SunnudagsMogginn - 03.06.2012, Síða 37

SunnudagsMogginn - 03.06.2012, Síða 37
Laufey Kristjánsdóttir ásamt eiginmanni sínum, Val Norðra Gunnlaugs- syni og dætrunum Þórunni og Hönnu Kristínu. 3. júní 2012 37 Kynþáttahatur er ennog aftur í brenni-depli, eftir umfjölluní breska fréttaþætt- inum Panorama á BBC í vikunni. Þar voru sýnd ný dæmi um ótrúlega framkomu áhorfenda á knattspyrnuvöllum í Úkraínu og því haldið fram að hægri öfgamenn haldi íþróttinni þar í landi nánast í heljargreipum. Sláandi var að horfa á þáttinn; lýst var ömurlegri framkomu hvítra heimamanna gegn fólki af öðrum kynþáttum í máli og myndum; hrikalegasta dæmið líklega þegar nokkrar bullur tóku sig til og réðust að ungum, asískum áhorfendum með bar- smíðum og spörkum af engri annarri ástæðu en húðlitarins. Þetta fólk sat í stúkunni á meðal stuðningsmanna heimaliðsins, sem dólgarnir studdu líka, vel að merkja. Og viðbrögð örygg- isvarða voru einkennilega lítil. Yfirvöld í Úkraínu og Pól- landi, þar sem ástandið er held- ur ekki gott, hafa gert lítið úr fréttamanni breska ríkissjón- varpsins og sagt hann gefa ranga mynd af gangi mála. Sá mál- flutningur kemur auðvitað ekki á óvart því úrslitakeppni Evr- ópumótsins hefst eftir fáeina daga í löndunum tveimur og ferðamannastraumur á mótið skiptir þjóðirnar miklu máli. Sorglegt er að mannskepnan skuli ekki vera orðin þroskaðri en þessi dæmi sanna, þegar komið er inn í 21. öldina. En rétt er að benda á, enn einu sinni, að kynþáttafordómar eru ekki vandamál knattspyrnuhreyf- ingarinnar per se, þó ein- kennilega margir skíthælar virðist fara á völlinn. Vanda- málið er samfélagsins alls og ráðast verður að rót þess, hver sem hún er. Vert er að velta því fyrir hvort allir rasistarnir séu raunveru- legir áhugamenn um fótbolta eða nýti sér aðstæður til þess að stunda slagsmál og annað of- beldi. Gyðingahatur, nasista- kveðjur og -köll eiga altjent ekki heima á knattspyrnuvöll- um frekar en annars staðar. Málsmetandi menn í Bretlandi hafa einmitt beinlínis varað al- þýðuna þar í landi við að fara á EM, heldur sitja heima og fylgj- ast með leikjum enska liðsins í sjónvarpinu. Hinum þeldökka Sol Campbell, fyrrverandi fyr- irliða Englands, var ekki skemmt þegar BBC sýndi hon- um upptökurnar sem síðar voru notaðar í Panorama-þáttinn. Campbell sagði hegðunina auð- vitað ósæmandi og hvatti fólk til þess að fara hvergi því annars ætti það hreinlega á hættu að koma heim í líkkistu. Kynþáttaníð var mikið til umfjöllunar á Englandi í vetur, ekki síst vegna ásaka Patrice Evra hjá Manchester United í garð Luis Suarez hjá Liver- pool og leikbann þess síðarnefnda í kjölfarið. Hafi það verið stórmál er ekki gott að finna orð yfir atburðina sem BBC hefur nú sýnt heimsbyggðinni. Hryggð er reyndar það fyrsta sem kemur upp í hugann. Meira en bara leikur Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is ’ Kynþátta- fordómar eiga ekki heima á knattspyrnuvöllum frekar en annars staðar. Úr Panorama. Slagsmál á velli og áhorfendur heilsa með nasistakveðju. BBC Ömurlegt og óþolandi FÉLAG ÍSLENSKRA BIFREIÐAEIGENDA Félag íslenskra bifreiðaeigenda, Skúlagata 19, 101 Reykjavík, s. 414 9999, fib@fib.is, fib.is Afslættir Lögfræðiráðgjöf FÍB FÉLAGAR NJÓTA ENN BETRI KJARA Á ELDSNEYTI! Tækniráðgjöf FÍB Aðstoð Félagsmenn geta leitað til tækniráð- gjafa varðandi bifreiðatæknileg atriði, svo sem um viðgerðarkostnað, gæði viðgerða og varahluta, galla í nýjum bifreiðum o.fl. Þannig veita FÍB dælulyklar þeirra sem hafa greitt félagsgjald 6 kr. afslátt. FÍB félagar geta jafnframt valið sína uppáhaldsstöð sem mun þá veita 8 króna afslátt. Það jafngildir sparnaði upp á kr. 11.500 kr miðað við 120 lítra á mánuði í eitt ár. Lögfræðiráðgjafi FÍB er sérfróður um algengustu vandamál varðandi galla eða svik í bifreiðaviðskiptum, ófull- nægjandi viðgerðir og sakarskiptingu við tjónauppgjör. Opin allan sólarhringinn. - Start aðstoð - Dekkjaskipti - Eldsneyti - Dráttarbíll Skoðunarstöðvar, smurstöðvar, verkstæði, hjólbarðaverkstæði, veitingastaðir, tjaldsvæði, o.s.frv. Þétt afsláttarnet innanlands sem og erlendis. 150.000 staðir í Evrópu, Bandaríkjunum og víðar. 6+2=8 FÍB aðild.... mikið fyrir lítið! Allt þetta innfalið og meira til! Ársaðild í FÍB er á aðeins kr. 6.180.- Gerast FÍB félagi í dag? Síminn er 414-9999 eða fib.is

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.