonbrigðum á stórmót- um og leikurinn í Hamburg sumarið 1988 var engin undantekning. Lothar Matthäus kom Vestur-Þjóð- verjum yfir snemma í seinni hálfleik en varnarjaxlinn Ronald Koeman jafnaði. Það var svo van Basten sem skoraði sigurmarkið tveimur mínútum fyrir leikslok. Þýskaland var í sárum og menn eins og Jürgen Klins- mann, Rudi Völler og Andreas Brehme urðu enn um sinn að bíða eftir bikar á stórmóti. Þeirri bið lauk á Ítalíu tveimur árum síðar – þar sem þýska stálið hefndi sín meðal annars á Hollendingnum í hrákaleiknum fræga. Sovétmenn áttu ekki í vandræðum með Ítali í hinum leik undanúrslitanna 1988, unnu 2:0 með mörkum frá Hennadiy Litovchenko og Oleh Protasov. Af öðrum kempum í því ágæta liði má nefna markvörðinn Rinat Dasayev, miðvellinginn Alexei Mikhailichenko og mið- herjann Igor Belanov. Sumsé endurtekið efni í úrslitaleiknum. Að þessu sinni voru Hollendingar fremri á öllum sviðum knatt- spyrnunnar, Sovétmenn sáu aldrei til sólar. Fyrirliðinn, Ruud Gullit, kom Hollendingum yfir með skalla eftir undirbúning van Bastens og síðan var röðin komin að markakónginum sjálfum. Hann gerði sitt fimmta og síð- asta mark á mótinu með skoti sem kom róti á samfélag eðlisfræðinga í þessum heimi. Hvort sem það var hægt eða ekki hægt að skora úr þeirri stöðu á vellinum gerði van Basten það. Markinu þarf vitaskuld ekki að lýsa, það þekkja allir sparkunnendur enda án efa eitt það falleg- asta sem gert hefur verið um dagana – og það í leik af þessari stærðargráðu. Enn var tími fyrir Hans van EMjandi snilld! Evrópumótið í knattspyrnu, sem að þessu sinni fer fram í Póllandi og Úkraínu, hefst á föstudaginn. Af því tilefni er ekki úr vegi að dusta rykið af minningum frá gömlum mótum sem haldin voru á árunum 1984 til 1996. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Michel Platini lyftir Evrópubikarnum á heimavelli 1984. Kappinn gerði níu mörk í fimm leikjum. EMPICS Sport Danir hafa engan hemil á hamingju sinni í úrslitaleiknum gegn Þjóðverjum 1992.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.