SunnudagsMogginn - 03.06.2012, Blaðsíða 34

SunnudagsMogginn - 03.06.2012, Blaðsíða 34
34 3. júní 2012 Mikil hátíðahöld eru í Bret-landi í tilefni þess að 60 áreru síðan Elísabet Eng-landsdrottning komst til valda. Drottningin er 86 ára gömul og nýtur mikillar virðingar þegna sinna. Valdatíð hennar hefur þó ekki verið án áfalla, en fjölskyldumeðlimir hafa verið iðnir við það síðustu áratugi að hneyksla umheiminn. Elísabet er elsta dóttir Georgs VI sem varð konungur eftir að bróðir hans Ját- varður afsalaði sér krúnunni vegna ást- ar sinnar á hinni tvífráskildu Wallis Simpson. George VI er konungurinn stamandi sem lýst var af svo mikilli samúð í óskarsverðlaunamyndinni The King’s Speech. Georg VI var ómann- blendinn og veiklyndur og kona hans Elísabet algjör andstæða hans, glaðlynd, skemmtileg og hrókur alls fagnaðar en gat verið ansi ákveðin og föst fyrir þeg- ar þess þurfti. Hjónin eignuðust tvö börn. Elísabet fæddist árið 1926 og Mar- grét Rós árið 1930. Elísabetu varð snemma ljóst að hún yrði drottning og var allt frá unga aldri skipulögð og skyldurækin. Hún er gædd mikilli ábyrgðartilfinningu, er skynsöm og flíkar ekki tilfinningum sínum. Þar sem hún veitir nær aldrei viðtöl er ekki auðvelt að ráða í persónuleika hennar. Barnfóstra hennar til margra ára sýndi athyglisverða hlið á hinni ungu El- ísabetu þegar hún sagði frá því í end- urminningum sínum að sem unglingur hefði Elísabet verið þjökuð af skyldu- rækni og stundum vaknað um miðjar nætur og stokkið upp úr rúminu til að hagræða skóm sínum og fötum. Enginn þjóðhöfðingi á Bretlandi, fyrir utan Viktoríu drottningu, hefur ríkt lengur en Elísabet II. Á þessum tíma hefur hún átt samskipti við ótal for- sætisráðherra. Winston Churchill var eftirlætisforsætisráðherra hennar og hann sagði að hún hefði sterkan per- sónuleika og sagðist vera dálítið skotinn í henni. Hún átti góð samskipti við Ha- rold Wilson en var ósammála Margaret Thatcher í ýmsum málum. „Hún er ekki ein af okkur,“ sagði Thatcher við flokksfélaga sinn í Íhaldsflokknum. Sagt er að Elísabet kunni betur við sig í félagsskap karla en kvenna. Elísabet er náttúruunnandi og allt frá því hún var barn hefur hún haft sér- stakt dálæti á hestum og hundum. Kjaftfor eiginmaður Elísabet kynntist á unglingsárum sínum Filippusi prins af Grikklandi og festi mikla ást á honum. Hann var skiln- aðarbarn, alinn upp af ættingjum, sá foreldra sína sárasjaldan og naut lítils ástríkis sem barn og unglingur. Ein- manaleg æska er sögð hafa markað hann mjög og það var honum mikið áfall þegar systir hans lést í flugslysi ár- ið 1937. Þau Elísabet gengu í hjónaband árið 1947 þegar hún var 21 árs og hann 26 ára og eignuðust fjögur börn. Þrálátur orðrómur er um að Filippus hafi átt í fjölmörgum ástarsamböndum utan hjónabands. Sagt er að hann hafi eignast barn með einni ástkonu sinni, en faðerninu sé haldið stranglega leyndu. Faðir Elísabetar lést árið 1952 og El- ísabet varð drottning 26 ára gömul og var krýnd árið 1953. Sagt er að eig- inmaður hennar hafi orðið þunglyndur eftir valdatöku konu sinnar, honum fannst hann ekki hafa nokkurt hlutverk og það átti ekki við hann að þurfa að hneigja sig fyrir henni ef hann kom inn í herbergi á eftir henni. „Ég er ekkert,“ sagði hann við vinkonu sína. Hann reiddist þegar börn þeirra fengu eft- irnafn hennar, Windsor, en ekki eft- irnafn hans, Mountbatten. Elísabet hefur ætíð átt nokkuð erfitt með að tala eðlilega við ókunnuga. „Mér dettur ekkert fleira í hug til að segja,“ sagði hún eitt sinn í einu af sín- um mörgu skylduviðtölum við mann- eskju sem hún þekkti ekki. Filippus prins er annarrar gerðar, hann á auð- velt með að tala við fólk og þykir sjarmerandi þegar vel liggur á honum. Sagt er að Elísabet finni styrk í því að hafa hann sér við hlið og hún hefur alla tíð elskað hann heitt. Hún er hæglát og öguð og leynir til- finningum sínum en hann getur hins vegar verið svo opinskár og djarfur í tali að mönnum blöskrar. Víst er að hann lætur rétttrúnað ekki stöðva sig í að segja það sem honum finnst. Í heim- sókn í Egyptalandi sagði hann: „Vandi ykkar Egypta er að þið fjölgið ykkur of hratt.“ Við breska námsmenn í Kína sagði hann: „Ef þið verðið hérna miklu lengur verða augun í ykkur skásett.“ Mikla hneykslun vöktu svo þau um- mæli hans að hann héldi ekki að vænd- iskona væri meiri siðferðisvera en eig- inkona, en samt væru nú vændiskonan og eiginkonan að gera það sama. Þegar hann hitti einræðisherrann í Paragvæ sagði hann: „Það er notaleg tilbreyting að vera í landi sem er ekki stjórnað af íbúunum.“ Fjölmiðlar hafa í áratugi gagnrýnt Filippus fyrir djörf ummæli en hann lætur þá gagnrýni sem vind um eyru þjóta og heldur áfram að móðga, þótt hann sé orðinn níræður. Hann hefur lítið álit á fjölmiðlamönnum og sagt er að í þeim efnum sé skoðun hans ein- föld: Eini góði fjölmiðlamaðurinn er dauður fjölmiðlamaður. Vansæll prins Skyldur drottningar eru margar og El- ísabet var oft fjarri ungum börnum sín- um vegna ferðalaga um heiminn. Eitt sinn þegar Karl prins, þá barn að aldri, hafði ekki séð móður sína í sex mánuði hljóp hann til hennar og inn í röð ráða- manna sem biðu þess að heilsa drottn- Elísabet hefur ríkt í 60 ár og er vinsæl meðal þegna sinna. AFP Drottningin og eig- inmaður hennar veifa til mannfjöldans eftir krýn- ingarathöfnina, 2. júní árið 1953. Filippus var ekki hamingjusamur og sagðist ekki hafa neitt hlutverk lengur. AFP

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.