Helgafell - 01.01.1943, Síða 23

Helgafell - 01.01.1943, Síða 23
FYRSTA SKOÐANAKÖNNUNIN 9 úrtakiÖ ekki skipzt alveg eins og allir reykvískir kjósendur, þegar litiÖ er á ofangreind einkenni. Næsta skrefið verður því að athuga, hvaða tilfærslur þarf að gera, þannig að skoðanir hinna 320 geti gefið sem réttasta mynd af skoðunum heildarinnar. Úrtakið skiptist þannig, að 220 (68.8%) karlar eru á móti 100 (31.2%) konum; en árið 1930 voru 7882 (44.8%) karlar og 9698 (55.2%) konur, 20 ára eða eldri, búsett í Reykjavík. Hér er því um áberandi skakkt hlutfall að ræða. Orsökin er aðallega tregða kvenna til þess að láta í ljós skoðanir sínar á opinberum málum. Þegar þannig er ástatt, ervanalega gripið til þeirra ráða, að margfalda svörin í þeim flokki, sem er of lítill, þannig að rétt hlut- fall myndist. Ef skiptingin árið 1930 er rétt, þá ætti að reikna með 271 konu (í stað 100) á móti 220 körlum. Margt bendir þó til þess, að þessi tala yrði of há. Hér nægir að nefna, að konur hliðra sér afar oft hjá því að taka sjálf- stæða afstöðu til spurninga af þessu tagi, og eins, að þátttaka þeirra í kosn- ingum er yfirleitt minni. Leiðin, sem farin var, að tvöfalda atkvæði kvenna við útreikning heildarhundraðstölu, er því að vissu leyti byggð á ágizkun, en mun gefa réttari mynd en að nota úrtakið óbreytt eða að margfalda tölu kvenna með 2,71. Eftir aldri skiptist úrtakið þannig, að 114 (35,6%) voru á aldrinum 20 til 29 ára, 125 (39,1 %) voru 30 til 44 ára, en 81 (25,3%) 45 ára og eldri. Til samanburðar má nefna, að aldursskipting Reykvíkinga árið 1930 var sem hér segir: 20 til 29 ára 5898 (33,5%) ; 30 til 45 ára 5807 (33,0%) og loks voru 5876 (33,5%) eldri en 45 ára. í fljótu bragði virðist skiptingin því ekki sem ákjósanlegust, en ástæða þykir til þess að benda á, að í elzta aldurs- flokki 1930 voru 1058 65 ára eða eldri, en margir eru á þeim aldri hættir að taka virkan þátt í hinu pólitíska lífi þjóðarinnar. Þykir því ekki ástæða til þess að ætla, að aldursskipting úrtaksins sé mjög frábrugðin aldursskiptingu þeirra kjósenda, er að jafnaði koma á kjörstað. Þann 18. okt. 1942 voru 24.741 kjósendur á kjörskrá í Reykjavík, 19.804 greiddu atkvæði, en 4937 komu ekki á kjörstað eða skiluðu auðum og ógild- um seðlum. Hinir þrír svonefndu vinstri flokkar fengu alls 10288 atkvæði, en hægri flokkarnir tveir 9576. Af greiddum atkvæðum féllu þannig tæp 52% á ,,vinstri“ menn og rúm 48% á ,,hægri“ flokkana. Af þeim 320, er spurð voru, voru 158 (49,4%) taldir fylgjendur ,,vinstri“, en 162 (50,6%) ,,hægri“ flokkanna. Þetta er ágætt samræmi, sérstaklega þar sem sýnt þykir, að fylgi hægri flokkanna er alltaf dálítið meira en kosningatölur bera með sér. Tekjuskipting úrtaksins er sú, að 208 höfðu 15 þúsund krónur eða minna í árstekjur, en 112 höfðu yfir 15 þúsund. Heildartölur eru hér engar til sam- anburðar, en samkvæmt rannsókn, sem gerð var á lífeyrissjóðsgjaldi í Niður- jöfnunarskrá Reykjavíkur, þykir ekki ástæða til þess að ætla, að þessi skipt-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.