Helgafell - 01.03.1942, Síða 60
46
HELGAFELL
um á löngum, en að vísu nokkuð slitróttum,
skáldferli. Það vill ltka svo vel til, að höfundur-
inn hefur sjálfur gert sérstakar ráðstafanir til að
létta lesendum sínum þetta ferðalag, með því að
láta skýringar fylgja hverju kvæði og greina frá
sköpunarsögu þess. En bókinni er, að því er frá
er skýrt í forspjalli hennar, ætlað að vera
kennslubók í skáldskap, með líkum hætti og
Edda Snorra var íslenzkum skáldum það um
langan aldur, og í annan stað miðast þessi út-
gáfuaðferð við þá kenningu höfundarins, að
,,sérhvert IjóS er aScins stutiur þáttur í langri
\eÓju atburða, og verSur aldrei sl^ilió til hlítar,
nema jrásagnir af atburSinum fylgi á bók.".
Er kenning þessi í formi algildrar reglu baga-
lega seint fram komin, og hörmulegt til þess
að vita, hversu mörg ljóðskáld, fyrir daga Þór-
bergs, hafa orðið að gera sér að góðu að yrkja
tiltölulega ,,ódauðleg" ljóð, án þess að geta
fært sér hana í nyt. En jafnvel þótt reglan hafi
margt til síns ágætis, og eigi vonandi eftir að
endast mörgu kvæði til langlífis, freistast mað-
ur samt til þess við lestur Eddu Þórbergs að
efast um, að hún megi teljast einhlít. Lesand-
anum finnst ósjálfrátt, að þau kvæði, sem hann
telur máli skipta, mundu alveg eins lifa af án
allra skýringa og sagnfræði, og hvorki virðist
honum að önnur kvæði bókarinnar valdi skýr-
ingunum né skýringarnar geti bjargað kvæðun-
um, og hann telur það jafnvel litlu varða, með
hverjum hætti slík kvæði eru til orðin, eða hvar
bærinn hafði höfundinn á hornum sér, þegar
þau voru ort.
En hvað var það þá, sem höfundurinn ætlað-
ist fyrir? Það er varla sanngjarnt að álykta, að
hann hafi hugað bók sinni sæti meðal þess, sem
venjulega er talið til bókmennta í þröngri merk-
ingu. Að vísu eru til kvæði í bókinni, sem bent
gætu í þessa átt, en þau mega þó fremur telj-
ast stælingar en frumort ljóð. Flest eru þau til
orðin fyrir bein áhrif eldri skálda, einkum Hein-
es og Jónasar Hallgrímssonar, án þess þó að
þau bæti nokkru við það, sem áður er vitað um
Heine, Jónas eða höfundinn. — Hins vegar er
bókin allt of dauf, og formin fyrir fyndni henn-
ar slitnari en svo, að hún megi duga sem
„skemmtilegt slúður" til hvíldarlesturs, og það
hefði höfundurinn sjálfur mátt sjá. Það mun líka
sönnu nær, að bókin sé aðeins einn þáttur í
þeirri viðleitni höfundarins, að bjarga hugsun-
um sínum og líferni frá glötun og tryggja þeim
um leið þann svip og það innihald, sem hann
telur æskilegt. En um ekkert af þessu verður
fullyrt. Bókin segir sjálf ekkert til um tilgang
sinn, fremur en aðrar þær bækur, sem ekki ná
tilgangi sínum.
Það má öllum vera mikið hryggðarefni, ef
hæfileikar Þórbergs Þórðarsonar eiga ekki eftir
að duga honum til meiri endurnýjunar í hugsun
og vali viðfangsefna, en bók þessi gefur til
kynna. Því enda þótt margt í hinu óbundna
máli bókarinnar beri, eins og vænta mátti, stíl-
fimi höfundarins trútt vitni, fer ekki hjá því,
að lesandinn sakni þar þeirrar eldlegu hrifni,
andagiftar og fyndni, sem lýsti af í Bréfi til
Láru og sumum öðrum bókum hans. Jafnvel
sjálfhygli hans er horfin öllum sannfæringar-
krafti og verkar nánast sem innihaldslaust form.
Það er engu líkara en höfundurinn sé í bili
orðinn þreyttur á Þórbergi Þórðarsyni, þótt hug-
urinn snúist enn í kringum hann af gömlum
vana.
T. G.
Draumur og jörð
Þórunn Magnúsdóttir: DRAUMUR UM
LJÓSALAND I. — Víkingsútgáfan,
Reykjavík 1941. 289 bls. 8vo. Verð: kr.
13,50 ób., kr. 16,50 og 18,00 innb.
GuÓmundur Daníelsson frá Guttorms-
haga: AF JÖRÐU ERTU KOMINN
I. Eldur. — Þorsteinn M. Jónsson, Ak-
ureyri. 281 bls. 8vo. Verð ób. kr. 12,00,
kr. 16,00 og 20,00 innb.
Tveir ungir rithöfundar, þau Þórunn Magn-
úsdóttir og Guðmundur Daníelsson, hafa sent
frá sér fyrra og fyrsta bindi hvort af framhalds-
sögum. Skáldsaga Þórunnar, Draumur um
Ljósaland, mun verða í tveim bindum, en Guð-
mundar, Af jörðu ertu kpminn, í þremur, að því
er sagt er, og ber þetta fyrsta bindi sérheitið
Eldur. Vitanlega er hvorki rétt né faert að leggja
neinn endanlegan dóm á þessi bindi af fram-
haldssögum hinna ungu og mikilvirku rithöf-
unda enn sem komið er. Þó er óhætt að full-
yrða, að þau beri bæði vott um aukna stíltækni
höfunda sinna, einkum þó bók Þórunnar. Stíll
hennar getur að vísu ekki talizt persónulegur
enn þá, en hann er einkar viðfelldinn, hrukku-
laus og mjúkur án allrar væmni, og sama máli
gegnir um orðaval.
Eins og nafnið á bók hennar bendir nokkuð
til, má telja Draum um Ljósaland, enn sem
komið er, ,,rómantíska“ skáldsögu í þeirri merk-