Helgafell - 01.01.1943, Qupperneq 16
2
HELGAFELL
kennir sig við bókmenntir og önnur menn-
ingarmál. Er þar ekki annað til afsökun-
ar en sú fyrirætlun vor, sem þó bíður
betri tíma, að gera þinginu skil síðar í
myndarlegri og minnisverði grein, er því
gæti talizt samboðin. Hér mun því ekki
rakin saga þingsins né fjölrætt um menn-
ingargildi þeirrar listkynningar, er fram
fór á vegum þess. Þó má hiklaust fullyrða,
að sú kynning á verkum og vinnubrögð-
um íslenzkra listamanna hafi þegar orkað
miklu um aukinn skilning og velvild al-
þjóðar í þeirra garð, einnig úti um strjál-
býlið, þar sem lieimaríki langhundanna
hafði verið mest áður. Enginn vafi er á
því, að þessi kynning hefur orðið til þess,
fremur öllu öðru, að þingstörfin inn á við,
þau, er vissu að hagsmuna- og hugðarmál-
um listamanna sjálfra, hafa þegar borið
meiri og skjótari árangur en við mátti bú-
ast. Sá þáttur þinghaldsins er að vonum
fáum kuimur af öðru en samþykktum
þeim, er birtar hafa verið, en vel má geta
þess, þótt ekki sé farið lengra út í þá
sálma, að allir fundir þess fóru svo vafn-
ingalaust og friðsamlega fram, að slíkt
mætti vera valdameiri samkundum til fyr-
irmyndar. Yfirleitt má segja að ekki bæri
skugga á fundarstörf þingsins, og skal ó-
sagt látið, hvort vernd ríkisstjóra ein sam-
an hafi verið svo mikillar náttúru, en víst
er, að sú viðurkenning hins æðsta fulltrúa
ríkisvaldsins var þinginu ómetanlegur
stuðningur. Það verður ekki með réttu
lagt þinginu til lýta, þótt þinghaldið yrði
eftir á óbein orsök í Ieiðinlegum árekstri
milli velsæmis og prentfrelsis, þar sem
sökudólgurinn greip sitt gjald í eldi.
Verða nú hér á eftir talin nokkur þeirra
mála, er Listamannaþingið gerði um
samþykktir og ályktanir, og þegar hafa
fengið einhverja eða fulla úrlausn á Al-
þingi.
1. íhlutun um f járveitingar
Menntamálaráðs. Alþingi gekk hér
feti framar en listamenn höfðu óskað eft-
ir og veitti samtökum þeirra fullan ráð-
stöfunarrétt yfir fé því, er Menntamálaráð
hefur úthlutað þeim að undanförnu. Sjálf-
stæðisflokkurinn skipti um báða fulltrúa
sína í ráðinu. Má vel unna hinum brott-
förnu þess eftirmælis, að þar hafi mætir
menn og mikilhæfir orðið að gjalda ógiftu-
samlegrar forustu. Formaður fyrrverandi
Menntamálaráðs komst af, að þakkalausu
þeim flokksmönnum hans, sem kusu ann-
an lista.
2. Höfundarréttur og listvernd.
Listamannaþingið samþykkti áskorun til
Alþingis um setningu laga til bráða-
birgða um höfundarrétt og listvemd.
og var svo gert. Lög þessi eru mikil rétt-
arbót í bili, en mestu varðar þó, að með
þeim eru samtök listamanna viðurkennd
af ríkisvaldinu í fyrsta sinn. Enn fremur
hefur Alþingi orðið við þeirri áskorun
listamanna að leggja fyrir ríkisstjórnina
að undirbúa heildarlöggjöf um sama efni,
og hefur núverandi menntamálaráðherra,
Einar Arnórsson, haft góð orð um skjótar
aðgerðir.
3. Endurheimt þjóðleikhússins.
Alþingi hefur nú samþykkt áskorun um
þetta efni í samræmi við óskir listamanna.
4. Verndun prentf relsis. Lista-
mannaþingið skoraði á Alþingi að nema
úr gildi „næturlögin“ svonefndu, um bann
við útgáfu fornrita. Alþingi afgreiddi það
með ályktun, gallaðri að vísu, en þó
á þá leið, að vona má, að lögin verði end-
urskoðuð við dagsbirtu.
5. Ctanfararstyrkir. Alþingi hefur
nú aukið framlag til náms- og utanfarar-
styrkja úr 12800 kr. upp í 100000 kr., með
fjárveitingar til listamanna af þeirri upp-
hæð fyrir augum. Menntamálaráð hefur nú
þegar veitt 11500 kr. af þessu fé til eins
rithöfundar og tveggja málara.
6. Grunnlaunauppbót á greiðsl-
ur úr ríkissjóði til listamanna.
Með samþykkt slíkrar þingsályktunar hef-
ur nú verið viðurkennt, að hér sé
um laun að ræða, og ætti hún þvi að
vera mikilsvert spor í þá átt að tryggja
listamönnum öryggi á fjárlögum að nýju.
Má af þessu sjá, að ýmislegt hefur áunn-
izt fyrir atbeina Listamannaþingsins, en
fleira ber að vísu til, og þá einkum breytt
hlutföll flokka á Alþingi. En þó að vissu-
lega beri Alþingi þakkir fyrir það, sem
það hefur vel gert í þessum efnum, er hins
ekki að dyljast, að þar er enn við ramman
reip að draga, eins og sjá má af því, að
felldar hafa verið allar tillögur um að
tryggja listamönnum öryggi á 18. grein
að nýju og synjað um hækkun heildarupp-
hæðar til bókmennta og lista. Þó vannst
það á að þessu sinni, að tekin var upp