Helgafell - 01.01.1943, Síða 61

Helgafell - 01.01.1943, Síða 61
HENGINGIN í HÁSKÓLAKAPELLUNNI 47 Viðvíkjandi fyrri spurningunni skal ég aðeins drepa á þetta: í mörg undanfarin ár rekur mig ekki minni til, að ég hafi átt sökótt við nokkurn mann, hvorki opinberlega né í öðrum viðskiptum. Ég hef ekki mér vitanlega ráðizt á nokkurn mann, ekki efnt til nokkurra deilna, hvergi vakið víg á opinberum vettvangi og yfirleitt, að svo miklu leyti, sem til mín hefur komið, leitazt við að lifa í friði við alla menn. Árum saman hef ég engri á- reitni svarað, ekki virt ónot og blaða- ádeilur svars, og af ásettu ráði hvergi borið hönd fyrir höfuð mér þar, sem á mig hefur verið leitað. Ég hef haft öðru að sinna, sem ég taldi þarfara og skyldara. Þetta hefur þó ekki með öllu naegt til þess, að ég fengi að vera í friði fyrir ýmis konar aggi og nuddi. Jafnvel svo meinlaust tiltaeki, sem það að flytja ópólitískt erindi á nokkrum stöðum í landinu síðastliðið haust, varð til þess, að eitt blaðanna í bæn- um rýkur upp á mig með ónot og dul- búnar hótanir. Á svona spjótalögum hefur gengið í mörg ár, og ég hef hvorki hirt um að brjóta þau af skapti né senda þau aftur. En þau hafa hins vegar minnt mig á það, að það eru til menn, sem mæðast fast undir þeirri hugsun, að það þurfi að ganga á milli bols og höfuðs á Sigurði Einarssyni. Ég má yfir höfuð ekki snúa mér svo við, að þessi fróma ósk skjóti ekki upp kollinum. Og eitthvað í þessa átt virð- ist vaka fyrir með því að setja í gang þetta jólaævintýri um mig. Það hefur, að svo stöddu, ekki tek- izt að fá um það fulla vissu, hverjir hér hafa upprunalega verið að verki. Um tvær, þrjár persónur liggja fyrir þannig lagaðar upplýsingar, að það er auðvelt að fá þær dæmdar, að minnsta kosti fyrir dreifingu þessarar ófræging- arsögu. En það er í sjálfu sér ekkert aðalatriði í svona máli. í ófrægingum, sem bornar eru mann frá manni munn- lega, næst því nær aldrei til frum- kvöðlanna. Það er þetta, sem gerir lít- ilsigldum mönnum, er lítt treysta sér til vopnaviðskipta á opinberum vett- vangi, svo tamt að grípa til þessa vopns. En hér á landi er nú reyndar svo komið, að hér er um mjög ískyggilegt fyrirbrigði að ræða. Öðru hvoru gjósa upp hatrammar lygar, annaðhvort um einstaka menn og einstök málefni, og fara sem eldur í sinu um höfuðstaðinn og landið. Þetta hefur oft valdið tjóni, þaðan af oftar skapraunum og erfið- leikum saklausum mönnum, sem fyrir því hafa orðið. Það liggur við, að manni verði á að ætla tvennt í senn: Annars vegar, að almenningur hér á landi sé talsvert hirðulausari um það, hvað hann meðtekur og flytur öðrum af þessu tagi, en títt er með öðrum sið- uðum þjóðum, hins vegar að á bak við notkun rógsins hér liggi óvenjulega kaldrifjuð ósvífni, sem menn vart mundu hætta sér á flot með annars staðar. Þess er t. d. skemmst að minnast, að nú um síðustu áramót gekk sú saga fjöllunum hærra hér um borgina, að framin hefðu verið hin herfilegustu helgispjöll í kirkjunni á Þingvöllum, nótt eina um hátíðina. Tilgreindir menn, þekktir borgarar úr bænum, áttu að hafa brotizt inn í kirkjuna x öl- æði og tekið að framkvæma þar hjóna- vígslu með afkáralegum tilburðum. Dagblað eitt í bænum gerði söguna að umtalsefni, og það verður til þess, að formaður sóknarnefndar, prestur og prófastur kirkjunnar ásamt biskupi landsins í fararbroddi, mega fara á stúfana með yfirlýsingum og vottorð-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.