Morgunblaðið - 31.07.2012, Page 18
J
afnrétti kynjanna er eilíft umræðuefni,
eldheitt og mikilvægt. Jafnréttisbar-
áttan hefur að miklu leyti beinst að
vinnumarkaðinum, að karlar og konur
hafi þar jöfn tækifæri. Virðist það
mjakast í rétta átt þó að óútskýrður launamunur
kynjanna sé enn 7% hér á landi, konum í óhag.
En það er annar vettvangur sem einnig er vert
að beina sjónum að í jafnréttisbaráttunni; hinn
óútskýrði munur á hlutverkum kynjanna inni á
heimilunum.
Eitt sinn skáru konur upp herör gegn hlut-
verkaskiptingunni á heimilinu, það breytti
nokkru í jafnréttisbaráttunni. Mér finnst sú bar-
átta kvenna hafa staðnað. Kannski er það vegna
þess að hlutverkaskipting kynjanna inni á heim-
ilunum fer ekki hátt og er oft þögguð niður ef
um hana er rætt, því enginn vill viðurkenna að á
bak við luktar dyr heimilisins eigi óréttlætið sér enn stað.
Vissulega eru til þær fjölskyldur þar sem báðir aðilar
sinna heimilinu og börnunum til jafns, en ef ég lít í kring-
um mig er ljóst að konan hefur heimilisstörfin oftar á
herðum sér. Báðir aðilar eru í jafn mikilvægu starfi, en
karlinn virðist oft ná að telja maka sínum trú um að starf
hans sé mikilvægara en starf konunnar. Hann virðist hafa
meiri „rétt“ til að vinna frameftir, en þegar málið er skoð-
að kemur í ljós að hann afrekaði ekki endilega meira á sín-
um tíu tíma vinnudegi en konan á sínum átta tímum.
Hennar vinnudagur er miklu skilvirkari því hún hefur síð-
ur völ á því að slæpast.
Daglega vinnur konan fullan vinnudag,
sinnir börnunum að stærstum hluta, sér til
þess að almennilegur matur er á borðum og
sér einnig um þvott og þrifnað. Þetta er gert
án mikillar hugsunar, bara gangur lífsins,
rútína dagsins. Þegar konan er spurð að því
hver sér um að halda heimilinu gangandi, við-
urkennir hún nú að það sé oftast hún en bætir
svo við í léttum tón: „En Jón gerir bara eitt-
hvað annað á heimilinu í staðinn og svo eldar
hann nú stundum.“ Þegar nánar er að gáð er
eldamennska Jóns ekki meiri en svo að hann
grillar á sumardögum, ber á pallinn einu sinni
á ári og hengir upp myndir í þau skipti sem
það þarf. Karlinn heldur oft friðinn með því að
gera „eitthvað“ á heimilinu en vinnuframlag
hans er því miður allt of oft ekki nema brot af
því sem konan gerir. Það mætti líta á þetta
sem ómeðvitað ójafnrétti, konurnar vinna heimilisstörfin
ósjálfrátt en átta sig ekki á því mikla álagi sem þær eru
undir með bæði fulla vinnu og heimili. Hin daglega rútína
á heimilinu er nefnilega nokkuð mikil og það dugar ekki að
karlarnir taki bara til hendinni á álagstoppum. Það heyrist
stundum að karlinn sé duglegur að „hjálpa til“ en það er
jafn fáránlegt tal og þegar talað er um að pabbinn „passi“
börnin sín. Karlinn á að vera fullur þátttakandi í heimilis-
haldinu og taka jafn mikla ábyrgð á því og konan. Heimilið
virðist vera sá staður sem seint vinnst í jafnréttis-
baráttunni á meðan það er sá staður sem hefði kannski átt
að vinnast fyrst. ingveldur@mbl.is
Með heimilisstörfin á herðum sér
Ingveldur
Geirsdóttir
Pistill
BAKSVIÐ
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Skiptar skoðanir eru meðalkaupmanna og rekstraraðilaí miðborg Reykjavíkur umþá ákvörðun Bílastæðasjóðs
að hækka stöðumælagjöld um allt að
50% á þremur gjaldsvæðum af fjórum
og lengja gjaldskyldu á laugardögum.
Við bætist óánægja margra fyrir-
tækja með lokun fyrir bílaumferð á
neðri hluta Laugavegarins. Er þetta
talið geta dregið verulega úr ferðum
fólks í miðbæinn og þar með dregið úr
viðskiptum. Eru borgaryfirvöld einn-
ig gagnrýnd fyrir skort á samráði við
kaupmenn og rekstraraðila í mið-
bænum um þessar ákvarðanir.
Samtök kaupmanna og fasteigna-
eigenda við Laugaveg sendu þannig
frá sér ályktun þar sem gjaldskrár-
hækkuninni er harðlega mótmælt.
Umræddar hækkanir hefðu verið
ákveðnar án samráðs við verslunar-
eigendur og aðra hagsmunaaðila á
svæðinu. Samtökin voru stofnuð fyrr
í sumar en í þeim eru aðallega kaup-
menn nokkurra rótgróinna verslana
og fyrirtækja við Laugaveg.
