SunnudagsMogginn - 03.06.2012, Blaðsíða 42

SunnudagsMogginn - 03.06.2012, Blaðsíða 42
42 3. júní 2012 Landsmenn fengu að njótatungutaks alþingismanna í eld-húsdagsumræðum í liðinniviku. Athygli vakti hve margir þingmenn gerðu starfshætti þingsins að umtalsefni og gerðu heiðarlega tilraun til að brjótast út úr þeim stöðuga skotgrafarhernaði sem virðist vera ríkjandi einkenni á stjórnmálamenningu okkar og vísuðu þar meðal annars til skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Áður en hin eiginlega útsending frá Alþingi hófst var rætt við Ólaf Harðarson stjórnmálafræðing. Honum var líka hug- leikið hvernig alþingismenn hafa með háttsemi sinni grafið undan trausti á ís- lenskum stjórnmálum, þjóðþinginu og þeim sem þar starfa. Hann tók sem dæmi afstöðu þingmanna til málþófsréttarins sem svo má kalla, en í því efni kúvenda menn afstöðu sinni eftir því hvort þeir eru í stjórn eða stjórnarandstöðu. Helgan rétt þingmanna til málefnalegrar um- ræðu misnotar stjórnarandstaðan á hverjum tíma til að tefja störf þingsins en stjórnarliðum svíður að geta ekki komið málum áfram. Svo bendir hver á annan: Stjórnarandstaðan getur bent á að hinir hafi ekki verið neitt betri þegar þeir voru í andstöðunni og við það situr. Um þetta háttalag notaði Ólafur orðið ‚lýðskrum‘ en mörgum kemur sennilega frekar í hug mannjöfnuður leikskólabarna. Við stjórnarskipti söðla þingmenn um og ekki virðist unnt að setja neinar reglur sem tryggja að málfrelsi í ræðustól Alþingis sé ekki misnotað. Þetta virðist vera hluti okkar pólitísku siðmenningar sem erfitt er að breyta. Skýrsla rannsóknarnefndar virðist ekki hafa dugað en ræður nokkurra þing- manna voru samt til marks um að ef til vill eru betri tímar í vændum. Aðrir þingmenn glöddu eyru kjósenda með gamalkunnum brellum úr Handbók frambjóðandans. Þeim varð tíðrætt um að taka atvinnumálin föstum tökum, ljúka vinnslu forgangsmála, ýta undir fjölgun starfa, bæta hag heimilanna, leggja faglegt mat á hlutina, skera niður regluverk, einfalda lög landsins, gera stjórnkerfið skilvirkara, auka útflutning og gjaldeyristekjur, lækka skatta, taka upp skynsamlega stefnu í skipulags- málum, nýta tækifærin, auka arðsemina, reisa skjaldborgir, tryggja að einstakling- arnir fái notið sín, skapa mannsæmandi aðstæður, gera fjölskylduna að hornsteini samfélagsins, snúa vörn í sókn og tryggja réttlæti og jöfnuð. Eiginlega er dálítið merkilegt að full- orðið fólk geti talað svona í fullri alvöru og með ábúðarmiklum svip eins og einhver sé á móti. Stjórnarliðar voru að venju hinir ánægðustu með störf sín og töluðu um mikinn hagvöxt samkvæmt opinberum tölum en stjórnarandstaðan gat dregið það allt í efa með orðalaginu „ef rýnt er í tölurnar …“ og þar með blasti við allt önnur mynd. Afrekaskrá stjórnarinnar var svarað með að engin mál hefðu verið leidd til lykta og samfélagið allt á heljar- þröm – og hvort tveggja virtist jafn satt. Í málfræðibókum handa stjórnmála- mönnum er talað um að skrumbeygja sagnir í persónum. Sú beygingarfræði var tekin mjög rækilega til kostanna í þátt- unum Já ráðherra fyrir nokkrum árum, og henni bregður fyrir í þáttaröðinni Höllinni sem nú er sýnd í sjónvarpi. Slík beyging einkennist af því að fyrsta per- sóna er jákvæð, önnur hlutlaus en þriðja persóna er hæfilega niðrandi. Einfalt dæmi er: Við kjósum að hjóla, þið hjólið, þau eiga ekki bíl. Annað dæmi úr Já ráð- herra: Við komum upplýsingum á fram- færi við fjölmiðla, þið lekið, þau brjóta trúnað. Úr stjórnmálaumræðu vikunnar má nefna þrjú dæmi: Við fjárfestum í mennt- un, þið farið í skóla, þau hanga yfir bók- um í stað þess að vinna; við léttum greiðslubyrðina, þið dreifið afborgunum til langs tíma, þau gera börnin að skulda- þrælum; við látum verkin tala í þinginu, þið hraðið afgreiðslu mála, þau leggja fram illa undirbúin frumvörp og þvinga þau gegnum þingið án þess að taka tillit til athugasemda. Mikilvægt er að árétta að margir þing- menn voru málefnalegir og ýmislegt bendir til vilji sé fyrir hendi að taka upp annað tungutak á þingi en tíðkast hefur. En skyndilega og óvænt kemur Íslands- forseti inn á þetta svið eins og persóna í leikriti sem hætt er að sýna. Mánudaginn eftir að hann hóf kosningabaráttu sína snerist umræðan á kaffistofunni á mínum vinnustað um það hver væri munurinn á grjótkasti og leðjuslag. Forvitnilegt verð- ur að fylgjast með hvaða stefnu tungutak þeirrar baráttu tekur. Lifið heil. Stjórnmál og menning ’ Í málfræðibókum handa stjórnmála- mönnum er talað um að skrumbeygja sagnir í persónum. Tungutak Baldur Sigurðsson balsi@hi.is Málið El ín Es th er