Helgafell - 01.01.1943, Síða 46
HJALMAR GULLBERG:
LISTIN AÐ DEYJA
FALLIN SKJALDMÆR
(APRÍL 1941)
„Sannleikurinn verður síðfundinn. Vafalaust fer um það mörgum sögum manna
á meðal, hvers vegna Karin Boye hafði lagt leið sína í kyrrþey til fjalls
aprilkvöldið í vor, er vér heyrðum lögregluna í Alingsás lýsa eftir henni i útvarp-
inu, og setzt þar fyrir, með svefnlyf og vatnsflösku í síðasta veganesti.“ (Hjalmar
Gullberg, í formála að eftirlátnum Ijóðum hinnar gáfuðu sænsku skáld-
konu: De sju dödssynderna). — Um sama leyti og hvarf hennar spurð-
ist, brustu vamir Grikkja í Laugaskarði fyrir herskörum Möndulveldanna.
Sverð, sem teflir við ofurefli,
enn þú brestur sem löngum fyr!
Dagblöðin segja landvöm lokið
í Laugaskarði, við Grikklands dyr.
Konu af Gautlandi, Karin Boye,
kvöldsins hlustandi týnda spyr.
Svarthærð, stóreyg, og sást á ferli,
síðast, tygjuð í langa för....
Máski hún leitar um launstíg alda,
lífsins sporliunda hvergi vör,
frelsishliðsins, er hetjur Spörtu
héldu mætara en eigið fjör.
Ekki við dans og hörpuhljóma
helgaði Nike sigurkrans
herdrottni Persa, lieimsins svipu.
Hákumlin mara í bylgjum sands.
Lofsöngskórarnir lyftu í hæðir
Leónídasi og falli hans!
Kona úrSvíþjóð, svarthærð, stóreyg,
samferða í dag að heiman varð
stoltum og hljóðum hetjuskara
Ilellena í Plútóns miklagarð,
vinkona þeirra og vopnasystir,
verjandi hjartans Laugaskarð.
Nike: sigurgyðjan. Plútó: drottinn dánarheima.