SunnudagsMogginn - 03.06.2012, Blaðsíða 22

SunnudagsMogginn - 03.06.2012, Blaðsíða 22
22 3. júní 2012 Evran er ósjálfbær mynt.“ Sagði hver?Mario Draghi, bankastjóri Seðlabankaevrunnar (sem opinberlega er þó, afóþarflegu oflæti, kallaður Seðlabanki Evrópu). Slík yfirlýsing, úr þessari átt, er meiri- háttar tíðindi. Ekki síst þegar hugsað er til þeirrar afneitunar sem verið hefur helsta einkenni upp- ljómaðra aðdáenda evrunnar furðu lengi. En þrátt fyrir hin miklu efnahagslegu tíðindi, sem fólust í játningu Draghis bankastjóra úr ræðustól Evr- ópuþingsins, náðu þau ekki að yfirskyggja annað í vikunni. Hin efnahagslega spánskaveiki sem nú hefur slegið niður hefur enn meiri þýðingu, en hún er einmitt meginástæðan fyrir hinni óvenju- legu játningu. Draghi bankastjóra hefur verið hrósað fyrir hugrekki. Skömmu eftir að hann kom til sinna nýju starfa náði hann að þrengja í gegn ákvörðun um að Seðlabanki evrunnar myndi í tveimur áföngum lána bönkum svæðisins billjón evrur, nærri því ókeypis til þriggja ára, svo þeir gætu keypt ríkisskuldabréf völtustu ríkissjóða þess fyr- ir drjúgan hluta lánanna, með margföldum vaxta- mun. Með því mátti slá tvær flugur í einu höggi. Gera óábyrga áhættufíkla í röðum banka í Evrópu ríka aftur og komast hjá að brjóta beint bann við því að seðlabankinn lánaði sjálfur hinum hrjáðu ríkissjóðum. Og þar sem þetta var lánsfé, þótt vaxtamunur viðskiptanna væri fjór- til fimm- faldur, var ekki heldur hægt að saka hann bein- línis um að gefa „fallítt“ bönkum fé, sem honum er algjörlega bannað. Auðvitað var þessi gjörð á mjög gráu svæði, en það er hvort sem er einn alls- herjar grámi yfir evrusvæðinu núna og sér því ekki á svörtu, þótt grátt sé. En þetta djarfa neyð- arúrræði Draghis reyndist því miður verða skammgóður vermir eins og annað afbrigði, sem notað var á annars konar neyð í íslenskum vetr- arhörkum forðum tíð. En úrræði Draghis entust illa vegna þess að skömmu eftir kaup bankanna á ríkisskuldabréfum fyrir gjafalánin hækkaði ávöxtunarkrafan á hina sömu ríkissjóði mjög óvænt, sem varð til þess að bankarnir sem fegnir tóku þátt í leiknum sem allir áttu að græða á verða að færa mikið tap í bókhald sitt og slíkt bókhaldslegt tap fá þeir illa borið. Svo bragðið varð bjúgverpill. Draghi-afbrigðið var ekki síst leikið til að Þjóðverjar gætu ekki fullyrt að reglur seðlabankans hefðu verið brotnar. Þjóðverjar eru lítt gefnir fyrir brotnar reglur. Og nú er þeim þýsku ekki skemmt. Og svar Marios Draghis við óþægilegum augngotum úr Berlín kom í þingsal Evrópuþingsins og hljómaði efnislega svona: Evr- an er ekki sjálfbær við óbreyttar aðstæður. Seðla- banki Evrópu getur ekki einn bjargað henni. Stjórnmálamenn evrusvæðisins (Þjóðverjar) geta ekki vikið sér undan því að það er þeirra en ekki seðlabankans að skapa þau skilyrði sem vantar svo evran fái staðist. Vond frétt vekur góða En það var eins og allt þetta væri ekki nóg í einni og sömu vikunni. Vondar efnahagsfréttir hrönn- uðust svo upp að meira að segja virtist verða til ein góð frétt sem bein afleiðing af öllum þessum vondu. Vandræðin á evrusvæðinu, daprar fréttir af Ameríkumarkaði og samdráttarmerki í Kína, hinu mikla kapítalíska ríki kommúnismans, sköpuðu mikinn óróa og þá tilfinningu að kreppa væri yfirvofandi. Það varð til þess að verð á olíu- fati lækkaði mikið. Það virtust góðar fréttir fyrir okkur litlu karlana, og Jón og Gunnu um allan heim, sem lítum í veskið okkar frekar en að