Helgafell - 01.01.1943, Síða 17

Helgafell - 01.01.1943, Síða 17
UMHORF OG VIÐHORF 3 sérstök fjárveiting til vísinda- og fræði- manna. Listamenn eiga nú sennilega skel- eggari málsvara á Alþingi en nokkru sinni fyrr. En jafnframt verður að játa þá dap- urlegu staðreynd, að þar er einnig álitleg- ur hópur manna, sem æ og ávallt eru reiðu- búnir til að rétta upp hendur gegn sér- hverjum stuðningi við bókmenntir og list- ir, af slíku snarræði sem við lægi björg- un skipshafnar úr sjávarháska. Má nærri fara um forustuna. Þjóðin þarf að kynnast betur vinnu- brögðum slíkra manna. Kjósendur eiga t. d. að fá að vita, hverjir fulltrúa þeirra það eru, sem telja hina hebresku ör- nefnakenningu síra Guðmundar á Mosfelli, (er kvað að vísu vera merkismaður um flesta aðra hluti), þeim mun verðugri við- urkenningar en bókmennta- og listastörf fremstu samtiðarmanna sinna í þeim grein- um, að hann eigi að njóta öryggis á 18. grein fjárlaga, en hinir ekki. Sannast sagt gætir einatt svo árvakurr- ar andúðar í garð rithöfunda og lista- manna hjá nokkrum háttvirtum alþingis- mönnum, að ætla mætti, að þeir teldu langlifi minningar sinnar bezt borgið með slíkri framkomu, í samræmi við þá sögu- legu reynslu, sem frá er skýrt um óvildar- menn Bólu-Hjálmars, í formála að nýút- komnum ljóðum hans. DRÖG TIL Helgafell birtir nú greinar- ÍSLENZKRAR eerð °B “ðurstöður fyrstu FÉLAGS- skoðanakönnunar, sem SÁLFRÆÐI fram hefur farið á íslandi í nokkru samræmi við þær aðferðir, sem bezt hafa þótt gefast er- lendis og oft eru kenndar við dr. Gal- lup. — Hefur SKOÐANAKÖNNUNIN, REYKJAVÍK, er að standa þeir Torfi Ás- geirsson hagfræðingur, Klemenz Tryggva- son hagfræðingur og dr. Bjöm Bjömsson, gengizt fyrir henni. Skoðanakönnunin náði aðeins til Reykjavíkur að þessu sinni, og annaðist Torfi Ásgeirsson framkvæmd hennar út á við, með aðstoð allmargra trúnaðarmanna. Telja þeir félagar, að þessi fyrsta tilraun hafi tekizt svo vel, að hún megi verða þeim hvöt til að halda slíkum hlutfallskönnunum á almenningsálitinu á- fram og færa þá jafnframt út kvíar könn- unarsvæðisins. Helgafell hefur tryggt sér einkarétt til birtingar á öllum atkvæða- greiðslum, sem stofnun þeirra gengst fyrir, til eins árs fyrst um sinn. Má vænta þess, að ný könnun fari fram innan skamms. Hér er án efa á ferð merkilegt nýmæli, sem taka ber með athygli og velvilja, enda mun enginn, sem til þekkir, efast um liyggileg vinnubrögð né heiðarleik þeirra manna, sem tekið hafa sér fyrir hendur að ryðja því braut hér á landi. Margvíslegt gildi skoðanakannana er nú alviðurkennt í Bandaríkjunum og Bretlandi, eins og hin stórfróðlega grein sænska hagfræðingsins frú Alva Myrdal í þessum heftum Helga- fells ber glöggt vitni. í Svíþjóð hefur nú stofnun til skoðanakönnunar verið komið á fót undir forustu merkra manna, og er þetta talið til meiri háttar atburða þar á styrjaldarárunum. Helgafell vill mælast til þess við blöð og útvarp, að orðið „skoðanakönnun", sem ætla má að notað hafi verið í fyrsta sinn í grein Torfa Ásgeirssonar um þetta efni í jólahefti Helgafells, fái að halda framvegis þeirri sérmerkingu, sem þar er í það lögð, a. m. k. þangað til annað betra kemur i leitirnar. Að vísu gæti merking orðsins verið víðtækari, samkvæmt skilgreiningu hinna einstöku hluta þess, cn þar sem það hefur verið látið ónotað til þessa, ætti það engum að geta orðið til baga, en hins veg- ar komið í veg fyrir óþarfan misskilning og hugtakarugling, að láta það aðeins tákna þær kannanir á skoðunum og vilja almennings, sem fram fara innan hlutf allabundins úrtaks, með munnlegum spurningum trún- aðarmanna. Atkvæðagreiðslur, eins og sú, er eitt tímaritið boðaði til af mikilli skyndingu, jafnskjótt og hugmyndin um skoðanakönnun hér á landi hafði komið fram í Helgafelli, eru af allt öðrum toga, eins og bezt má af því ráða, að þar voru hinir aðspurðu „valdir af algjörðu handahófi“, eða gersamlega gagnstætt meg- inreglu Gallups, auk þess sem orðalag spurningarinnar var svo ýtið, að það lilaut að leiða til marklítillar niðurstöðu. Athuganir um tölur og hlutföll þeirra í sambandi við ýmis fyrirbrigði í opinberu lifi eru oft engu ólíklegri til þess að bregða birtu yfir staðreyndir og straumlag í þjóð- málum en langar umræður, og mættu gjarnan koma í þeirra stað að einhverju leyti. Slíkar athuganir eru að visu utan við verkahring skoðanakönnunarinnar, og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.