Samráð virðist hins vegar hafa ver-
ið haft við Miðborgina okkar, sem er
samstarfsvettvangur rekstraraðila í
miðborg Reykjavíkur og jafnframt
samráðsvettvangur milli borgarinnar
og fyrirtækja í miðbænum. Jakob
Frímann Magnússon, fram-
kvæmdastjóri Miðborgarinnar okkar,
segir hækkun Bílastæðasjóðs hafa
verið borna undir stjórn Miðborgar-
innar. Stjórnin hafi fjallað um áform-
in og óskað eftir því að fyrirhugðum
hækkunum sjóðsins yrði haldið í lág-
marki.
„Það var tekið tillit til þeirra óska
að einhverju leyti en hækkunin er
engu að síður meiri en við hefðum
óskað okkur,“ segir Jakob, en telur
nokkurn hluta rekstraraðila skilja og
virða þau sjónarmið að ástæða sé til
að auka hreyfingu á bílastæðunum.
Mjög lág bílastæðagjöld geti vissu-
lega leitt til kyrrstöðu og þess að íbú-
ar og starfsmenn verslana freistist til
að hafa eigin bíla í stæðum sem ann-
ars væru opin viðskiptavinum. „En
við hefðum talið heppilegra að gera
þetta í smærri skrefum.“
Jakob bendir á að það sé mikill
áhugi fyrir því í borgarstjórn að
hreyfa við bílavæðingunni, þannig að
hún verði ekki eins ráðandi í mið-
bænum og verið hefur. Íslendingar
hafi reyndar vanist því að geta ekið
bílum sínum nánast inn í verslanir og
séu t.d. ekki að nota bílastæðahúsin
mjög vel. Ástæða hafi verið talin til að
auka hreyfingu á bílastæðunum en
ekki sé sama hvernig það sé gert.
Tekjuáætlun skot í myrkri
Bílastæðasjóður hefur ekki reikn-
að út hvað þessi hækkun stöðumæla-
gjalda kemur til með að skila í kass-
ann. Tekjur sjóðsins af gjöldunum
hafa numið um 275 milljónum króna á
ári og telur Bjarki R. Kristjánsson,
rekstrarstjóri Bílastæðasjóðs,
ómögulegt að segja til um hvað þess-
ar hækkanir muni hafa í för með sér.
Þær geti jafnvel átt eftir að þýða
minni tekjur þar sem búast megi við
að nýting á stæðunum dragist saman
fyrst í stað. „Að reyna að áætla ein-
hvern tekjuauka væri algjört skot út í
myrkrið,“ segir Bjarki.
Hann segir málið ekki snúast um
að auka tekjur Bílastæðasjóðs heldur
að losa um bílastæðin. Eina leiðin til
þess hafi verið að hækka gjaldið. Síð-
asta breyting á gjaldinu var árið 2000
og Bjarki segir það ekki gott að láta
svo langt líða á milli hækkana. Ekki
hafi verið vilji til þess hjá borginni að
hækka fyrr en nú. Bjarki segist jafn-
framt skilja áhyggjur kaupmanna yf-
ir því að missa viðskipti. Hins vegar
megi reikna með aukinni umferð og
greiðari aðgangi að bílastæðum í
miðborginni en verið hefur.
Meiri hækkun en
Miðborgin okkar vildi
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Laugavegurinn Ekki eru allir á eitt sáttir um hækkun bílastæðagjalda og
lokun neðri hluta Laugavegarins, og áhrif þess á umferðina á svæðið.
18
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ 2012
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Færri og dýr-ari bíla-stæði eru
sú leið sem borg-
aryfirvöld hafa
valið að fara til að
styrkja miðborg-
ina. Þessu til viðbótar er
helstu götum lokað fyrir bíla-
umferð. Hugmyndin er með
öðrum orðum sú að þeim mun
erfiðara sem aðgengi að versl-
unum og þjónustu í miðborg-
inni er, því meiri verði við-
skiptin.
Einn kaupmannanna við
Laugaveginn, Frank Michel-
sen úrsmiður, er undrandi á
ákvörðunum borgaryfirvalda
um miðborgina og sagði í sam-
tali við Morgunblaðið: „Á
hvaða plánetu lifa þessir
menn? Ég get ekki ímyndað
mér það að 50% hækkun bíla-
stæðagjalda um leið og stæð-
um fer fækkandi eigi eftir að
styrkja miðbæinn.“ Frank
segir að áður hafi mikil umferð
verið framhjá versluninni
hans á morgnana, en nú sé hún
horfin, sem rekja megi til erf-
iðs aðgangs bíla í miðborginni.
