SunnudagsMogginn - 03.06.2012, Side 29
3. júní 2012 29
tröð. Ég las eitt sinn orð gamals nemanda sem sagði
að ef hún segði frá því hvernig námið væri þá
myndi deildarstjórinn vera handtekinn. Ég er
nokkuð sammála þessum orðum en ætla ekki að
segja of mikið. Louise er afar ströng en hefur einnig
til að bera mjög góða kosti. Þegar ég fór til hennar
til að fá álit þá komst ég alltaf að því að hún hafði
rétt fyrir sér. Þegar hún benti mér á hvar mér hafði
mistekist þá sá ég um leið að það var rétt hjá henni.
Louise er gríðarlega vel tengd og frægir hönnuðir,
fyrrverandi nemendur hennar, komu stundum og
ræddu við okkur nemendurna og miðluðu af
reynslu sinni. Ég sat fyrirlestra sem ég hefði ekki
fengið tækifæri til að hlusta á annars staðar, til
dæmis kom Alber Elbaz, yfirhönnuður Lanvin, og
talaði um hönnun, það er örugglega mjög sjaldgæft
að fá tækifæri til að hlusta á hann í persónulegu
umhverfi.“
Hrifin af hreinum formum
Hvernig vildi svo til að þú fékkst tækifæri til að
vinna hjá Yves St. Laurent?
„Náminu í Central Saint Martins lýkur með sýn-
ingu á London Fashion Week en þetta er eini skól-
inn í heiminum sem sýnir á alþjóðlegri tískuhátíð.
Þarna sýndi ég mína hönnun og allir útskriftar-
nemar sýndu svo hönnun sína á einkasýningu en á
hana kom fólk sem starfar sem eins konar milliliðir
fyrir hönnunarfyrirtæki. Ef þessi fyrirtæki vantar
hönnuði þá taka þessir milliliðir að sér að finna
góða hönnuði, en afar sjaldgæft er að störf í fata-
hönnun séu auglýst. Milliliðir fyrir Yves St. Laurent
komu á sýninguna, töluðu við alla útskriftarnem-
endur og skoðuðu verk þeirra og völdu síðan fjóra
nemendur til að koma í atvinnuviðtal í París. Ég var
ein af þeim og það endaði svona vel. Í meistara-
náminu sérhæfði ég mig í textíl fyrir fatahönnun og
þegar ég fór í þetta viðtal sýndi ég textílinn sem ég
hafði verið að vinna við. Nýr yfirhönnuður er tek-
inn við hjá Yves St. Laurant og hann vill fá nýtt fólk
í sínar raðir. Ég hitti hann og fór síðan í atvinnu-
viðtal. Eftir nokkra daga var haft samband við mig
og mér sagt að þeir vildu fá mig til starfa. Ástæðan
fyrir því að ég fór í strangt og erfitt hönnunarnám
var sú að ég vildi komast á svona stað. Það er mjög
erfitt að komast í starf hjá fyrirtæki eins og Yves St.
Laurent, þannig að ég trúi því varla ennþá að mér
hafi tekist það.“
Víkjum að hönnun þinni. Hvað einkennir þín
fatasnið?
„Það má segja að snið mín einkennist af einfald-
leika, því þegar textíllinn er orðinn flókinn þá er
ekki endilega fallegt að vinna með flókin form. Ég
vinn þannig að ég vel efnið, vinn með það og vel
því síðan fremur einfalt snið.“
Eru einhver tímabil í tísku og hönnun sem
heilla þig meira en önnur?
„Á tímabilinu 1950-60 voru ótrúlega hreinar
línur og form sem sköpuðu fallegan einfaldleika.
Þetta var ekki brjáluð tíska þar sem allt var ofhlaðið
heldur rólegt tímabil sem mér finnst mjög
heillandi. Síðan finnst mér tískan sem spratt upp
um 1990 mjög flott en þá er einfaldleikinn aftur
ríkandi. Ég er hrifin af hreinum formum, er ekki
mikið fyrir brjálæði í þeim efnum.“
Hvað verðurðu lengi í vinnu hjá Yves St. Laur-
ent?
„Ég kem heim í vetur. Ég er ólétt og á von á
frumburðinum í byrjun nóvember. Ég ákvað strax
að óléttan skyldi ekki stoppa mig í því að flytja til
Parísar og taka við starfinu hjá Yves St. Laurent. Ég
var orðin svo þreytt á að búa í London að ég hefði
örugglega flutt hvert sem er til að komast þaðan. Ég
hafði aldrei komið til Parísar áður en ég fór í at-
vinnuviðtalið þannig að þegar ég ákvað að taka við
starfinu var ég alveg óviss hvernig mér myndi líka
að búa í París. Stærsta vandamálið er að ég þarf að
fara í skoðanir og vera undir eftirliti á meðgöng-
unni. Ég var ekki alveg viss hvernig það myndi allt
ganga í nýju landi þar sem ég tala ekki tungumálið,
en ég ákvað bara að það myndi bjargast, börn fæð-
ast víst í París eins og annars staðar í heiminum.
Kærastinn minn, Freyr Tómasson, býr á Íslandi,
hann er hagfræðingur og vinnur hjá CCP. Hann
þarf að vera á Íslandi og það er ekki draumur hans
að vera fjarverandi meirihluta meðgöngunnar. En
hann skilur vel að ég vildi fara og studdi mig full-
komlega í því, eins og öllu öðru. Hann kemur líka
reglulega í heimsókn og er mjög ánægður að eyða
sumarfríinu í París. Þetta er ótrúlega falleg borg og
það er mjög auðvelt að aðlagast menningunni. Og
sumarið hérna verður yndislegt.
Við Freyr höfum verið í sundur í langan tíma, allt
frá því ég var í miðju BA-námi í Amsterdam fyrir
fimm árum. Nú þegar við eigum von á barni getum
við ekki lengur sætt okkur við að vera í sundur. Ég
er ekki viss um að fjarsamband með ungbarn gangi
upp þannig að ég stefni á að koma heim næsta vet-
ur. Síðan sé ég til með framhaldið, það er allt opið í
þeim efnum.“
Sýnishorn af fallegri og stílhreinni hönnun Ernu. Hún
segist vera hrifin af hreinum formum.
Morgunblaðið/Árni Sæberg