Helgafell - 01.01.1943, Blaðsíða 38
24
HELGAFELL
það lynda, forðast aS Kreykja sér hærra en mennskum manni hæfir og
ástunda hófstillingu. Og í þessum boSskap, sem vel má kallast bölsýnn,
fundu leikhúsgestir Aþenuborgar uppbyggingu.
V.
Nú mætti vera, aS sá stakkur, sem gríska harmleiknum var skorinn frá
upphafi, hafi sett stælingu hans á veruleikanum takmörk. En gamanleika-
skáldiS vill líkja eftir veruleikanum — og gerir þaS. ViS förum fljótt yfir
eldri attiska gamanleikinn, verk Aristófanesar; þó aS þar sé allt fullt af
skörpum og skýrum mannlífsmyndum, þá drottnar þar tröllaukiS gaman og
ótt ímyndunarafl, svo aS varla er næSi til samfelldra mannlýsinga. Snilldin
birtist eins og glampi eftir glampa, sem lýsir allt upp, en allt er gætt ein-
hverjum sindrandi ókyrrleika.
ÖSru máli gegnir um yngri attiska gamanleikinn, sem í aSra ættina er
kominn frá Aristófanesi og í hina frá Evrípídesi, gamanleik Menanders, sem
nú væri lítt kunnur, ef ekki hefSu rómversku skáldin Plautus og Terentíus
rænt og ruplaS blygSunarlaust-frá honum og félögum hans — og varSveitt
þannig þessi verk, en síSan hafa aSrir hirt mörg efni frá þeim og skapaS
úr þeim hin merkilegustu skáldrit, menn eins og Moliére, Holberg o. s. frv.
En í víStækari merkingu má segja, aS allri leikritagerS síSari tíma bregSi
nokkuS í ætt yngra attiska gamanleiksins. Þetta var veraldleg leiklist, efniS
spennandi og sótt í samtímann, og leikrit Menanders a. m. k. höfSu mikiS
orS á sér fyrir veruleikabrag. ÞaS var orSskviSur í fornöld: ,,Hvort er þaS
mannlífiS, sem hefur stælt Menander, eSa hann þaS ?“
ViS mannlýsingar hefur Menander lagt mikla rækt, og er auSgert aS sjá
þaS á leikritum Plautusar og Terentíusar, hvert veriS hafi aSaleinkenni list-
ar hans. ÞaS eru lýsingar á mönnum, sem hafa einn aSaleiginleika eSa eru
mótaSir af einu ákveSnu lífsviShorfi. AS sjálfsögSu er viS þennan drottnandi
eiginleika tengdur fjöldi annarra, sem þó eru greinilega minni háttar og svo
sem leiddir af hinum. Hér er strangur og smámunasamur faSir, sonur sem
er fús aS njóta lífsins, slægur þræll, grobbinn hermaSur, sníkjugesturinn
o. s. frv. Þetta eru tegundarmyndir, sem svo eru nefndar. Þess má geta,
aS lýsingar þessar eru oft harla raunsæjar og fullar af lifandi smáatriSum
og ekki sjaldan alveg meistaralegar.
Franski heimspekingurinn Hippolyte Taine gerSi þaS aS skyldu gagn-
rýnandans aS finna fyrst af öllu hinn drottnandi eiginleika listaverks eSa
höfundar. ÞaS þarf ekki um þaS aS fjölyrSa, hve hæpin krafa þetta er fyr-
ir rýnandann, því aS veruleikinn hefur allan gang á, stundum er einn eigin-
leiki drottnandi, stundum er eins konar lýSræSi. En jafnvíst er, aS skáldum
hefur gefizt ágætlega aS gera einn eiginleika aS burSarási mannlýsingar-