Ákvarðanir á borð við þær
að loka aðgengi að verslunum
og þjónustufyrirtækjum
hljóta að teljast meðal þeirra
veigameiri sem hægt er að
taka um hagsmuni þessara
fyrirtækja. Þess vegna mætti
ætla að ríkulegt samráð væri
haft við fyrirtækin áður en
ráðist er í breytingar. Um
samráð borgaryfirvalda segir
Frank: „Þeir hafa ekkert sam-
ráð við okkur. Samráð í þeirra
huga eru einhliða ákvarðanir
og tilkynningar.“
Eflaust kannast
margir við þessa
gagnrýni því að
hún er ekki að
koma upp í fyrsta
sinn. Núverandi
yfirvöld í borginni
ákváðu að ráðast í miklar sam-
einingar skóla og hafa keyrt
þær í gegn af nokkru kappi en
takmarkaðri forsjá. For-
eldrum og félögum þeirra hef-
ur til að mynda reynst afar
erfitt að ná fundum forystu-
manna meirihlutans til að lýsa
áhyggjum af einstökum þátt-
um sameininganna og reyna
að ná fram breytingum. Ítrek-
að hafa komið fram kvartanir
um að borgaryfirvöld neiti að
eiga samráð og mörg dæmi
eru til sem styðja þessar
kvartanir og staðfesta rétt-
mæti þeirra.
En hvernig stendur á því að
borgaryfirvöld ganga fram
með þessum hætti? Hvers
vegna kjósa þau frekar að
þvinga ákvarðanir sínar upp á
borgarbúa, ekki síst þá sem
mestra hagsmuna eiga að
gæta, en að ræða málin og
reyna að ná sæmilegri sátt um
viðamiklar breytingar sem
snerta ríka hagsmuni?
Hvað er það sem borgaryf-
irvöld óttast í þessu sam-
bandi? Eru rökin fyrir breyt-
ingunum það veik að þau þoli
ekki að vera rædd fyrir opnum
tjöldum? Byggjast ákvarð-
anirnar á kreddum og mein-
lokum sem fáir utan borgar-
stjórnarmeirihlutans myndu
sætta sig við ef þær væru
ræddar og útskýrðar í þaula?
„Samráð í þeirra
huga eru einhliða
ákvarðanir og til-
kynningar.“}
Á hvaða plánetu?
Rithöfundurinnog dýrafræð-
ingurinn Matt
Ridley er bjart-
sýnni en gengur
og gerist. Og hann
er ekki bjartsýnn
að ástæðulausu, bjartsýni
hans er jákvæð niðurstaða
rannsókna og reynslu liðinna
ára. Hann hefur komist að
þeirri niðurstöðu að staða
mannsins fer sífellt batnandi
og að fyrir því eru skynsam-
lega ástæður.
Ridley hefur ritað bók um
þetta efni og ræddi það einn-
ig á fundi Rannsóknarseturs
um nýsköpun og hagvöxt fyr-
ir helgi. Áhugavert er og lær-
dómsríkt fyrir þá sem sjá
óleysanleg vandamál í hverju
horni að kynnast viðhorfum
Ridleys sem bendir ekki að-
eins á fjölmörg dæmi um
batnandi hag mannkynsins í
gegnum árin og árþúsundin,
heldur líka á skýr-
ingarnar á þess-
um batnandi hag.
Ridley færir
rök fyrir því að
það sem hafi skilið
manninn frá öðr-
um dýrum – og hér kemur
námsgráða í dýrafræðum
sennilega til góða – sé geta
mannsins til að eiga skipti á
vörum og hugmyndum. Þetta
hafi ýtt undir framfarir og
það hversu gott maðurinn
hafi það nú miðað við fyrri
tíð. Helsti dragbíturinn séu
miklar hömlur sem ríkis-
valdið hafi sett og nefnir
hann löng tímabil í sögu Kína
sem dæmi.
Viðhorf Matts Ridleys eru í
senn hressilegt og jákvætt
innleg í umræðuna – og í
anda kenningarinnar dæmi
um skoðanaskipti sem án efa
munu hafa jákvæð áhrif á þá
sem þeim kynnast.
Maðurinn þarf að fá
að njóta sín til að
framfarir haldi
áfram óáreittar}
Jákvæð bjartsýni
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
Nýju hliði, í formi reiðhjóls, var
komið upp fyrir helgi til að loka
fyrir umferð um neðri hluta
Laugavegar. Til að opna hliðið
þarf lykil og gleymdist að láta
Slökkvilið höfuðborgarsvæðis-
ins hafa slíkan lykil. Höskuldur
Einarsson, deildarstjóri SHS,
sendi erindi á borgaryfirvöld í
síðustu viku til að minna á að
þeir þyrftu að hafa greiðan að-
gang að Laugaveginum fyrir
slökkvi- og sjúkrabíla. Var því
ekki svarað fyrr en í gær en
þegar Morgunblaðið ræddi þá
við Höskuld átti hann von á að
fá lykla senda þann daginn.
Slökkviliðið
gleymdist
NÝTT HLIÐ TIL AÐ LOKA
Hliðið Ferðamaður bregður á leik á
nýja hliðinu sem lokar Laugavegi.
Morgunblaðið/Árni Sæberg