Helgafell - 01.01.1943, Síða 60
46
HELGAFELL
Segi menn svo, að þetta víðfræga
og umdeilda læknisáhald hafi aldrei
komið að liði hér á landi. Þarna virt-
ist það fullgott til þess að treina lífið í
einni ófrægingarsögu, hvort sem þess
verður nokkurn tíma auðið að bjarga
með því mannslífi. Og skyldi Vilmund
landlækni nokkru sinni hafa órað fyrir
því, hve spámannlegt orð honum varð
á munni, er hann smíðaði hina frægu
fyrirsögn sína: Logið í stállunga ? Það
á ekki af þessu vesalings áhaldi að
ganga, að lygin leiti sér athvarís innan
stálbrynju þess.
En þetta er sem sagt síðasta brjóst-
vörn hinnar dulbúnu sveitar, sem kaus
sér þetta tilræði við mig, sem alveg
sérstaklega hugþekka jólaiðju.
VII.
En er þetta ekki dálítið alvarlegur
leikur ? Hér er, án þess að náðst hafi
í þá seku, búið að smíða fullskapaða
lygasögu um það, að ég hafi framið
þau helgispjöll í vígðu húsi á heilag-
asta aftni ársins, að ætla að ráða sjálf-
an mig þar af dögum og notað kross-
inn, helgasta tákn kristinna manna,
sem gálgatré.
Þeir skipta nú sennilega orðið þús-
undum, sem komið hafa í kapellu Há-
skólans. í henni er aðeins einn kross.
Það er lítill róðukross skorinn úr tré og
stendur á miðju altari. Á krossinum
hangir Kristur, og mynd hans lýsir á-
takanlega þeirri þjáningu, er hann leið
fyrir sannleikann, á hinni skuggalegu
helstríðshæð utan við múra Jerúsalems-
borgar. Mér finnst það ekki nema að
vonum, þó að þvaðurlýður bæjarins flýi
með róg sinn í stállungað. En er
það ekki lengra gengið, en við kunn-
um við, að vinna það fyrir fleypur
einnar gamanstundar að tylla hald-
reipi rógsins á krossinn — jafnvel
þó að tilætlunin sé sú að skaða mann,
sem einhverra hluta vegna þarf að
koma lagi á. Ég geri ráð fyrir, að ég
standi nokkurn veginn jafnréttur eft-
ir, — og krossinn gerir það líka. En ég
öfunda ekki þetta vofulið, af því
að horfa á þetta litla krosstákn, ef það
skyldi einhvern tíma rekast inn í kap-
ellu Háskólans.
VIII.
Tvær spurningar hafa komið mér í
hug í sambandi við þetta fáránlega
rógsævintýri: í hverja átt er að leita
tilræðismannanna, sem hér hafa verið
að verki ? Og í öðru lagi: Er ekki eitt-
hvað bogið við menningarástandið í
landi, þar sem hernaður af þessu tagi
þykir yíirleitt tiltækileg vinnubrögð ?
Hér með á ég ekki sérstaklega við það,
hver vinnubrögð einstakir menn láta
sér sæma, heldur hitt: Vinnubrögð,
sem gera má sér von um að beri
hinn eftiræskta árangur. Það má líka
orða spurninguna svo: Er það mögu-
legt á íslandi, eins og nú standa sakir,
að Ijúga á menn helgispjöllum, geð-
sturlun og voðaverkum, ljúga af mönn-
um heilbrigði, vit og æru, án þess að
eiga neitt verulegt á hættu um ábyrgð
verknaðar síns, og með talsverðri von
um að geta eyðilagt meðbróður sinn
í vitund samborgara sinna að meira
eða minna leyti ? Saga sú, sem hér
hefur verið rakin, virðist benda ótví-
rætt til þess, að það þyki meira en
tiltækilegt. Og það er óneitanlega dá-
lítið ömurlegur vitnisburður um innra
ásigkomulag allmikils hluta af lands-
ins börnum, ofan á þá ytri vitnisburði
um andlegt volæði, getuleysi og lífs-
flótta, sem stjórnarfar vort, viðskipta-
mál, hagstjórn og framkvæmdir bera
vott um að öðru leyti.