Helgafell - 01.01.1943, Qupperneq 59
HENGINGIN í HÁSKÓLAKAPELLUNNI
45
sagna; uppistaðan í henni er sú, að
lögmál allrar þjóðsagnasköpunar get-
ur ekki látið hana afskiptalausa. Það
starfar á eigin hönd, án þess að nokk-
ur vegur sé að benda á einstaka menn,
er viljandi hafi fært úr lagi það, sem
þeir hafa heyrt. Það eru nálega alltaf
einhverjir vissir menn, sem hleypa af
stað ófrægingarsögum um lifandi
menn, og þá venjulega í einhverjum
ákveðnum tilgangi. Mér verður á að
halda, að svo hafi einnig verið hér.
En lögmál þjóðsagnasköpunarinnar
verður þeim furðulega öflugur sam-
herji. — Árangur þeirra verður í svip
jafnvel glæsilegri, en þeir höfðu gert
sér vonir um.
Galdra-Loftur varð að deyja með
firnum og ósköpum í dómkirkjunni á
Hólum eftir þessu lögmáli, þó að vit-
að sé, að hann hefur útskrifazt úr Hóla-
skóla vorið 1 722 og dáið rólegum dauða
einhvers staðar suður í Borgarfirði all
miklu síðar.1) Eftir þessu sama lög-
máli sækir djöfullinn dr. Faust í
hinni upprunalegu Faustsögu, þó að
vitað sé, að ævilok þessa merka manns
urðu með allt öðrum og alþýð-
legri hætti. Þar sem skáldsýn Goethes
sá honum veg til bjargar, og
markaði þar með fyrir nýjum skiln-
mgi á viðureign hins illa og góða
í heiminum, sá hið alþýðlega í-
myndunarafl, samkvæmt lögmáli þjóð-
sagnasköpunarinnar, enga lausn máls-
ms aðra en þá, að kölski kæmi
sjálfur og hefði á brott með sér þá
eigu sína, sem honum bar með há-
tíðlegum sáttmála.
Og samkvæmt þessu lögmáli tók séra
Þorkell hinn fjölkunnugi Guðbjarts-
son réttmætri áminningu Hólabiskups
svo, að allt ætlaði af göflum að ganga
') Sbr. eevisöguágrip í Huld, eftir Hannes
Þorsteinsson.
sakir fjölkynngi hans, og sá biskup
sér þann kost vænstan að áreita klerk
ekki framar.
Og loks það, sem Reykvíkingum
mætti vel vera í minni einmitt í vetur:
— Eftir þessu lögmáli sökk kirkjan í
Hruna.
VI.
Eins og áður segir, kom ég til
Reykjavíkur 28. desember. Var ég tals-
vert á ferli næstu daga, og á gamlárs-
kvöld sat ég fjölmennt hóf í húsakynn-
um Háskólans. Þeir sem stjórnuðu
áramótafagnaði Háskólans höfðu farið
þess á leit við mig, að ég flytti ávarp
í samkvæminu kl. 12 á gamlárskvöld,
og gerði ég það. Með því að þarna
munu hafa verið samankomin allt að
sex hundruð manns, og sennilega
hvert mannsbarn búið að heyra hina
dramatísku sögu, gat ekki hjá því far-
ið, að eftir þetta kvöld væru þeir býsna
margir, sem sáu, að hér hlaut að vera
um helberan uppspuna að ræða og
létu það í ljós þar, sem söguna bar
síðan á góma.
Og þá kom það í ljós, að einhvers
staðar var til talsverður vilji til þess
að hörfa ekki fyrir staðreyndum með
þessa ófrægingarsögu. Mannlegasthefði
verið, að frumkvöðlarnir hefðu séð sitt
óvænna og ekki treyst sér til þess leng-
ur að halda áfram þessum óhrjálega
leik. En því fór fjarri, að svo væri.
Öðar en varði, höfðu þeir komið sér
uppi nýrri varnarlínu, hreinni Mann-
erheimlínu, raka- og staðreyndaheldri.
Og hún var fólgin í þessari einföldu
röksemdafærzlu : Já, þið segist hafa séð
Sigurð alfrískan, talað við hann, heyrt
hann flytja erindi opinberlega. Það
sannar ekkert. Þið munið sjálfsagt, að
Sigurður var fluttur í Landsspítalann.
Hann var lífgaður í stállunganu! ..