SunnudagsMogginn - 03.06.2012, Blaðsíða 38

SunnudagsMogginn - 03.06.2012, Blaðsíða 38
38 3. júní 2012 Ekki tekst alltaf að koma háleitum hugmyndum í fram-kvæmd, þó markmiðin séu góð og líti vel út á blaði. Mikillspámaður steig fram á sviðið í nálægð aldamóta og kynntiþjóðinni hugmyndir um stofnun fyrirtækis á sviði erfða- rannsókna og myndi starf þess – ef vel tækist til – marka kaflaskil í læknavísindunum. Raunar væru allar forsendur til þess; Íslendingar væru flestir tengdir sterkum blóðböndum sem gæfi tækifæri til margþætts vísindastarfs og þróunar, til dæmis á sviði lyfjafram- leiðslu. Kári Stefánsson er maður sem markaði skil. Alþingi samþykkti lög um sérstakan gagnagrunn á heilbrigðissviði, enda þótt málið væri í meira lagi umdeilt til dæmis á meðal lækna, sem voru ósáttir við að nýta skyldi upplýsingar úr sjúkraskýrslum til að fóðra hinn mikla upplýsingabanka. Reyndar varð þessi mikila gagnalind aldrei að veruleika, en til varð þó upplýsingabanki með ættfræðiupplýsingum þar sem hver sem er getur séð hvernig skyldleika sínum við næstaÍslendingabók er merkilegt gagn, sem Tómas Ingi Olrich og Kári Stefánsson opnuðu. Þjóðin elskar ættfræði. Morgunblaðið/Kristinn Myndasafnið Janúar 2003 Íslendinga- bókin opnuð Danir hafa verið áberandi í sjónvarps- og kvikmyndaheiminum und-anfarin ár og enn ein sögulega stundin rann upp í Cannes á frönsku Rí-víerunni um síðustu helgi. Mads Mikkelsen hlaut þá Gullpálmann sembesti leikari í aðahlutverki, fyrir frammistöðuna í myndinni Jagten í leikstjórn landa síns, Thomas Vinterberg. Mikkelsen, sem er 46 ára og margir muna örugglega eftir í hlut- verki hins geðþekka, eða hitt þó heldur, Le Chiffre úr James Bond myndinni Casino Royal, varð þar með fyrsti Daninn sem hlotnast þessi mikli heiður á Cannes-hátíðinni, sem þykir sú merkilegasta í veröldinni. Hann birtist líka reglulega á sjónvarpsskjáum Íslend- inga í fyrra þegar RÚV endursýndi sakamálaþættina Rejseholdet (Liðsaukinn) þar sem hann var í hlutverki lögreglumannsins Allans Fischers. Ýmsir kvikmyndaspekingar höfðu spáð því að Mikkelsen hlyti Gullpálmann en sjálfur vissi hann ekkert þegar hann gekk eftir rauða dreglinum inn á hátíðina ásamt fjölskyldu sinni. „Við höfðum á tilfinningunni að ég gæti fengið verð- launin, en við vissum ekkert fyrir víst fyrr en á sunnudags- kvöldið,“ sagði Mikkelsen við danska blaðamenn í kjölfar hátíðarinnar. Vinterberg leikstjóri var heima í Danmörku þar sem kona hans átti von á barni og þeim félögum kom því saman að Mikkelsen kæmi fram fyrir þeirra hönd í Can- nes, hlyti myndin einhver verðlaun. Og þrátt fyrir að leikarinn væri auðvitað þakklátur fyrir verðlaun sín lagði hann ríka áherslu á þátt leikstjórans. Sagði hann eiga 82% hlut í þeim, og glotti... Hann benti á, án þess að vilja vera of pólitískur, að verðlaunin hefðu dreifst mjög á myndirnar og „þannig vildi til“ að hann væri fulltrúi Jagten á þeim vettvangi. Hlé- drægur náungi. Mikkelsen upplýsti landa sína í blaðamannastétt um eigin Cannes-hjátrú; að klæðast einverju því sama og síðast þegar hann mætti á rauða dregilinn. „Ég var í þessum skóm þegar við komum síðast með Coco Chanel & Igor Stravinsky [þar sem hann lék Stravinsky]; var reyndar að hugsa um að taka handboltamenn mér til fyrirmyndar og mæta í sömu, óhreinu sokkunum og þá, en lét skóna duga!“ Mikkelsen fæddist á Austurbrú í Kaupmannahöfn, sonur Bente Christian- sen og Hennings Mikkelsens, sem var leigubílstjóri. Fyrsta myndin sem hann lék í, eftir leiklistarnám í Árósum, var Pusher en sú mynd náði miklum vin- sældum bæði heima fyrir og í öðrum löndum og kom leikstjóranum Nicolas Winding Refn á kortið. Leikarinn Mads Mikkelsen stóð með Gullpálmann í höndunum sem sá besti í aðalhlutverki á kvikmyndahátíðinni í Cannes um síðustu helgi. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is AFP ’ Var að hugsa um að koma í sömu, óhreinu sokkunum, en lét skóna duga Magnaður Mikkelsen Frægð og furður Mads Mikkelsen með Gullpálmann í Cannes um síðustu helgi.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.