spyrja endurskoðandann um stöðu eignasafnsins. Rétt eins og þegar glittir í sóley óvænt svo hugg- unarríka á taðhrúgu. Og við frestum því í gleði okkar að sjá að það sem veldur því að olíufatið fer lækkandi eru samdráttarkippir á heimsvísu, sem geta orðið til þess, að afurðaverð okkar á fiski, áli og öðrum útflutningi lækki snarlega, og þá kaup- mátturinn okkar í kjölfarið, svo lítið verður eftir til að kaupa olíu úr fati á lága verðinu. En Pollý- anna bendir vísast á að kannski komi það ekki að sök því minna verður þá þvælst um á bíl hvort sem er. Og á meðan á öllu þessu gengur eru Jóhanna og Steingrímur að ganga í ESB, ekki síst til að komast í evruna, sem Mario Draghi, af öllum mönnum, segir að sé ekki sjálfbær. En hvað veit hann? Hafa ekki hinir efnahagslegu ofursnillingar, Össur, Björgvin G. og Sigríður Ingibjörg, gefið evrunni heilbrigðisvottorð og það fleiri en eitt? Það væri verðugt rannsóknarefni að fá upplýst hvers vegna ekki nokkur maður um víða veröld tekur neitt mark á hinum íslensku snillingum. Ekki verður minnimáttarkennd þeirra sjálfra kennt um. Veit ekki umheimurinn að íslenski utanríkisráðherr- ann nýtur slíkrar virðingar í eigin ranni að hann talar oftar en ekki um sjálfan sig í þriðju persónu, eins og kóngar okkar gerðu á meðan þeirra naut við. Ef slíkur maður segir evruna aldrei hafa verið í betra lagi en núna ætti þessi Draghi að hafa sig hægan. Ekki umgengst hann stækkunarstjórann á því sem næst jafnréttisgrundvelli, eins og fjöl- margar ljósmyndir sanna, svo aðeins eitt dæmi af mörgum sé tekið. Átakanlegt atvinnuátak Ekki má heldur gleyma því að á meðan rík- isstjórnin eyðir þúsund milljónum, einum millj- arði króna, í að gera atlögu að íslensku stjórn- arskránni, sem úrtölumenn sjá sjálfsagt ofsjónum yfir, hefur hún þegar skapað 50 þúsund störf með beinum yfirlýsingum, samkvæmt úttekt sem liggur fyrir. Og þótt auðvitað séu ekki greidd laun fyrir störf sem eingöngu liggja fyrir í slíkum yf- irlýsingum, sem væri jú fáránlegt, gefur það eitt og sér ekki tilefni til að gera lítið úr svo stórkost- lega merkilegu framtaki, sem nú hefur staðið yfir í rúmlega þrjú ár. Og þótt þessi stórbrotna at- vinnuviðleitni sé ekki eins föst í hendi, eins og at- vinnuátak ríkisbankans í útibúaneti hans í síðustu viku var í hendi fólksins sem fékk uppsagn- arbréfin sín, er þetta allt af sama meiði. Enda hef- ur ríkisstjórnin upplýst, af þessu gefna tilefni, að hún hefur ekkert með rekstur, ákvarðanir eða framtíðarstefnumótun ríkisbankans að gera. Það er einmitt markmiðið með rekstri banka í rík- iseigu að ríkið skipti sér í engu af honum og hann lúti algjörlega sömu lögmálum og banki sem hefur verið einkavæddur. Þess vegna hafa núverandi stjórnarflokkar, að eigin sögn, verið algjörlega andvígir einkavæðingu banka, því nauðsynlegt sé að hafa sterkan ríkisbanka til að tryggja að minnsta kosti einn banki lúti í einu og öllu sömu lögmálum og einkavæddur banki. (Óskað er eftir að þeir Íslendingar gefi merki sem eru undrandi á að samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna sé nú rétt yfir 20 prósent. Talningu lýkur mjög fljótt.) Formaður réttir örvandi hönd Formaður þingflokks Samfylkingarinnar benti í eldhúsdagsumræðu á ótrúlega snjallan leik til að treysta stöðu ungra Íslendinga á vinnumarkaði. Reykjavíkurbréf 01.06.12 Þekkir Draghi stækkunarstjórann Svandís og fjölskylda á Bakkatjörn.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.