SunnudagsMogginn - 03.06.2012, Blaðsíða 23

SunnudagsMogginn - 03.06.2012, Blaðsíða 23
3. júní 2012 23 Sú lausn unga samfylkingarmannsins fólst í því að Ísland gengi umsvifalaust í Evrópusambandið. Þessi snilldarlausn og lystuga beita gagnvart ungu fólki á Íslandi kom vissulega á óvart. Vitað var að Samfylkingin telur að aðild að ESB tryggi gott veður, sé góð gegn æðahnútum og hælsæri, auki kyngetu eldriborgara, tryggi að menn eigi að borga Icesave, komi í veg fyrir útrýmingu geir- fuglsins og dragi úr mýi við Mývatn. En að sam- bandið sé einnig sérlega atvinnuskapandi fyrir æskufólk kom vissulega þægilega á óvart. Mjög erfitt er fyrir úrtölumenn, andvíga upplýstri um- ræðu, að draga neitt af hinu fyrr talda í efa. Það eru allt alkunnar samfylkingarlegar staðreyndir. En þessar nýju fréttir um að aðild að ESB svín- virki gegn atvinnuleysi ungs fólks koma eins og elding inn í umræðuna, þar til efasemdarmenn sjá ljósið – af eldingunni. En fréttirnar eru óneit- anlega mikið fagnaðarefni, ekki síst fyrir evru- löndin Grikkland, Spán og Írland, en þau tvö fyrrnefndu hafa þegar náð að koma atvinnuleysi ungs fólks upp í 54,5 % og Írland er einnig að sækja í sig veðrið í þessum efnum. Þá hefur sá árangur náðst víðar en í þessum þremur löndum ESB, að þrjár kynslóðir sömu fjölskyldna hafi all- ar verið án atvinnu alla sína tíð. Ísland hefur verið fjarri því að ná þessum árangri, enda staðið utan ESB yfirgengilega lengi og hefur því ekki fengið sama tækifæri og hin lönd álfunnar. En við þessi góðu tíðindi hlýtur sú spurning að vakna hvort hugsanlegt sé að aðild að ESB virki jafnvel með enn kröftugri hætti til að skapa störf en hinar mögnuðu innantómu yfirlýsingar þeirra Jóhönnu og Steingríms, sem hafa þegar skapað 50 þúsund störf á Íslandi, a.m.k. í þeirri möppu sem ræð- urnar eru geymdar í. Allt bendir til að svarið við þeirri spurningu sé jákvætt og um það geti vart nokkur maður efast, nema þá fáeinir veiklaðir vöntunarmenn, sem vilja ekki kíkja í pakkann, til að sannreyna hvort ekki glitti í upplýsta umræðu í botni hans. Hvernig í ósköpunum stendur á því að Sam- fylkingin, sem ein trúir á ESB-töfrabrögðin af sömu einlægni og sumir aðrir á geimverur, er samt komin niður í 13 prósenta fylgi? Væri ekki miklu sanngjarnara að fylgi hennar væri því sem næst 54,5 prósent, eins og atvinnuleysi ungs fólks í löndunum sem hafa notið evrunnar í 11 ár? Morgunblaðið/Ómar persónulega? Það er við hæfi á sjómannadaginnað birta viðtal við Óla Ólason út-gerðarmann frá Grímsey, sem varárum saman á meðal aflahæstu smábátasjómanna landsins. Þó að hann sé fluttur í land er hugurinn við fiskimiðin. Þegar fundum okkar bar saman á heilsustofnuninni í Hveragerði í ársbyrjun, þar sem ég heimsótti foreldra mína, var hann að fylgjast með loðnuvertíðinni og eftirvænt- ingin leyndi sér ekki. „Þetta er stærri og betri loðna en þeir fá fyrir austan og komin nær hrygningu,“ sagði hann. „Nú streyma skip þangað. Og Gríms- eyjarbátar mokveiða þorsk og ufsa líka – fiska á færi sem er óvenjulegt á þessum tíma.“ Hugurinn í Grímsey. Og Óli er síungur, að minnsta kosti er tæknin ekkert að þvælast fyrir honum. Allt sem máli skiptir í tilverunni streymdi um tölvuskjáinn í Hveragerði. „Ég get séð hvar bátarnir eru,“ sagði hann. „Ég á son í Norður-Noregi og fylgist með þegar hann er á sjó.“ Sjálfur var Óli einu sinni í Noregi á síld- veiðum. Hann hefur komið víða við, enda verið sjötíu ár til sjós, byrjaði níu ára gamall, eins og fram kemur í viðtalinu sem ég átti við hann fyrir Sunnudagsmoggann. Auðvitað á sjávarútvegurinn hér á landi að byggjast á frumkvæði slíkra manna, þekkingu og reynslu. Stjórn- völd eiga ekki að tala í sífellu niður þeirra starf. Auðvitað. Mér þótti gaman að heyra Óla rifja upp er hann fann þúfutittlinga við Kolbeinsey. „Þeir voru að villast greyin í þoku,“ sagði hann. „Við vorum tveir, sonur minn á öðrum bát, og náðum í fjóra eða fimm. Þeir voru uppgefnir og hafa rekist af tilviljun á bátinn. Við vorum með lítinn pappakassa og settum þá í hann, fórum heim og slepptum þeim þar. Þessi litlu kríli, að villast alla þessa leið. Þeir hafa bara villst í þokunni.“ Pétur Blöndal pebl@mbl.is Rabb Óli á bátnum Óla Bjarnasyni við Grímsey. Morgunblaðið /Helga Mattína Hugurinn í Grímsey „Ég lét þær aðeins heyra það í hálfleik.“ Ágúst Jóhannsson, þjálfari kvennalandsliðsins í hand- bolta, eftir frábæran sigur á Spáni, bronsliðinu frá síðasta heimsmeistaramóti. „Jörðin bara hvarf undan okkur“ Irmgard Fraune frá Hollandi. Fraune og maður hennar, Jeroen De Graf, slösuðust töluvert er þau féllu 40 metra í skriðu við Dyrhólaey. „Ég hef verið sakaður um margt á langri leið en aldrei fyrir að gera lítið úr konum.“ Ólafur Ragnar Grímsson. Rósa Guðrún Erlingsdóttir sakaði hann um að beina spjótum sínum að frambjóðandanum Þóru Arnórsdóttur, vegna þess að hún væri kona. „[Forsetinn] á að standa vörð um hið lýðræðislega ferli en ekki taka virkan þátt í baráttunni. Þannig forseti er ekki puntu- dúkka.“ Þóra Arnórsdóttir forseta- frambjóðandi. „Valkostirnir eru tveir. Sú sem hér stendur og að veita núverandi forseta áframhaldandi umboð til þess að sitja í 20 ár. 20 ár.“ Þóra Arnórsdóttir. „Þessi tegund af lýðræði sem við búum við, þetta fulltrúalýðræði, hefur mistek- ist, einfaldlega vegna þess að fólk er hætt að skipta sér af okkur.“ Birgitta Jónsdóttir alþingismaður. „Svona er ekki hægt að byrja leiki gegn sterkum mótherjum.“ Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari í knattspyrnu. Ís- land var komið 2:0 undir gegn Svíum eftir 14 mín. „[Hellirinn Leiðarandi] var rosalega flottur þegar hann fannst en síðustu fimmtán árin er búið að hreinsa nær allt innan úr honum.“ Guðni Gunnarsson, formaður Hellarannsóknafélagsins, ræðir slæma umgengni í hellum landsins. Ummæli vikunnar Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Stofnað 1913 Útgefandi: Óskar Magnússon Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.