Og þegar við vildum ekki setja málið í nefnd, þá vilduð þið endilega gera það. Og svo þegar við viljum setja það í nefnd, þá viljið þið það ekki. Þið eruð ógeðslega leið- inleg við okkur og hugsið bara um sjálf ykkur og ég ætla að segja mömmu og þið fáið ekkert nammi. Lesbók KKristján Eldjárn gítarmaðursetur mark sitt á tilveruna þóað áratugur sé liðinn frá þvíhann lést. Framvarðasveit ís- lensks tónlistarlífs treður upp í Þjóðleik- húsinu fimmtudaginn 7. júní til að heiðra minningu hans og rennur ágóðinn til minningarsjóðs í hans nafni. Kristján var ekki aðeins afbragðs tón- listarmaður, heldur vinmargur og einn af þeim mönnum sem setti svip á um- hverfið og lyfti brúninni á samferðafólki sínu. „Það voru síðast haldnir minning- artónleikar árið eftir að hann lést,“ segir Unnur Sara Eldjárn dóttir hans. Hún hefur hreiðrað um sig í makindalegum bás á Kaffi Mokka ásamt Ara Eldjárn, bróður Kristjáns, sem bætir við: „Í fyrra skiptið sem við héldum tón- leikana fór ágóðinn í að stofna minning- arsjóð sem styrkir tónlistarfólk. Við veittum styrki árið 2007 eftir að hafa safnað peningum í sjóðinn með öllum tiltækum ráðum og höfum veitt styrki á tveggja ára fresti síðan. Við veitum styrki aftur í ár út af afmælinu, en svo verða þeir veittir á tveggja ára fresti, allt þar til sjóðurinn verður nógu stór til að þetta verði árlegur viðburður. Með mikilli ráðdeild erum við smám saman að ná að byggja hann upp.“ Tónleikar Minningartónleikarnir verða sem fyrr segir haldnir á fimmtudag og styrkirnir afhentir 16. júní, sem er afmælisdagur Kristjáns. „Við leituðum fyrst og fremst til fólks sem hann hafði unnið með og margir frægir tónlistarmenn eru þar á meðal,“ segir Unnur Sara. „Kristján vann með svo mörgum,“ segir Ari. „Flestar eða allar hljómsveit- irnar og atriðin hafa einhverja tengingu við hann, en svo er þarna líka afburða- fólk sem var bara einfaldlega til í að mæta og spila, eins og Víkingur Heiðar.“ „Já, það voru allir til í þetta,“ segir Unnur Sara. „Og ef ég áttaði mig ekki á tengingunni, spurði ég Þórarin [Eldjárn skáld, föður Kristjáns]: Af hverju vill hann spila? Þá svaraði hann eins og hann svarar alltaf: „Hann er skyldur okkur. Svarfdælingur!“ Hún hlær. „Það eru allir skyldir okkur!“ „Og það þýðir jafnframt að hann er betri maður,“ segir Ari drjúgur. „En böndin eru með ýmsum hætti, Páll Óskar var æskuvinur hans, hann spilaði með Bubba Morthens, hélt mikið upp á HAM og var með Adda trommara í nokkrum hljómsveitum, hann var náinn öllum í Þursaflokknum og spilaði með þeim öll- um í einhverri mynd, hann gerði plötu með Kristjönu og Margréti Eir – harði kjarninn er fólk sem hann þekkti og gerði tónlist með. Og svo eru þarna vel- unnarar sjóðsins.“ „Það koma líka fram tónlistarmenn sem hafa fengið styrki úr sjóðnum,“ skýtur Unnur Sara inn í. Ari setur upp þóttasvip. „Annars var það tiltölulega handa- hófskennt hvernig flytjendur röðuðust saman og við erum jafn þakklát þeim öllum.“ Húmoristi Allir þeir sem til þekkja vita að Kristján var mikill húmoristi – og hann hafði sér- stæðan en um leið afgerandi frásagn- arstíl. Er það ættgengur kvilli? „Ég held það,“ segir Unnur Sara há- alvarleg. „Ég veit ekki hvaðan það er sprottið,“ segir Ari. „En svo ég tali fyrir sjálfan mig, verandi litli bróðir hans, þá varð ég fyrir miklum áhrifum af hans húmor. Ég átti til að fylgja honum eftir um bæinn, í ýmsum erindagjörðum, og tók eftir því hvernig hann grínaðist með hluti. Margt sem hann gerði tók ég upp eftir honum. Það má segja að minn húmorstíll sé að miklu leyti innblásinn af honum.“ Og hann heldur áfram: „Hann var ákaflega góður sögumaður og hafði á hraðbergi hina óopinberu poppsögu Íslendinga, sem mig rámar að miklu leyti í. Ég bý að því að geta sagt sögur eftir honum – það er sarpur sem ég get alltaf gengið í. Ég sá líka hvernig hann vann úr hugmyndum, honum datt eitthvað í hug og svo fylgdist ég með honum segja tíu manns frá því – og alltaf varð sagan þéttari og þéttari. Hann var stöðugt að búa til efni.“ „Minnir á þig,“ segir Unnur Sara kankvíslega. „Hann var ennþá ýktari!“ svarar Ari. Gítarmaður með kímnigáfu Til stendur að heiðra minningu Kristjáns Eld- járns gítarmanns með minningartónleikum, út- gáfu á sólóplötu og úthlutun úr minningarsjóði til framúrskarandi tónlistarmanna. Í tilefni af því var rætt við dóttur hans Unni Söru og Ara Eld- járn bróður hans, en bæði hafa leitað í smiðju Kristjáns í tónlistinni og húmornum. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Tíu ára gutti með gítar í tónlistarskólanum.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.