Helgafell - 01.01.1943, Síða 47
GULA BINDIÐ
BLINÐUR MAÐUR:
Þú studdir mig yfir stræti
í straumiðu múgs og harks,
blindingja á bægifæti,
með bindi gult til marks.
Þótt armur þinn leið mér létti,
mér Ieyndur þú komst og ferð.
Sem útlagi af öðrum hnetti
ég eigra í skyggnri mergð.
Við skildum og skiptumst eigi
á skýrslum um hagi og nöfn.
Þú varzt mér sá logi á vegi,
er vísaði mér i höfn.
Af öryggi óx mér friður
sem eygði ég vita í sýn.
Ég þakka, en því er miður,
að það verða öll launin mín!
SJÁANDI MAÐUR:
Þess get ég, að greiðann síðar
þú gjaldir mér þúsundfalt!
Þá gustar af hausti um hlíðar,
og hrímað er laufið allt.
Þá skjögra ég, skuggi á flótta
og skilinn við líf og dag,
í myrkri og miklum ótta
í merkilegt ferðalag.
Ég riða sem reyr í vindi.
Án róms hrópar ótti minn.
Þá greini eg þitt gula bindi
sem geisla um handlegg þinn!
Hjá villum þín varúð sneiðir.
Til vegsagnar muntu fús,
og myrkvanur mig þú leiðir
í mannanna föðurhús.
FÍL ABEIN STURNINN
Einn turn úr fílabeini í heiði hefst,
við haliarsíki, er spegla hans bleika skugga.
Um sali og einrúm tunglskin töfra vefst,
því turninn vantar glugga.
— Þeir bera grómlaust þel og þurra brá,
sem þrýsta kinn að svæfli í fagurdreymi! —
— Þeir eiga gott, sem ekki virðast sjá
hið illa í þessum heimi! —
Ei tek ég undir fjöldans skop og sköll.
Það skiptir miklu, að einhver drauminn tigni.
Það skiptir mikiu, að ríkið heiðri höil
til hafningar og skyggni.
Ei traðka nema hrottans stígvél hörð
á höndum yðar, fylltum liljublómum.
Hve færi um oss, ef enginn héldi vörð
í innstu lielgidómum?
Þér, Tumsins menn, ég tel mig yðar liðs,
þótt Turnsins iög ég einnig geti brotið.
Einn daginn mun ég hittast utanhliðs
með hjartað sundurskotið.