Helgafell - 01.01.1943, Síða 53
SIGURÐUR EINARSSON:
Hengingin í Háskólakapellunni
Reykvísk jólasaga frá 1942.
I.
Dag fyrir Þorláksmessu á því herr-
ans ári 1942, er ég á gangi nokkurra
erinda um miðbæinn í Reykjavík. Þetta
mun hafa verið um kl. 3 síðdegis.
Mæti ég þá kunningja mínum og göml-
um skólabróður, og er það vandi okk-
ar jafnan að skiptast á nokkrum orð-
um, þá er fundum ber saman. Fer
mér svo enn, að ég nem staðar. Þyk-
ir mér það þegar athyglisvert, að svo
er sem hann sé mjög annars hugar
og eitthvert fjarrænt sinnuleysi í svör-
um hans. Ég var aftur á móti, að því
er mig minnir, hinn reifasti í máli.
Að lokum get ég ekki orða bundizt
og segi við hann: ,,Heyrðu, hvað
gengur að þér ? Hefur eitthvað komið
fyrir þig ?**
,,Nei“, segir hann, ,, en það er bágt,
að hér skuli ekki vera staddir vissir
menn, sem voru að tala um þig fyrir
skemmstu. Ég hefði getað unnt þeim
þess að sjá þig“,
Ég sagði víst eitthvað á þá leið, að
það væri fremur hversdagsleg skemmt-
un að sjá mig á gangi í Reykjavík.
,,Jú, að vísu“, sagði kunningi minn.
,,En þeir voru að segja mér frá því
fyrir hálftíma, að í gœr hejÖir þú tíer-
ið sþ_orinn niÖur úr snöru, nœr dauÖa
en lífi uppi í Hásþóla og jluttur á
Landsspítalann'.
Ég hef á undanförnum árum hvað
eftir annað orðið fyrir ýmis konar á-
reitni og afkáralegum álygum. Að
jafnaði hef ég tekið þess háttar með
umburðarlyndi og rósemi, svo að mér
hefur jafnvel verið virt til geðleysis.
En í þetta sinn varð mér það fyrst
fyrir að skellihlæja. ,,Nú er það þá
ekki annað“, varð mér að orði, ,,Berðu
þessum herrum kveðju mína og segðu
þeim, að þessara atburða vegna, geti
þeir notið jólagleði sinnar áhyggju-
laust“. — Hér með lýkur fyrsta þætti
þessa ævintýris.
II.
Um kvöldið var ég búinn að stein-
gleyma þessu atviki og næsti dagur,
Þorláksmessa, leið fyrir mér í önnum,
og hafði ég lítt tal af mönnum. Þó ber
það við um kvöldið, að mér er enn
sögð þessi sama saga: Ég á að hafa
gert tilraun til þess að hengja mig í
Háskólanum og verið skorinn niður.
Fylgdi þá sögunni, að það hefði verið
einn lærisveina minna úr guðfraöði-
deild, sem gert hefði á mér þetta misk-
unnarverk ! Sagan er þá sögð mér úr
þremur mismunandi áttum og er ber-
sýnilega komin allvíða. Var svo að
skilja, að þetta hefðu hvarvetna þótt
allmikil tíðindi, og voru sumir sögu-
manna þeirra, er staðið höfðu að dreif-
ingunni, þegar orðnir ærið fróðir um
persónulegar orsakir og tildrög þess,
að ég hefði ráðizt í að kveðja þenna
synduga heim með svo sviplegum
hætti. Mér flaug þá þegar í hug, að
hér væru ekki tilviljanir einar að verki