SunnudagsMogginn - 03.06.2012, Blaðsíða 40

SunnudagsMogginn - 03.06.2012, Blaðsíða 40
40 3. júní 2012 Lífsstíll Framundan er tveggja vikna sum-arfrí sem verður að mestu variðutandyra í einstaklega góðu ís-lensku vor/sumarveðri. En að hluta til á erlendri strönd. Því hef ég að- allega eitt markmið fyrir þessar tvær vik- ur (fyrir utan það að skemmta mér) og það er að sólbrenna ekki. En fyrir ljós- hærða, norræna mær eins og mig er þetta vandaverk og nokkuð sem þarf að huga að. Hvort heldur sem maður situr úti á palli í klukkutíma í vesturbænum eða flatmagar einhvers staðar í útlöndum. Það er ekki gott að brenna heilsufarslega. Svo ekki sé talað um óþægindin og svo er nú ekkert sérlega fallegt að vera hum- arrauður á litinn. Einhvers staðar slæddist inn Miðjarðarhafsblóð í móðurfjölskyldu mína. Móðir mín ber þess merki og verður sólbrún og sælleg af litlu sem engu. Á meðan ég ligg og svitna. Reyni að verða brún en um leið samt alls ekki að brenna. Þetta þýðir að bera á sig sterka sólarvörn, snúa sér reglulega við og vera alls ekki úti á heitasta tímanum. Sem er svo sem sjálf- sögð skynsemi ef út í það er farið. Hæðina fékk ég þó úr föðurfjölskyldu minni og er þakklát fyrir það. Skítt með einhverja brúnku þegar maður er á hæð við súper- módel... Eftir nokkrar misheppnaðar til- raunir skil ég nú að íslensk sól er ekkert öðruvísi en önnur. Og sólin nú er mjög sterk svo það er um að gera að passa sig. Maður má ekki láta blekkjast og sitja í lengri tíma úti án þess að láta á sig sólar- vörn. Það bara gengur ekki og fyrir mig dugir ekkert nema 20 og upp úr. Ann- ars á ég fyrir höndum gott humar- sumar þar sem fólk horfir á mig í sundi með þjáningarsvip í augum. Svo að næst þegar ég skrifa til ykkar lesendur góðir verð ég vonandi kaffibrún og frískleg eftir gott frí. Þangað til bið ég ykkur vel að lifa og muna að hafa sól- arvörnina og góða skapið ætíð við hönd- ina. Gleðilegt sumar, gleðjist gumar og borðum humar (en verum ekki eins og hann á litinn). Þegar veðrið er gott breytist lífið og margir njóta þess að vera úti við og hafa það notalegt með vinum og ættingjum. Morgunblaðið/Ómar ’ Maður má ekki láta blekkjast og sitja í lengri tíma úti án þess að láta á sig sólarvörnSól, sumar og humar Lífið og tilveran María Ólafsdóttir maria@mbl.is Norræna mærin ég, á hæð við súpermódel, fékk engin brúnkugen í vöggugjöf. Ég mæli með að þið farið varlega í sólinni lömbin mín. Þessi árstími er tilvalinn til gönguferða og það jafnvel langt fram á kvöld enda orðið bjart og veðr- ið hefur leikið við landsmenn síðustu daga. Ef þú ert á ferðinni einhvers staðar á landinu þá er um að gera að skella sér út úr bílnum. Stoppa við vatn, læk, fjall eða annað kennileiti og teygja úr sér. Ganga spölkorn niður í fjöruna og gleyma ekki að þú þarft ekki að fara svo mikið lengra til að komast út í fallega náttúru. Eftir vinnu er tilvalið að skella sér í gönguferð eða upp á eins og eitt fjall. Dagurinn verður jú svo miklu lengri á sumrin og orkan eykst líka. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Áð við læk eða vatn og náttúrunnar notið Ég sá fyrsta þáttinn af grínþætti bandarísku leikkonunnar Betty White á dögunum. Hann kallast Whités Off Their Rockers og sýnir eldra fólk í alls konar stuði, flippi og sprelli. Þátturinn gengur í raun út á það að eldra fólkið geri ýmislegt fyndið, sumt hálfbrjálað, til að sjá hvernig fólk bregst við. Svo virðist sem fólk kunni síður við að segja eitthvað við eldra fólk. Til að mynda við manninn sem tekur melónu úti í búð og rúllar henni eins og keilukúlu á borð með blómum þannig að það dettur. Konan sem samþykkir í sakleysi sínu að mynda eldri mann í verslunarmiðstöð veit heldur ekki hvaðan á sig stendur veðrið og verður bæði undrandi og fer að hlæja þegar maðurinn hleyp- ur fram hjá henni allsnakinn. Hér er á ferðinni falin mynda- vél af bestu gerð og gaman að sjá hvernig við mannfólkið bregðumst við slíkri hegðun. Inn á milli eru stutt innslög með Betty þar sem hún grínast og kynnir við og við næstu atriði. Fyndinn þáttur sem hefur að leiðarljósi að: „Jafnvel þó að unga fólkið beri virðingu fyrir okkur þurfum við ekki að bera virðingu fyrir því á móti.“ Sprell og flipp

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.