SunnudagsMogginn - 03.06.2012, Blaðsíða 12

SunnudagsMogginn - 03.06.2012, Blaðsíða 12
12 3. júní 2012 Mánudagur Jón Magnússon Notkunarupplýsingar til neytenda: Varúð: Ekki halda um vit- lausan enda á vél- söginni. Hera Björk Til hamingju Ísland með okkar fólk – stóðu sig með stakri prýði og voru landi og þjóð til sóma:-D Þriðjudagur Vilhjálmur Þorsteinsson Á í baráttu við löngun til að labba niður í bæ og fá sér ís. Fimmtudagur Einar Bárðarson Það er náttúrulega alveg úti hött að selja sokka alltaf í sam- stæðum litum. Fæt- urnir, þó þeir séu svipaðir þurfa ekki alltaf að þvælast undir manni eins og síams tvíburar hahaha þeir mega auðvitað hver hafa sinn stíl!? Ég meina hvernig stendur á því að öll heimsbyggðin er bara föst í því að hafa þetta svona? Fésbók vikunnar flett Eftirsóttasti sími heims Samsung hefur náð yfirhöndinni á farsímamarkaði og styrkir stöðu sína með Samsung Galaxy SIII sem kemur á markað um þessar mundir og er þegar orð- inn eftirsóttasti sími heims í dag. Græjur Árni Matthíasson arnim@mbl.is Skjárinn á Galaxy SIII er talsvert stærri en á Galaxy SI og nokkru stærri en á SII, 4,8" AMOLED- skjár með upplausnina 1280 x 720 dílar. Hann er hreint út sagt frábær með magnaða lita- dýpt og sá besti sem ég hef séð á farsíma til þessa. Glerið er sérstyrkt Gorilla Glass. Ekki er bara að skjárinn sé stærri heldur er sím- inn sjálfur heldur stærri, 7 cm á breidd, 13,6 á hæð og 0,86 á þykkt (SII er 6,6 x 12,5 x 0,84). Hann er líka þremur grömmum þyngri. Á símanum eru tvær myndavélar, 2 MP að framan og að aftan mjög hraðvirk 8MP myndavél með LED-flassi og sjálf- virkum fókus sem tekur 1080p 30 ramma full HD- myndskeið. Stýrikerfið er Android 4.0.4, eða Ice Cream Sandwich, og notendaskilin ný útgáfa af TouchWiz. Örgjörvinn er fjögurra kjarna 1,4 GHz ARM og grafíkörgjörvinn er líka frá ARM. Vinnsluminni í símanum er 1 GB, en síðan er hann með 16, 32 eða 64 GB minni eftir útfærslu og hægt að setja í hann minniskort, allt að 64 GB. Í símanum eru alls konar viðbætur, sumar eitursnjallar en aðrar frekar for- vitnilegar en beinlínis hagnýtar. Til að mynda slekkur síminn ekki á skjánum á meðan horft er á hann, hægt er að hringja án þess að ýta á skjáinn, til dæmis ef maður er með viðkomandi tengilið á skján- um, raddstýring er innbyggð og örgjörvinn er nógu öflugur tiil að hægt sé að keyra fleira en eitt forrit samtímis. Á síðustu áratugum bar Nokia höfuð og herðar yfir aðra síma- framleiðendur en nú hefur Sam- sung velt Nokia af stalli sem stærsti símaframleiðandi heims eftir fjórtán ára setu Nokia í efsta sætinu. Einn helsti styrkur Nokia í gegnum árin var hvað margar gerðir voru til af Nokia-símum, allt frá þrælbillegum vinnuþjarki í gullslegið skraut, en fyrirtækið missti rækilega af lestinni þegar snjallsímabyltinguna bar að. Upp frá því hefur Nokia haldið velli í Afríku og Asíu, en lætur nú í minni pokann; á tímabilinu frá janúar fram í mars seldi Samsung 88 milljónir farsíma, en Nokia 83 milljónir (Apple seldi væntanlega ríflega 20 milljón síma á sama tíma). Samsung hefur meðal annars tekið upp þá háttu Nokia að vera með margar gerðir farsíma á markaði, selur nú 140 gerðir, helminginn snjallsíma og þar af þrjár með Windows-stýrikerfi og 53 með Android, á meðan Nokia býður upp á snjallsíma með Wind- ows. Nýir tímar Samsung er stærsti símaframleið- andi heims

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.