Helgafell - 01.01.1943, Page 64
50
HELGAFELL
staklega minnisstætt og hjartfólgiÖ
framar öðrum mönnum, eða þá, að
klókindi hans og úrræðasemi í vörnum
logins málstaðar eru með furðulegum
einsdæmum, — nema hvorttveggja sé.
Og er nokkur furða, þó að menn freist-
ist til þess að verða nokkuð djarfir í
mannspjöllum, er forustan er svo dug-
andi, árangurinn oft framar öllum von-
um og siðavitund allmikils hluta þjóð-
arinnar slævð að verulegu leyti af hefð-
bundinni notkun ósanninda, sem sjálf-
sagðs vopns, hvar sem hættandi þykir
á að beita þeim.
Ég hef hér með brotið þá margra
ára venju mína að bera ekki hönd fyr-
ir höfuð mér á opinberum vettvangi,
og vona ég, að mér verði virt það til
vorkunnar, eins og málsástæður eru.
Og um leið og ég skýri þannig frá mál-
inu, eins og ég veit sannast og réttast,
vil ég vekja athygli á því, að svo mun
verða litið á, að þeir menn skapi sér
nokkra ábyrgð, sem héðan af Ijá sig
til þess að hafa forverk á ökrum þeirra,
er þennan búskap hafa einkum stund-
að. Býst ég líka við, að ýmsir þeir, er
með þessa sögu hafa hlaupið, væru
ekki eins ánægðir með sjálfa sig, ef
þeir vissu gerla, hverra erinda þeir
voru að ganga, ,og hverjum augum
yfirforusta rógsins lítur á hina nafn-
lausu óbreyttu hermenn í sveit sinni.
Skal svo látið útrætt um þetta mál
að sinni. Þyki einhverjum þörf á að
vekja það upp til frekari opinberrar
umræðu mun fleirum skemmt.
Sigurður Einarsson.