Helgafell - 01.01.1943, Síða 39
TVÆR KVENLÝSINGAR
25
mnar, við þaS fær hún rökvísa skipun, einfaldleik, styrk, enda er engum
blöSum um þaS aS fletta, aS mörg ágætustu listaverk veraldar eru meS
þessum hætti. En þaS er ekki eina listin, sem til er.
VI.
Æskhýlos kvaS leikrit sín vera mola af borSi Hómers. Til söguljóSanna,
hetjukvæSanna fornu, sóttu harmleikaskáldin efni sín — og raunar margt
fleira. Einnig þar var mönnum lýst. Þar getur aS líta hinn þolgóSa og ráSa-
góSa Ódysseif, hinn fóthvata og goSumlíka Akkilles, hinn vitra Telemakk,
hinn bleikhára og fræga Menelás. Margt er gott um þessar mannlýsingar
aS segja. En þaS væri óeSlilegt aS leita þar ýtarlegri eSa fyllri lýsinga en
í hinum yngri verkum, enda bæri sú leit ekki árangur. Ef ekki kveSur mik-
iS aS einstaklingseinkennum í leikritunum, er þaS því síSur hér, ef þar er
forSazt flókiS og tvírætt sálarlíf, er þaS varla hér aS finna. SlægSarrefurinn
Ódysseifur mátti heita efni í slíka mannlýsingu, en flest af því sem honum
dettur í hug er eignaS guSunum, og þaS tálmar því aS mannlýsingin geti
þroskazt.1)
Því lengra sem horfiS er aftur, því minna sjálfstæSi hefur mannlýsingin
gagnvart söguefninu. Og handan viS öll skráS söguljóS eru hinar munnlegu
hetjusögur (væntanlega aS allmiklu leyti í ljóSaformi, en þaS skiptir annars
ekki máli hér), og þær eru undir lögmáli munnmælasagnanna, sem Olrik
hefur svo meistaralega gert grein fyrir. Ein grein í því lögmáli er á þá leiS,
aS mannlýsingin er algerlega bundin í söguefninu, hefur enga sjálfstæSa
tilvist. Eiginleikar manna hafa ekkert nema atburSi aS birtast í. Um þetta
bjó Heusler til orStækiS: Im Anfang war die Fabel, í upphafi var sögu-
þráSurinn. ÞaS verSur aS taka fram, aS þessi efnisbundna mannlýsing er
oft ágæt vegna styrks síns og einfaldleika, þó aS ekki sé hún fjölskrúSug.
Ég biS menn hafa í huga sumar íslenzkar þjóSsögur.
VII.
Nú er kominn tími til aS hverfa norSur yfir Mundíufjöll og taka til, þegar
fyrst má greina hetjusagnir Germana, en þaS er í hetjukvæSum þjóSflutn-
ingatímans. Brag þeirra kynnumst viS í elztu eddukvæSum. Einnig hér er
mannlýsingin fyrst bundin í söguþræSinum og hefur þá kosti og annmarka,
þann styrk og einfaldleika, sem munnlegum sögum fylgir.
Yrkisefnin eru aS jafnaSi harmleikur, og kvæSin hafa á sér dramatískan
1) Ef einhverjum kynni að þykja gert heldur lítið úr skáldskap Hómers hér að ofan, vildi
sá er þetta ritar taka það fram, að honum finnst ljóð Hómers vera meðal þeirra — tiltölulega
fáu ritverka, sem gera lífið þá hóti skemmtilegra en það vœri án þeirra.